23.04.2025 00:35

haldið til veiða

                                                          2588 Þorbjörg ÞH 25 Mynd þorgeir Baldursson 

19.04.2025 00:46

19.04.2025 00:38

Varðskipið Þór í slipp í Noregi

                                                       Varðskipið Þór mynd þorgeir Baldursson 2021

Aðeins eitt til­boð barst í slipp­töku og viðhalds­vinnu við varðskipið Þór en til­boð voru opnuð hjá Fjár­sýslu rík­is­ins hinn 7. apríl sl.

Norska fyr­ir­tækið GMC Yard AS í Stafangri bauð 572.038 evr­ur, jafn­v­irði rúm­lega 82 millj­óna ís­lenskra króna. Er til­boðið langt und­ir kostnaðaráætl­un sem var 1.265.879 evr­ur, jafn­v­irði um 182 millj­óna ís­lenskra króna. Verðin eru án virðis­auka­skatts.

Ekk­ert til­boð barst frá ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um að þessu sinni. Varðskipið Þór hef­ur farið í slipp hér heima í gegn­um tíðina, t.d. hjá Slippn­um á Ak­ur­eyri. Varðskipið Freyja hef­ur ekki farið í slipp á Íslandi, þyngd og breidd skips­ins hef­ur þar áhrif. Íslensku slipp­irn­ir ráða ekki við að taka skipið upp.

Að sögn Ásgeirs Er­lends­son­ar upp­lýs­inga­full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar er ráðgert að Þór fari í slipp­inn í júní. Varðskipið Freyja verður við gæslu­störf við Ísland á meðan

Á dög­un­um tók áhöfn­in á varðskip­inu Þór þátt í æf­ing­unni Arctic Guar­di­an 2025 sem fór að þessu sinni fram í ná­grenni við Tromsø í Nor­egi.

Auk Land­helg­is­gæsl­unn­ar tóku syst­ur­stofn­an­ir frá Kan­ada, Dan­mörku, Finn­landi, Nor­egi, Svíþjóð og Banda­ríkj­un­um þátt í æf­ing­unni sem fór fram á veg­um Arctic Co­ast Guard For­um sem legg­ur áherslu á sam­starf þess­ara sjö norður­skauts­ríkja á sviði leit­ar og björg­un­ar.

Að auki er lögð áhersla á sam­starf á sviði meng­un­ar­varna og ör­ygg­is­mála.

Styrkja sam­starfið

Æfing­unni var ætlað að styrkja sam­starf ríkj­anna sjö vegna viðbragða við at­b­urðum sem kunna að koma upp á norður­slóðum. Bæði sjó- og loft­för komu við sögu á æf­ing­unni sem gekk með mikl­um ágæt­um, að því er fram kem­ur á heimasíðu Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Starfs­menn land­helg­is­gæsl­unn­ar þekkja vel til GMC Yard AS. í Stavan­ger. Varðskipið Freyja fór í slipp­töku og viðhald hjá fyr­ir­tæk­inu í fyrra­sum­ar.

18.04.2025 16:41

Sóley Sigurjóns GK 200

   

                    2262 Sóley Sigurjóns GK 200 OG 1487 Máni EA Hvalaskoðunnarbátur mynd þorgeir Baldursson 
 
 

16.04.2025 22:36

Hvalaskoðun og strandveiðar i Eyjafirði

                              500 Whales og 7899 Harpa Karen á Eyjafirði myndþorgeir Baldursson 

16.04.2025 22:31

Sigrún EA 52

                                        6919 Sigrún EA 52 á Dalvik mynd þorgeir Baldursson 2025

16.04.2025 22:22

Sóley Sigurjóns Gk 200

                      2262 Sóley Sigurjóns GK 200 ex Július Hafstein ÞH 1 mynd þorgeir Baldursson 2025

15.04.2025 09:20

Vörður ÞH 44

                                       2962 Vörður ÞH 44  á Eyjafirði  mynd þorgeir Baldursson 

11.04.2025 09:29

Vorverkin i Bótinni

 

