19.10.2022 14:38

Norrona siglir ekki yfir hávetur 2023

                                 Norrona við bryggju á Seyðisfirði mynd þorgeir Baldursson 2022

Norræna mun hætta siglingum til Íslands yfir háveturinn frá og með næsta ári.

Þetta kemur fram á vef Kringvarpsins í Færeyjum þar sem fram kemur að fyrsta brottför Norrænu til Íslands á næsta ári

verði þan 22. mars 2023. Síðasta ferð frá Íslandi það ár verði 22. nóvember.

Smyril Line, rekstraraðili skipsins, segir að með þessu sé verið að draga úr eldsneytiseyðslu. 

Í frétt Krinvarpsins segir að með þessu vonist Smyril Line til að ekki verði gerðar fleiri breytingar á áætlunarferðum Norrænu,

sem stoppar á Seyðisfirði þegar skipið kemur hingað til lands.

 

12.10.2022 20:47

Árshátið Samherja haldin i Gdansk

                                         Áhafnir og makar skipanna  ásamt stjórnendum Samherja Hf ganga um borð i flugvél sem að flytur þau til Gdansk á Árshátið Fyrirtækisins mynd þorgeir Baldursson 

                                                            Björn Már Björnsson og frú voru spennt að komast á Árshátiðina myn þorgeir Baldursson 

                                                                        Leiguvel Niceair i flugtaki i morgun með tæplega 200 farþega á leið á Árshátiðina i Póllandi mynd þorgeir Baldursson 12 okt 2022

af mbl.is 

myndir Þorgeir Baldursson 

Það var líf og fjör á flug­vell­in­um á Ak­ur­eyri í morg­un þegar starfs­menn Sam­herja voru þar sam­an­komn­ir til þess að fljúga til Gdansk í Póllandi en fyr­ir­tækið held­ur árs­hátíð sína þar í landi um kom­andi helgi. Alls munu þúsund manns mæta á árs­hátíðina.

Fyrsta vél­in flaug út frá Ak­ur­eyri klukk­an 10 50  í morg­un. Síðdeg­is í dag fer önn­ur og á morg­un fer sú þriðja í loftið. Ein vél fer svo frá Kefla­vík. 

Sam­kvæmt heim­ild­um Smart­lands eru mik­il veislu­höld fram und­an um helg­ina í Póllandi og verður flogið út með ís­lenska skemmtikrafta til að skemmta mann­skapn­um. 

Veislu­höld­in ættu ekki að setja stórt strik í reikn­ing­ana hjá Sam­herja sem á síðasta ári hagnaðist um 5,5 millj­arða króna eft­ir skatta. Hagnaður sam­stæðu Sam­herja, en þar und­ir er meðal ann­ars Síld­ar­vinnsl­an hf., nam svo 17,8 millj­örðum króna.

11.10.2022 15:12

Notast við Gretti sterka í Breiðafirði

 

Ný Breiðafjarðarferja væntanleg um áramót skv. innviðaráðherra

                                           Grettir sterki er dráttarbátur í eigu Skipaþjónustunnar í Reykjavík.Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Af vef Fiskifretta 

Vegagerðin í samvinnu við Sæferðir og Stykkishólmsbæ hefur tekið á leigu dráttarbátinn Gretti Sterka. Báturinn verður til taks á Breiðafirði meðan beðið er eftir nýrri Breiðafjarðarferju í stað Baldurs. Það eru Sæferðir sem sjá um mönnun dráttarbátsins en með því á að tryggja að fyrsta viðbragð við atvikum á Breiðafirði verði eins og best verður á kosið miðað við aðstæður. Greint er frá þessu í www.skessuhorn.is.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðarráðherra sagði á vef www.bb.is 5. september sl. að ný Breiðafjarðarferja væri væntanleg til landsins um áramót og að; „tímabært sé að nýtt skip taki við þjónustunni þar sem núverandi skip er barn síns tíma. Á meðan beðið er eftir nýju skipi verður tryggt að dráttarbátur verði til staðar í Breiðafirði,“ sem varð svo raunin í byrjun vikunnar þegar Grettir Sterki kom til Stykkishólms.

Siglingar yfir Breiðafjörð falla undir þjónustu Vegagerðarinnar og hefur hún nú um nokkurt skeið haft öll sín spjót úti við leit að „nýjum Baldri“. Skessuhorn kallaði eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðuna, hvort búið væri að finna skip og hvort sá tímarammi sem innviðarráðherra gaf upp stæðist. Sólveig Gísladóttir, sérfræðingur á samskiptadeild Vegagerðarinnar, segist ekki geta staðfest að nýtt skip væri væntanlegt um áramót. Verið sé að undirbúa útboð sem verði auglýst á næstu vikum. „Í útboðinu er óskað eftir öðru skipi til þess að leysa Baldur af og það eru þá líklega einhver tímamörk á því sem gæti passað að séu öðru hvorum megin við áramót,“ segir Sólveig. Þá fengust ekki upplýsingar um hvort horft sé til leigu eða kaups á nýrri ferju.

