19.11.2024 23:14Kaldbakur EA 1
Skrifað af Þorgeir 07.11.2024 07:50Troll taka en á hvaða skipi
Skrifað af Þorgeir 30.10.2024 21:40Góður Dráttur
Skrifað af Þorgeir 30.10.2024 21:25Splæst uppá vira fyrir Snæfell EA
Skrifað af Þorgeir 29.10.2024 23:52Isleifur Ve 63 á Loðnuveiðum
Skrifað af Þorgeir 26.10.2024 16:55Jóna Eðvalds SF 200 loðnuleit
Skrifað af Þorgeir 24.10.2024 23:02Birtingur NK leigður - sala undirbúin á Jóhönnu Gísladóttur GKBirtingur NK verður leigður til Samherja í tvo mánuði. Mynd svn .is Smári Geirsson Birtingur NK, sem Síldarvinnslan keypti nýverið af Skinney-Þinganesi, hefur verið leigður til Samherja hf. og er leigutíminn tveir mánuðir. Með kaupunum á Birtingi var ekki ætlunin að fjölga skipum innan Síldarvinnslusamstæðunnar heldur var ráðgert að selja skip í hans stað. Nú er hafinn undirbúningur að sölu togskipsins Jóhönnu Gísladóttur GK. 100 tonn í fyrstu veiðiferðBirtingur hélt í sína fyrstu veiðiferð frá Neskaupstað sl. föstudag og kom til löndunar á mánudag. Afli skipsins var 100 tonn, nánast alfarið þorskur. Egill Guðni Guðnason skipstjóri segir að vel hafi gengið að veiða. „Það var hörkuveiði á Héraðsflóanum en þar fékkst mjög góður þorskur. Skipið hefur verið ónotað um hríð og þá þarf alltaf að sinna ýmsum verkefnum til að fá vélar og tæki til að snúast eðlilega. Það var því mikið að gera hjá vélstjórunum í túrnum eins og gert hafði verið ráð fyrir. Við héldum til veiða á ný á þriðjudag og nú er verið að veiðum á Glettinganesflakinu,” segir Egill Guðni.
Skrifað af Þorgeir 24.10.2024 22:30Slippferð ferjunnar áætluð á afleitum tímaÍbúafundur í Grímsey kallar eftir aðstoð bæjaryfirvalda við að fá áformaðri tímasetningu á slippferð Grímseyjarferjunnar á komandi vori. Stefnt er að því að ferjan fari í slipp í apríl 2025, að því er fram kemur í fundargerð hverfisráðs frá íbúafundi í byrjun október. Bent er á að það sé afleit tímasetning, bæði hvað varðar sjávarútveg og sérstaklega slæmt fyrir ferðaþjónustu í eynni. „Óskað er eftir aðstoð við að tímasetningunni verði breytt og að ferjan fari frekar í slipp í desember eða janúar í framtíðinni,“ segir í fundargerðinni. Þá er einnig bent á að ferðamönnum sem heimsækja eyjuna utan við sumartíman hafi fjölgað töluvert og því óskað eftir því að ferjan stoppi lengur í eynni ef ferðamenn eru um borð, þ.e. til kl. 15, þar sem tveir tímar séu ekki nægur tími því ferjan komi oft ekki fyrr en um 12:30 vegna veðurs og/eða sjólags.
Skrifað af Þorgeir 24.10.2024 22:04Sólbergið náð töluverðum þorskiSólbergið náð töluverðum þorskiSólberg ÓF-1 hefur landað mestum þorski og mestri ýsu á fyrstu þrem vikum októbermánaðar. mbl.is/Þorgeir Baldursson Veiði íslenskra skipa hefur verið ágæt á fyrstu þrem vikum októbermánaðar og lönduðu þau 12.552 tonn af kvótabundnum þorski á tímabilinu 1. til 20. október. Á sama tímabili var landað 5.155 tonnum af ýsu og 1.508 tonnum af ufsa.
Hinn aflasæli togari Sólberg ÓF-1 er áberandi aflamestur í þorski á fyrstu þrem vikum október með 774 tonn, en á eftir fylgir Björg EA-7 með 491 tonn og svo Kaldbakur EA-1 með 484 tonn. Sólbergið er einnig aflamesta skipið í ýsu og hefur á fyrrnefndu tímabili borið tæp 530 tonn af ýsu að landi. Það er langtum meira en skipið sem landað hefur næst mestri ýsu, en það er Vigri RE-71 sem landaði tæplega 184 tonnum. Kaldbakur landaði þriðju mestu ýsunni eða 148 tonnum. Vigri landaði þó mestum ufsa á tímabilinu og nam aflinnrúmlega 312 tonnum. Á eftir fylgir Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 með 265 tonn og svo Sturla GK-12 með 89 tonn.
Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu hefur flotinn landað 27.844 tonnum af þorski frá upphafi nýs fiskveiðiárs 1. september og er þá tæplega 143 þúsund tonn af ónýttum þorskkvóta eftir eða 83,6% kvótans. Á sama tíma hefur verið landað 10.611 tonnum af ýsu og er það um einn sjötti af 62 þúsund tonna ýsukvóta. Heil 62.776 tonn af ufsakvóta er ónýttur en heildarafli í tegundinni frá fiskveiðiáramótum nemur 3.650 tonnum. heimild mbl.is Skrifað af Þorgeir 24.10.2024 17:45"Verðum að taka alvöru umræðu um hvalveiðar"
Birkir Hreinsson og Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjórar á uppsjávarskipi Samherja, Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, sem báðir eru með áratuga reynslu af uppsjávarveiðum, segja ekki hægt að horfa framhjá því að hvalir éti óhemju mikið magn af loðnu. Það bitni vitaskuld á stærð loðnustofnsins. Loðnan er næst mikilvægasta fiskitegundin sem Ísland flytur út á eftir þorski en Hafrannsóknarstofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024 til 2025. Stofnunin mun reyndar endurskoða ráðgjöfina þegar niðurstöður mælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í janúar. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið; Landsbankinn benti á í vikunni að hófleg eða meðalstór loðnuvertíð geti aukið hagvöxt á næsta ári um hálft til eitt prósentustig og þeir Guðmundur og Birkir binda vonir við að mælingar á stofninum í janúar verði jákvæðari og veiðar leyfðar í kjölfarið. Mælingar í haust sýndu að stofninn er nálægt þeirri stærð sem þurfi til að Hafrannsóknarstofnun gæti gefið grænt ljós á upphafskvóta, segir í umfjöllun um málið á vef Samherja. Loðnuát hvala hefur á áhrif stofninn „Þetta er náttúrulega ekki góð staða. Áður hafði verið sagt að umhverfisáhrif væru um margt jákvæðari. Við getum hins vegar ekki horft fram hjá því að hvalir éta óhemju mikið magn af loðnu, sem auðvitað bitnar á stærð loðnustofnsins, það segir sig nokk sjálft. Alþingi ákvað hins vegar að friða hvali að mestu, þannig að stofnanirnar fá að stækka og dafna í friði og við sjáum afleiðingarnar. Það má hins vegar varla tala upphátt um að heimila nauðsynlegar hvalveiðar, þá verður allt vitlaust í ákveðnum hópum í þjóðfélaginu. Ég held að allir skipstjórar séu á sama máli, hvölum hefur fjölgað gríðarlega og eru síður en svo í útrýmingarhættu. Vissulega er fæðukeðjan í hafinu flókin, mér skilst að langreyður geti étið um eitt tonn af loðnu á sólarhring og hnúfubakur hálft tonn,“ segir Guðmundur Þ. Jónsson á vef Samherja. Tugir hvala við skipin „Hérna áður fyrr þóttu það tíðindi ef sást til hvala en staðan í dag er allt önnur,“ segir Birkir Hreinsson í greininni. „Ég taldi rúmlega tuttugu hvali á siglingu inn Eyjafjörðinn um daginn. Þegar skip eru að hífa inn troll eru oft á tíðum tugir hvala við veiðarfærin sem segir sína sögu. Loðnuveiðibann hefur ekki aðeins áhrif á útgerðirnar og sjómenn uppsjávarskipanna. Mörg byggðarlög reiða sig á loðnuna, ekki síst á austanverðu landinu og í Vestmannaeyjum. Við erum að tala um svo stórar tölur að þær hafa áhrif á hagvöxt alls þjóðarbúsins. Þess vegna verðum við að taka alvöru umræðu um hvalveiðar, stofnarnir hafa stækkað hratt á undanförnum árum og líklega aðrir farnir að láta undan,“ segir Birkir. Skipstjórar sjá loðnutorfur Hákon Þ. Guðmundsson útgerðarstjóri Samherja tekur í sama streng. Hann bindur vonir við að frekari mælingar síðar í vetur sýni að loðnustofninn sé nógu stór til að heimila veiðar. „Sjávarútvegurinn hefur í gegnum tíðina talað fyrir því að efla hafrannsóknir. Allur togaraflotinn er mjög vel tækjum búinn. Skipstjórarnir sem ég er í sambandi við senda mér oft á tíðum myndir sem sýna glögglega hvar loðnutorfur eru, utan hefðbundinna leiðarlína rannsóknarskipa,“ segir hann. „Skipstjórarnir sjá sem sagt töluvert af loðnu á öðrum svæðum en þeim sem ekki falla undir fyrir fram ákveðnar leitarlínur hafrannsóknarskipanna. Loðnan er torfufiskur og það getur verið okkur dýrt að hitta ekki á að mæla torfurnar, sem gætu hugsanlega verið undirstöður vertíðar. Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á rannsóknir, heldur að benda á að allur togaraflotinn er gríðarlega vel tækjum búinn og við eigum hiklaust að nýta okkur allar þær upplýsingar sem hægt er að safna saman,“ segir Hákon Þ. Guðmundsson. Skrifað af Þorgeir 22.10.2024 22:56Loðnuveiðar á árum áður
Skrifað af Þorgeir 21.10.2024 23:20Samherjaskip landa á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 21.10.2024 23:18Staðarey SF 15
Skrifað af Þorgeir 21.10.2024 15:37Palli á Silju EA flakar i Soðið
Skrifað af Þorgeir 19.10.2024 00:06Gullver Ns i bræluskit á Austfjarðamiðum
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1429 Gestir í dag: 73 Flettingar í gær: 899 Gestir í gær: 134 Samtals flettingar: 991395 Samtals gestir: 48506 Tölur uppfærðar: 20.11.2024 22:57:57 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is