                                                   Vorverkin i bótinni mynd þorgeir Baldursson 

Það eru mörg handtökin i vorverkunum útgerðarfélagi Brimkló (eftir samnefndri hljómsveit )

voru að minnsta kosti önnum kafinn við málningarvinnu i vikunni það eru þau 

Davið Hauksson skipstjóri og Guðrún Kristjánsdóttir útgerðarstjóri sem að ditta hér að bát útgerðarinnar Hörpu Karen þar sem verið var að botnmála og skipta um Zink  

                                     Skipstjórinn og útgerðarstjórinn sinna viðhaldi mynd þorgeir Baldursson 

              Guðrún Kristjánsdóttir útgerðarstjóri mynd þorgeir Baldursson 

                            7899 Harpa karen EA á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

                                7899 Harpa karen á Eyjajafirði i dag 12 april mynd þorgeir Baldursson 

 

05.04.2025 19:06

Vinur Þh Nýr hvalaskoðunnarbátur til Húsavikur

                         Hvalaskoðunnarbáturinn  Vinur við Bryggju á Akureyri myndir Þorgeir Baldursson 

                        Arnar Sigurðsson Skipst og útgerðarmaður i brúnni á Vin þH mynd þorgeir Baldursson 

 

Núna sennipartinn i dag kom til hafnar á Akureyri nýr Hvalaskoðunnar bátur i eigu Frends of Mobydick 

en að þvi standa Arnar Sigurðsson og Fjölskylda  en báturinn er keyptur notaður frá Noregi

þar sem að hann var i ferjusiglingum núna verður hann útbúinn til hvalaskoðunnar

samkvæmt islensku reglum Samgöngustofu hjá slippnum á Akureyri 

hérna koma nokkrar myndir af heimkomunni og frettin úr Morgunblaðinu i dag 10 April 

Góður gangur í hvalaskoðunarferðum frá Húsavík en nýr bátur hefur bæst við hjá Sjóferðum Arnars

Nýr hvalaskoðunarbátur Nýr hvalaskoðunarbátur Sjóferða Arnars á Húsavík kom til Akureyrar í vikunni

en báturinn, sem ber nefnið Vinur, var keyptur í Noregi og siglt hingað til lands.

Báturinn var smíðaður árið 1980, er 20 metrar að lengd og tekur 48 farþega.

Sjóferðir Arnars eru með annan bát í hvalaskoðunarferðum og heitir sá Moby Dick.

Segir Arnar Sigurðsson eigandi fyrirtækisins, sem sjá má á myndinni, að góður gangur sé í hvalaskoðunarferðum á Skjálfanda,

þótt lítils háttar samdráttur hafi verið í fyrra. Hafi lélegar gæftir ráðið þar mestu um og hafi 50 dagar farið í súginn vegna brælu.

Hann segir að bókunarstaðan sá góð og talsvert af hval á Skjálfanda, höfrungar, háhyrningar og hnúfubakur, sem mest sé af.

                                       Hvalaskoðunnarbáturinn Vinur ÞH mynd þorgeir Baldursson 

                                  Sprigurinn klár Kristján Þorvarðasson mynd þorgeir Baldursson 6 April 2025

                               Þiðrik Unasson og Kristján Þorvarðarsson mynd þorgeir Baldursson 

                                      Arnar Sigurðsson eigandi og Bjarni Bjarnasson mynd þorgeir Baldursson 

          Þeir bræður Ægir Guðmundur og Sigmundur  voru mættir til að takavið endunum mynd þorgeir Baldursson 

04.04.2025 22:19

Cuxhaven NC 100

                          Cuxhaven NC 100  i slipp á Akureyri  fyrir skömmu mynd þorgeir Baldursson 

11.03.2025 10:41

Finnur EA 245

                                            Netafiskur af Finni EA 245 mynd  þorgeir Baldursson 

04.03.2025 23:43

Ölduhæð 10 metrar og djöflagangur engu líkur

 

                          Bergey Nu Bergur Ve og Vestmannaey Ve við bryggju á Akureyri mynd þorgeir  Baldursson 

Vestmannaey VE landaði í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær og Bergur VE landaði þar í dag. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, talaði mest um veðrið við tíðindamann Síldarvinnslunnar.