Nú nýlega hafa með stuttu millibili komið upp tvær alvarlegar bilanir í vél Baldurs sem olli því að skipið varð vélarvana. Þá hefur bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar síðustu misseri ítrekað lagt áherslu á að annað skip hefji siglingar yfir Breiðafjörð sem allra fyrst þar sem núverandi ferja standist ekki nútímakröfur. Bæjarstjórnin fagnar því að nú sé búið að bregðast við ákallinu og bæta viðbúnað.

Grettir sterki er einn þriggja dráttarbáta sem bræðurnir Bragi og Ævar Valgeirssynir, eigendur Togskipa, dótturfélag Skipaþjónustunnar, keyptu frá Nígeríu árið 2018. Báturinn er 28 metra langur og með 50 tonna togkrafti. Sagt frá umsvifum og rekstri þeirra bræðra í Fiskifréttum í nóvember 2019.

                                                                    2975 Grettir Sterki i flothvinni i Hafnarfirði fyrir skömmu mynd þorgeir Baldursson 2022

11.10.2022 08:13

Sildarlöndun Jón Kjartansson

                                   2949 Jón Kjartansson Su 111 mynd þorgeir Baldursson 2022

 

09.10.2022 20:08

Brælubinding á Jóni Kjatanssyni su 311

         Jón kjartansson su 311 var vel bundin við bryggjuna á Reyðarfirði i dag Mynd þorgeir Baldursson 9 okt 2022

07.10.2022 00:00

Eskifjörður Egersund og Fenrir

         Netaverkstæði Egersund og fóðurpramminn Fenrir við bryggju á Eskifirði Mynd Þorgeir Baldursson 2022

04.10.2022 23:29

Útskipun á sild til Canada

Útskipun á síld til Kanada

04. 10. 2022

Það er svo sannarlega líf og fjör í firðinum fagra þessa dagana, en í gær var skipað út um 516 tunnum, sem eru tæp 50 tonn, af síldarbitum sem fara til Kanada. En þennan sama dag var landað um 110 tonnum af bolfiski úr Ljósafellinu. 

                                                         1277 Ljósafell SU 70 Mynd Þorgeir Baldursson 

Síld er nýtt í mikinn fjölda ólíkra neytendaafurða og eru fáar ef nokkra fisktegundir nýttar á jafn fjölbreyttan hátt og síld. Það er ekki bara að síldin sé verkuð heil í salt, heldur er verið að skera hana og flaka með ýmsum hætti.

Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

 

 

04.10.2022 23:25

Guðrún Þorkelsdóttir su 211

                 2944 Guðrún Þorkelsdóttir Su 211 mynd þorgeir Baldursson 2 okt 2022

03.10.2022 22:20

01.10.2022 05:45

Nýr Þór björgunnarskip til Eyja I dag

                          3023 Þór björgunnarskip landsbjargar i vestmannaeyjum mynd Eirikur Sigurðsson 2022

                                     3023 Þór i Reykjavikurhöfn mynd Eirikur Sigurðsson 2022

                                  3023 Þór leggur af stað i siglingu til Vestmannaeyja mynd Eirikur Sigurðsson 

Nýtt björg­un­ar­skip Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar kom til hafn­ar í Reykja­vík í dag en form­leg af­hend­ing skips­ins verður í heima­höfn þess í Vest­mann­eyj­um laug­ar­dag­inn 1. októ­ber, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá Lands­björgu. Þar seg­ir að skipið mun fá nafnið Þór.

Um er að ræða fyrsta skipið af þrem­ur sem Lands­björg hef­ur gengið frá kaup­um á. Þetta er fyrsti liður í stærra verk­efni er snýr að end­ur­nýj­un allra 13 björg­un­ar­skipa fé­lags­ins og er áætlað að með nýj­um skip­um stytt­ist viðbragðstími Lands­bjarg­ar á sjó allt að helm­ing.

Sjóvá hef­ur veitt 142,5 millj­óna króna styrk vegna smíði fyrstu þriggja björg­un­ar­skip­anna.

