10.05.2025 18:55Álag á kerfi vegna gagnamagns
Aukning gagnamagns á gagnasíðum Fiskistofu urðu til þess að kerfið sem sinnir framsetningu gagnanna átti erfitt með að vinna úr þeim og hefur átt það til að frjósa. Fiskistofa upplýsir að búið sé að gera viðeigandi lagfæringar til þess að bregðast við þessu. Greint var frá því fyrr í dag að kerfisvilla leiddi til þess að aflatölur strandveiðibáta á gagnasíðum stofnunarinnar væru bjagaðar. Frétt af mbl.isAflatölur fyrir áhrifum kerfisvillu„Fiskistofa hefur einsett sér að birta gögn á rauntíma og birta eins nákvæm gögn og hægt er. Gagnasíðan er með lifandi gögn, stundum eru skráningar rangar og birtast þá á síðunni vegna þessa og leiðréttast einnig þegar skráningar eru leiðaréttar. Þegar upp koma villur höfum ekki haft þann háttinn á að taka síðuna niður heldur einsetjum við okkur að laga villuna eins fljótt og kostur er,“ útskýrir Fiskistofa. Þá vekur stofnunin sérstaklega athygli á því að gögnin séu birt upplýsingaskyni en „eru ekki grundvöllur fyrir ákvörðunum stofnunarinnar.“ heimild mbl.is / 200milur Skrifað af Þorgeir 10.05.2025 11:42Hav Brim Landar skeljasandi á Dalvik1250 tonnum af Skeljasandi landað í s.l. viku á Dalvík og Krossanesi og farmi ekið til 24 bænda til kölkunar við jarðvinnslu eða á tún. Auk þess fengu bændur í S-Þing. rúm 900 tonn og 340 tonn eru á leið til Reyðarfjarðar sem fer upp á Hérað. Mikilvægt er til að tryggja góð vaxtarskilyrði plantna með réttu sýrustigi jarðvegs þar sem ódýrasta leiðin er að nota skeljasand til kölkunar. Frá þessu segir orðrétt á Fb síðu Búnaðarsambands Eyjafjarðar.
Skrifað af Þorgeir 08.05.2025 23:05Heimaey ve 1 kveður Eyjarnar
Skrifað af Þorgeir 07.05.2025 17:33Sóley Sigurjóns GK 200 heldur til RækjuveiðaNokkar myndir af Sóley Sigurjóns Gk 200 þegar hún fór úr frá Akureyri i kvöld eftir að hafa verið i slipp á Akureyri þar sem að skipið var málað stafna á milli og mart gert sem að tengist hefðbundinni slipptöku enda skipið glæsilegt eftir skveringuna
Skrifað af Þorgeir 04.05.2025 22:35Kristrún Re 177 landar á AkureyriUm helgina kom Frystiskipið Kristrún RE til hafnar á Akureyri en skipið hefur verið undanfarin ár verið á Grálúðuveiðum með net sem að lögð hafa verið i djúpkantana vestur norður og austur af landinu og hafa aflabrög verið með þokkalegasta móti þótt að niðurskurður aflaheimilda sé talsverður hefur það sloppið til hér koma nokkra myndir af skipinu og löndun úr þvi
Skrifað af Þorgeir 02.05.2025 00:06Spánverji kemur til hafnar
Skrifað af Þorgeir 30.04.2025 22:17Sæþór EA 101 kemur til hafnar á DalvikSæþór EA 101 var að koma úr Grásleppuróðri i gær þegar ég átti leið um bryggjuna en talsverðar fræmkvæmdir eru nú i Dalvikurhöfn ma verið að reka niður stálþil þar sem að smábátasjómenn hafa landað afla sinum
Skrifað af Þorgeir 30.04.2025 21:21Hafborg EA landar á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 28.04.2025 23:07Grásleppuróður i Eyjafirði200 mílur | Morgunblaðið | 25.4.2025 | 9:21 Allt fullt af grásleppu en minni kvótiBræðurnir vinna hratt og örugglega saman með verðmæti sjávarins í brakandi logninu. mbl.is/Þorgeir Dóra Ósk Halldórsdóttir Tengdar fréttirGrásleppuveiðar