„Það er ekki einleikið hvernig veðrið lætur við okkur þessa dagana. Það hefur í sannleika sagt verið djöfullegt. Janúar var í lagi veðurfarslega en febrúar var slæmur og þessir fyrstu dagar í mars hafa verið skelfilegir. Þegar við vorum á landleið var ölduhæðin 10 metrar og djöflagangurinn engu líkur. Þetta var stuttur túr hjá okkur. Við vorum að veiðum á Ingólfshöfða í tvo sólarhringa og fengum þar 60 tonn, mest ýsu. Svo gerðist það að allir skjár um borð duttu út og við urðum að koma okkur í land og láta lagfæra tölvukerfið og það gekk vel. Á þessum slóðum sem við vorum á er ekki jafnmikil fiskgegnd og í fyrra. Vertíðarfiskur er ekki kominn þarna. Líklega hefur loðnuleysið þessi áhrif,” sagði Egill Guðni. Vestmannaey hélt til veiða á ný í gær

Jóni Valgeirssyni, skipstjóra á Bergi, var einnig tíðrætt um veðrið.

„Við lönduðum á Djúpavogi sl. fimmtudag. Það var langmest ýsa sem fékkst á Ingólfshöfðanum. Það var þokkalegt veður í þeim túr. Síðan var haldið í Lónsbugtina og þá breyttist veðrið til hins verra. Sannleikurinn er sá að tíðarfarið hefur verið ógeðslegt að undanförnu. Í Lónsbugtinni fékkst skarkoli, þorskur og ýsa. Síðan var haldið á Ingólfshöfðann og þar fengum við þorsk í bölvaðri skítabrælu. Við erum svo að landa 63 tonnum í Eyjum í dag og erum fegnir að hvíla okkur á látunum,” sagði Jón.

03.03.2025 21:30

Cuxhaven Nc 100

                                                        Cuxhaven Nc 100  mynd þorgeir Baldursson 

03.03.2025 19:48

Bjarni Sæmundsson HF 30 kveður Hafró

   2350 Árni Friðriksson HF 200 OG 1131 Bjarni Sæmundsson HF 30 við Höfuðstöðvar Hafró mynd þorgeir Baldursson 

 

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur verið selt til Holberg Shipping í Noregi og kveður því Hafrannsóknastofnun og heimahöfn í Hafnarfirði eftir ríflega 54 ára dygga þjónustu. Smíðasamningur var undirritaður 11. mars 1969, skipinu hleypt af stokkunum 27. apríl 1970 en það kom til Reykjavíkur þann 17. desember 1970. Frá þessu segir á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar.

 

Nýlunda í íslensku skipi

Vel var vandað til smíði Bjarna Sæmundssonar og í skipinu var ýmis nýr búnaður sem ekki hafði áður verið settur í íslensk skip. Í því eru dísel rafstöðvar sem knýja rafmótor sem knýr skipið áfram. Vélarrúm skipsins er sérstaklega einangrað og vélar og rafalar á sérstöku gúmmíundirlagi til þess að minnka hávaða og titring. Þessi búnaður var á sínum tíma alger nýlunda í íslensku skipi og síðan hefur hann aðeins verið settur í eitt annað íslenskt skip, þ.e. hafrannsóknaskipið Árna Friðriksson sem kom nýtt til landsins árið 2000. Innleiðing þessarar tækni á sínum tíma leiddi til töluverðs sparnaðar á olíunotkun.
Bjarni Sæmundsson lagði upp í sinn fyrsta rannsóknaleiðangur þann 6. janúar 1971. Skipið hefur gengt fjölþættum verkefnum í sambandi við íslenskar hafrannsóknir en stærstur hefur þar verið hlutur rannsókna á uppsjávar- og botnfiskum, ásamt sjó- og svifrannsóknum.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 508
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 1424774
Samtals gestir: 58041
Tölur uppfærðar: 25.4.2025 02:25:07
www.mbl.is