„Smíði nýju skip­anna er stærsta fjár­fest­ing sem Slysa­varn­ar­fé­lagið Lands­björg hef­ur ráðist í frá upp­hafi. Svona veg­leg­ur styrk­ur frá Sjóvá er afrakst­ur ára­tuga trausts sam­starfs, og ger­ir okk­ur kleift að hefja smíði fyrstu þriggja skip­anna,“ seg­ir Kristján Þór Harðar­son, fram­kvæmda­stjóri Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar.

„Við vilj­um þakka Sjóvá fyr­ir þetta rausn­ar­lega fram­lag. Það kom inn í verk­efnið á afar mik­il­væg­um tíma­punkti og gerði það að verk­um að við gát­um hafið smíði á fyrsta skip­inu. Við erum þakk­lát fyr­ir traustið sem Sjóvá sýndi okk­ur með því að leggja svo mikið fram þegar skip­in voru aðeins teikn­ing­ar á blaði,“ seg­ir Kristján.

Hvert á 285 millj­ón­ir

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að hvert hinna þriggja skipa kost­ar um 285 millj­ón­ir króna og var með sam­komu­lag –i sem gert var í janú­ar 2021 milli rík­is og Lands­bjarg­ar – tryggð allt að helm­ings fjár­mögn­un þess­ara skipa. Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg hafði safnað í ný­smíðasjóð í nokk­urn tíma sem tryggði enn frek­ar getu fé­lags­ins til að ráðast í þetta verk­efni.

„Með nýj­um björg­un­ar­skip­um verður bylt­ing í viðbragðstíma og aðbúnaði fyr­ir áhafn­ir og skjól­stæðinga. Skip­in skipta miklu máli fyr­ir ör­yggi sjófar­enda í kring­um landið og eru einnig hönnuð með það í huga að geta aðstoðað við björg­un­ar­verk­efni á landi, s.s. með því að tryggja fjar­skipti á fá­förn­um stöðum ef þörf kref­ur,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni

„Við hjá Sjóvá erum stolt og ánægð að geta stutt Lands­björg í þessu stóra og mik­il­væga verk­efni. Það er mikið gleðiefni fyr­ir okk­ur Íslend­inga að fá ný björg­un­ar­skip sem munu gjör­bylta ör­yggi sjófar­enda á haf­inu í kring­um landið og þjón­usta byggðir þess um leið," seg­ir Her­mann Björns­son, for­stjóri Sjóvá.

Næsta skip til Siglu­fjarðar

Nýju björg­un­ar­skip­in þrjú eru smíðuð hjá KewaTec í Finn­landi. Áætluð af­hend­ing á öðru skip­inu er fyr­ir árs­lok 2022 á Sigluf­irði. Smíði á þriðja skip­inu hefst síðan í janú­ar 2023 og af­hend­ing á því verður eft­ir mitt það ár.

Áfram er unnið að fjár­mögn­un tíu björg­un­ar­skipa til viðbót­ar.

26.09.2022 22:34

Áhöfnin veðurteppt

                  1661 Gullver Ns 12 i Hafnarfjaðarhöfn  i siðustu viku mynd þorgeir Baldursson 

Ísfisktogarinn Gullver NS hefur að undanförnu legið í Hafnarfjarðarhöfn á meðan ýmsu viðhaldi hefur verið sinnt í skipinu. Meðal annars hefur aðalvélin verið tekin upp og kælikerfi í lestum endurnýjað. Framkvæmdum við skipið lauk fyrir helgina og var áformað að halda til veiða í gær en óveðrið sem gekk yfir landið setti strik í reikninginn. Áhöfnin var fyrir austan og ekkert var flogið. Steinþór Hálfdanarson skipstjóri segir að nú sé beðið eftir áhöfninni og vonast hann til að flogið verði síðar í dag. „Um leið og áhöfnin kemur verður haldið beint til veiða, skipið er klárt,“ segir Steinþór.

         Viðgerðarmenn að störfum um borð i Gullver Ns 12 mynd þorgeir 
 

Gullver NS hefur að undanförnu legið í Hafnarfjarðarhöfn þar sem viðhaldi hefur verið sinnt.