„Það er algjör snilld að róa á grásleppu í þessu veðri,“ segir Arnþór Hermannsson, skipstjóri á Sæþóri EA 101, en hann fór nýverið með bróður sínum Heimi og Þorgeiri Baldurssyni, ljósmyndara og sjómanni, á veiðar í einmuna blíðu. „Við fórum út klukkan hálfsjö um morguninn í algjöru logni og fórum út með bjarginu út undir múlann í átt að Ólafsfirði. Þar voru dregin einhver 45-50 net og við vorum komnir í land aftur klukkan hálfellefu og búnir að öllu,“ segir Arnþór sem landaði rúmlega tveimur tonnum af grásleppu í Dalvík eftir túrinn. Arnþór segir að tíðin fyrir norðan hafi verið einstök í vetur. „Þegar við byrjuðum 8. febrúar á grásleppunni var logn næstum því í tvo mánuði, og af og til örlítil suðvestangola. Maður man ekki eftir öðru eins veðri hér á þessum árstíma,“ segir hann og bætir við að aðeins hafi í dymbilvikunni komið smá bræla. „Það er það eina sem við höfum séð af norðanátt síðan í byrjun febrúar.“ Skipstjórinn Arnþór segir óskiljanlegt að grásleppukvótinn hafi minnkað um þriðjung frá því í fyrra þegar nóg er af fiski. mbl.is/Þ?orgeir Þegar Arnþór er spurður að því hvernig honum lítist á að grásleppukvótinn hafi verið minnkaður um þriðjung milli ára hnussar hann. „Hafró virðist ekki finna neina grásleppu frekar en nokkuð annað í sjónum. Það hefur aldrei verið jafn góð veiði miðað við netafjölda og í ár, en við höfum verið með líklega helmingi færri net en undanfarin ár en erum samt að veiða betur,“ segir hann og bætir við að í ljósi minni kvóta séu menn ekki að beita sér eins og þeir gætu. Arnþór segir að það verði að hafa betra samband við þá sem stunda veiðarnar og sjái hvernig fiskgengdin frekar en að láta Hafrannsóknastofnun alfarið sjá um að kveða upp með kvótann. „Það á bara að hafa þetta á svipuðu róli og það hefur verið undanfarin ár. Svo er ekki nógu gott hvað Hafró gefur seint upp kvótann. Þegar vertíðin byrjar í byrjun febrúar er ansi seint að gefa það ekki frá sér fyrr en komið er fram í apríl.“ Heimir Hermannsson, bróðir Arnþórs, losar þorsk sem slæddist með í netið í túrnum um daginn. mbl.is/Þ?orgeir Nær að banna loðnuveiðarÞegar Arnþór er spurður hvort Hafrannsóknastofnun verði ekki að passa upp á ofveiði fiskstofna spyr hann að bragði: „Já, og hvernig hefur þeim gengið með það? Humarinn hefur dottið alveg niður og rækjan er dottin niður, svo maður minnist ekki á þorskinn hérna um árið, svo að það er eitthvað annað sem veldur þessu. Svo vilja þeir djöflast við að leita að loðnu, þegar þorskur og fleiri fiskar lifa á henni. Ég held að það væri nær að banna loðnuveiðar næstu árin og sjá hvort staðan lagist ekki umtalsvert. Ekkert vit í því að vera að leita að æti fisksins.“ Nú er Arnþór að verða búinn með grásleppukvótann fyrir þessa vertíð. „Við eigum 2-3 tonn eftir til að fylla kvótann, svo að við klárum þetta núna. Þá eru eftir 48 dagar í strandveiðar, ef valkyrjurnar standa við orð sín. Maður verður að vona það,“ segir hann og bætir við að þá fari sumarið í strandveiðar á Sæþóri og á Guðmundi Arnari EA 102 í netaveiðar á þorski og ýsu. Grásleppan Það er altalað að sjaldan hafi verið jafn mikið af feitri og fagurri grásleppu í sjónum og á þessari vertíð. mbl.is/Þ?orgeir
Skrifað af Þorgeir 28.04.2025 23:04Sólberg ÓF1 á EyjafirðiSólberg Óf 1 kom i krossanes i morgun eftir góðan túr skipið. var i oliutöku þá voru þessar myndir teknar og siðan seinnipartinn þegar skipið lét úr höfn voru hinar teknar
Skrifað af Þorgeir 25.04.2025 23:27Guðrún ÞH 211
Nýjasti Strandveiðibátur Þórhafnarbúa Guðrún ÞH 211 er að verða klár en hann hefur verið i mikilli klössun hjá bátasmiðju Baldurs Halldórssonar á Hliðarenda fyrir ofan Akureyri það sem að helst var gert að skipt var um brú og vél ásamt þvi að hann var lengdur talsvert að sögn Sigurðar Baldurssonar annars eigenda fyrirtækisins
Skrifað af Þorgeir 19.04.2025 00:38Varðskipið Þór í slipp í Noregi
Skrifað af Þorgeir 18.04.2025 16:41Sóley Sigurjóns GK 200
Skrifað af Þorgeir 16.04.2025 22:36Hvalaskoðun og strandveiðar i Eyjafirði
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 702 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 4430 Gestir í gær: 514 Samtals flettingar: 1466241 Samtals gestir: 59466 Tölur uppfærðar: 15.5.2025 07:07:16 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is