Meðal annars hefur aðalvél skipsins verið tekin upp. Ljósm. Þorgeir Baldursson

 

26.09.2022 22:16

BARÐI LANDAR KOLMUNNA

Barði NK hélt til kolmunnaveiða frá Neskaupstað sl. föstudag. Vegna veðurs kom hann inn í fyrrinótt með 750 tonn. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Þorkel Pétursson skipstjóra og spurði fyrst hvar veitt hefði verið.„Við veiddum norðarlega í Rósagarðinum. Við vorum komnir í fisk á Hvalbakshallinu og það var töluvert að sjá. Við tókum einungis tvö hol. Í fyrra holinu var dregið í þrjá tíma og aflinn var 250 tonn. Í síðara holinu drógum við í níu tíma og þá fengust rétt tæp 500 tonn. Aflinn var tekinn á 240 – 300 metra dýpi. Það var einungis dregið í myrkrinu vegna þess að fiskurinn dreifir sér þegar birtir. Fiskurinn er töluvert blandaður en ég held að þetta sé alveg fínasta hráefni fyrir vinnsluna. Við munum landa aflanum í fyrramálið og síðan verður haldið rakleiðis út á ný enda á þá veðurofsinn að vera algjörlega genginn niður. Mér líst afskaplega vel á þessa byrjun og það virtist vera fiskur þarna á stóru svæði. Ég er ekki frá því að þarna sé meira að sjá en þegar við hófum þarna veiðar í byrjun október í fyrra,“ segir Þorkell.

25.09.2022 22:42

Sjór flæðir yfir götur og inn í hús á Akureyri

Sjór hef­ur gengið á land á Ak­ur­eyri og flæðir yfir göt­ur og inn í hús niðri á Eyr­inni. Þar sem staðan er hvað verst er um 15 til 20 senti­metra djúpt vatn inni í hús­un­um.

Unnið er að því að hreinsa frá niður­föll­um og dæla vatni, en það geng­ur hægt að sögn Aðal­steins Júlí­us­son­ar, aðal­varðstjóra hjá lög­regl­unni á Ak­ur­eyri.

„Það er svo gríðarleg­ur áhlaðandi hérna, það kem­ur bæði upp á bryggj­urn­ar og upp úr niður­föll­um, yfir garðana og yfir Eyr­ina.

Það er mjög mikið vatn hérna hjá okk­ur og það er verið að vinna í því að dæla þessu burt en það geng­ur hægt.

Það er aðeins far­inn að sjást ein­hver smá ár­ang­ur,“ seg­ir Aðal­steinn í sam­tali við mbl.is

Það er upp í 15 til 20 senti­metra djúpt vatn inni í sum­um hús­um. Þetta er það mesta sem við höf­um séð hérna,“ bæt­ir hann við.

„Okk­ar fólk og björg­un­ar­sveit­ir eru á fullu að hreinsa upp úr niður­föll­um, niður­föll­in eru orðin mikið stífluð. Það er unnið í því að finna niður­föll og hleypa niður.“

Unnið að verðmæta­björg­un 

Aðal­steinn seg­ir þetta ger­ast bæði vegna sjáv­ar­stöðunn­ar sem er hærri en geng­ur og ger­ist og mik­ils áhlaðanda. „Það stend­ur hérna beint inn fjörðinn.

Gæsl­an hafði varað við hárri sjáv­ar­stöðu og Veður­stof­an, en þetta er sér­stak­lega slæmt hérna niðri á Oddeyr­inni.“

Hann seg­ir bæ­inn hafa gert ein­hverj­ar ráðstaf­an­ir vegna viðvar­ana um háa sjáv­ar­stöðu, en sjógang­ur­inn sé svo mik­ill að það hafi ekki dugað til.

Sjór hef­ur flætt hef­ur inn í ein­hver íbúðar­hús en aðallega er um að ræða at­vinnu­hús­næði.

„Það eru fisk­vinnsl­ur þarna niður frá, vélsmiðjur, söluaðilar með bú­vél­ar og það er all­ur fjár­inn þarna niður frá, þannig að það eru mik­il verðmæti und­ir. Það er verið í verðmæta­björg­un. Bjarga hlut­um upp fyr­ir þurrt.“

Þær göt­ur sem mest hef­ur flætt yfir eru Norður­gata, Gránu­fé­lags­gata og Eiðsvalla­gata og biðlar lög­regla til fólks að aka ekki um þær göt­ur.

Raf­magns­laust var á Ak­ur­eyri í skamm­an tíma rétt eft­ir há­degi en raf­magn er nú komið aft­ur á bæ­inn, að sögn Aðal­steins.

Hér að neðan er myndasyrpa dagsins heimild mbl.is myndir Þorgeir Baldursson 

               Flutningaskipið Vermland við bryggjuna mynd þorgeir Baldursson 25 sept 2022

                        Sjó dælt úr húsum við strandgötu mynd þorgeir Baldursson 25 sept 2022

              Blikk og tækniþjónustan er i kaldbaksgötu þar flæddi i mikið magn mynd þorgeir Baldursson 

                                    hátt sjávarborð i Kaldbaksgötu mynd þorgeir Baldursson 25 sept 2022

               sjálfboðaliðar og slökkvuliðsfólk mokar sandi i poka mynd Þorgeir Baldursson

                       alltað 25 cm sjór i kaldbaksgötu  i dag og allir i stigvélum mynd þorgeir Baldursson 25sept

                   Skútur við siglingaklúbbinn og norðan fræsingur mynd þorgeir Baldursson 25 sept

           Helgi eigandi Vitans og Björgunnarfólk taka stöðuna i matsalnum á vitanum mynd þorgeir Baldursson 

           Gunni og hans  menn hjá Verkval mættir á staðinn með öflugar græjur mynd þorgeir Baldursson 

           Þórsnes SH 108 sleit af sér fastsetningartóg hafnarverðir að binda betur mynd þorgeir Baldursson 

                        Þórsnes SH 108 og Seifur mynd þorgeir Baldursson 25 sept 2022

           Miklu magni af Grjóti og rusli hefur skolað uppá bryggjurnar mbl.is þorgeir Baldursson 25 sept 2025
 
 

 

 

24.09.2022 21:26

Þórir SF 77 áhöfninni sagt upp

Allri áhöfn Þóris SF 77 hefur verið sagt upp og verður skipinu lagt vegna niðurskurðar aflaheimilda. 

og það taka gildi um næstu mánaðarmót og munu skipverjar sem að flestir eru frá Hornafirði fá pláss 

á öðrum skipum útgerðarinnar eftir þvi sem kostur er  Skinney / þinganes er eigandi Þóris Sf 77

                       2731 Þórir SF 77 kemur til hafnar i Þorlákshöfn i vor mynd þorgeir Baldursson 2022

24.09.2022 21:19

Brim kaupir Sólborg RE og veiðiheimildir

                                                  3013 Sólborg RE 27 mynd þorgeir Baldursson 2022

Brim hefur gengið frá samkomulagi við Útgerðarfélag Reykjavíkur um kaup á félaginu RE 27 ehf. en eignir þess eru frystitogarinn Sólborg RE og veiðiheimildir.

Í Brims til Kauphallarinnar kemur fram að verðmæti eigna RE 27 séu 88.5 milljónir evra, eða sem nemur 12,4 milljörðum króna.

Skuldir RE 27 hjá viðskiptabanka nema 81.5 milljónum evra og mun Brim yfirtaka þær. Kaupverð félagsins er því 7 milljónir evra, eða rúmur milljarður króna, sem verða greiddar við frágang viðskipta og eftir að búið er að uppfylla hefðbundna fyrirvara. Fram kemur að verðmæti kvóta í viðskiptunum miðist við markaðsverð í dag og óháð mat skipasala á Sólborgu RE.

Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR) er stærsti hluthafi Brims með 43.97% hlut. Eigandi ÚR er Guðmundur Kristjánsson sem er jafnframt forstjóri Brims.

„Markmið þessara viðskipta er að efla uppsjávarsvið Brims og styrkja uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði. Þá eykur félagið getu sína til veiða á Norðurslóðum,“ segir í tilkynningunni.

Aflahlutdeild Brims upp í 11,82%

Keyptar veiðiheimildir á Íslandsmiðum eru 5.84% aflahlutdeild í loðnu, 3.39% í makríl, 11.42% í gulllaxi og 16.86% af þorskveiðikvóta Íslendinga í Barentshafi. og því eykur viðbótarkvótinn í makríl og gulllaxi aflaheimildir Brims úr 11.56% af heildarþorskígildistonnum í 11.82%. Ekki er komin úthlutun í loðnu fyrir þetta fiskveiðiár og þar af leiðandi er loðnan 0 þorskígildi í dag.

Aflahlutdeild Brims fer úr 11,56% í 11,82% af heildarþorskígildistonnum við viðskiptin. Tekið er þó fram að aflaheimildir í loðnu séu ekki komnar til úthlutunar á þessu ári og heimildir til þorskveiða í Barentshafi eru ekki taldar með í heildaraflaheimildum

Á síðasta ári fóru heildaraflaheimildir Brims í 14.19% við mikla úthlutun á loðnukvóta, þá var ígildisstuðullinn 0,36 í loðnu en er fyrir þetta fiskveiðiár 0,11..

„Á undanförnum árum hefur Brim fjárfest í auknum aflaheimildum m.a. með kaupum á félögunum Ögurvík í Reykjavik og Kambi í Hafnarfirði og hafa þau viðskipti bætt afkomu félagsins til muna og aukið arðsemi rekstrarins.“

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 346
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119472
Samtals gestir: 52250
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02
www.mbl.is