19.08.2022 22:06

Selja dótturfélagi Sólborgu á 12,3 milljarða

                                                     3013 Sólborg RE 27 Mynd þorgeir Baldursson 18 ágúst 2022

Stjórn Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur hf. (ÚR) hef­ur ákveðið að selja frysti­tog­ar­ann Sól­borgu RE-27 ásamt allri afla­hlut­deild ÚR í mak­ríl, loðnu, veiðiheim­ild­ir í Bar­ents­hafi og 11,42% af afla­heim­ild­um í gullaxi, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Þar seg­ir að kaup­and­inn sé óstofnað dótt­ur­fé­lag að fullu í eigu ÚR og að sölu­verðmætið sé 12,3 millj­arðar króna. Þá var bók­fært virði eign­anna 41,7 millj­ón­ir evra um síðustu ára­mót, jafn­v­irði um 5,8 millj­arða ís­lenskra króna, eða um 8,3% af eign­um ÚR eins og þær voru um síðustu ára­mót í sam­stæðuárs­reikn­ingi ÚR.

Áhöfn­inni sagt upp í sum­ar

Áætlan­ir ÚR gera ráð fyr­ir að skipið verið gert út í óbreyttri mynd í eigu hins óstofnaða fé­lags.

Fyrr í sum­ar var sagt frá því að allri áhöfn Sól­borg­ar hefði verið sagt upp og að til stæði að kaupa annað skip.

Run­ólf­ur Viðar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri, seg­ir í sam­tali við 200 míl­ur að ekki sé til skoðunar nú að festa kaup á nýju skipi. „Þegar verið er að reka stórt fyr­ir­tæki er alltaf verið að skoða marga mögu­leika og sí­fellt þörf á að taka ákv­arðanir eft­ir breytt­um aðstæðum,“ seg­ir hann og kveðst ekki ætla að tjá sig öðru leiti.

Þegar til upp­sagn­anna kom í sum­ar hafði ÚR gert skipið út í minna en ár, en upp­haf­leg­ur til­gang­ur kaupa ÚR á Sól­borgu var sagður vera veiðar í Bar­ents­hafi. Lög­saga Rúss­lands lokaðist fyr­ir ís­lensk­um skip­um í kjöl­far inn­rás­ar Rúss­lands í Úkraínu.

Lokun lögsögu ástæða uppsagna?

Frétt af mbl.is

Lok­un lög­sögu ástæða upp­sagna?

Frétt­in var upp­færð kl 16:04 með svör­um Run­ólfs Viðars Guðmunds­son­ar.

heimild mbl.is 

18.08.2022 14:35

Danskt varðsskip i slippnum á Akureyri

                                                     Danskta varðskipið    mynd þorgeir Baldursson  2022

 

 

 

17.08.2022 00:18

Ljósafell og Hoffell i Heimahöfn

            1277 Ljósafell SU 70 og   3035  Hoffell SU 80 við Bryggju á Fáskrúðsfirði i dag mynd þorgeir Baldursson 

 

Hoffell verður í fyrramálið með rúm 1.300 tonn af Makríl.   Veiðin var mjög róleg fyrri hluta túrsins.   Veiðin glæddist síðan í lokin og fékk Hoffellið 1.000 tonn síðustu 40 tímanna.

Hoffell hefur fengið rúm 5.000 tonn af makrílvertíðinni þar af 4.600 tonn af Makríl.

Hoffell fer út strax að lokinni löndun. 

Ljósafell kom inn í morgun með tæp 100 tonn.  Aflinn var 40 tonn þorskur, 35 tonn Ufsi, 15 tonn karfi, 10 tonn Ýsa og annar afli.

11.08.2022 23:17

Davið og Goliat á Fáskrúðsfirði

    2992  Baldvin Njálsson Gk 400 og fiskeldisbáturinn saga 2932 á Fáskrúðsfirði i vikunni mynd þorgeir Baldursson 

07.08.2022 13:53

Springnum sleppt

                                                  Springnum sleppt mynd þorgeir Baldursson 2022

                                   springnum sleppt  með miklum tilþrifum mynd þorgeir Baldursson 2022

                                        Ljósafell su heldur til veiða Friðrik Mar og Adda á bryggjunni 

05.08.2022 13:52

Tanað á miðunum á Ljósafelli su 70

Mikil veðurbliða er nú á austfjarðamiðum reyndar svo góð að  nokkrir skipverjar 

á isfisktogaranum Ljósafelli su 70 lögðust i Sólbað eftir hádegið i dag enda 

hitastigið um 16 stig og glampandi sól og er veðurspáin góð fyrir næstu daga

hlýast norðan og austanlands og fiskerii með þokkalegasta móti 

                                   Tanað á hafinu um borð i ljósfelli Su 70 mynd þorgeir Baldursson 5 ágúst 2022

                            Tanað á hafinu um borð i ljósfelli Su 70 mynd þorgeir Baldursson 5 ágúst 2022

                                            Karfapokinn að koma upp mynd þorgeir Baldursson 2022

04.08.2022 00:19

Gullver Ns i veltingi fyrir austan

                                   1661 Gullver NS 12 á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson 2022

02.08.2022 22:55

Hvalur 9 með Langreyð i Hvalfirði

                            997 Hvalur 9 kemur með Langreyð  i Hvalstöðina i morgun mynd þorgeir Baldursson 

        Gömlu Hvalbátarnir og Hvalur 9 mynd þorgeir Baldursson 2022

01.08.2022 09:47

Karfapoki

                                                     Karfapoki  að koma mynd þorgeir Baldursson 2022

29.07.2022 15:07

Góður makrilafli Hjá Hoffelli

29. 07. 2022

Hoffell er á landleið með 1.300 tonn af Makríl og verður aðra nótt á Fáskrúðsfirði. Veiðin var ágæt,  aflinn fékkst á 21/2 sólarhring. 

Hoffell er komið með um 3.400 tonn af Makríl í júlí mánuði. Rúmar 600 mílur er frá miðunum á Fáskrúðsfirði.  Skipið fer út strax eftir löndun.

                               3035 Hoffell Su 80 i löndun á Fáskrúðfirði mynd þorgeir Baldursson 2022

 

 

29.07.2022 08:10

Makrílvertíðin: Stærsta holið 660 tonn

Hjörtur Valsson skipstjóri í brúnni á Vilhelm Þorsteinssyni í morgun/ myndir; Samherji.is/Stefán Pét.

Hjörtur Valsson skipstjóri í brúnni á Vilhelm Þorsteinssyni í morgun/ myndir; Samherji.is/Stefán Pétur Hauksson

                                          Vilhelm Þorsteinsson EA11 mynd þorgeir Baldursson  

Uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, er á leiðinni til Neskaupstaðar með 1.580 tonn af makríl. Stærsta holið var um 660 tonn, sem er jafnframt hið stærsta á vertíðinni. Hjörtur Valsson skipstjóri segir ómögulegt að áætla hvernig vertíðin þróast, makríllinn syndi hratt til norðurs.

 

Landað var úr skipinu í Færeyjum síðasta sunnudag og haldið var aftur áleiðis á miðin um kvöldið. Þau eru norður af Jan Mayen, siglingin var um 600 sjómílur. Hjörtur Valsson segir að veiðarnar hafi gengið vel og hráefnið gott til vinnslu.

Innan við sólarhring að fylla skipið

„Fyrsta holið skilaði okkur um 260 tonnum eftir að hafa dregið í fjóra tíma. Við köstuðum þrisvar sinnum, auk þess sem dælt var yfir til okkar einu holi úr Beiti NK. Þetta er ágætis fiskur eða um 480 grömm. Síðasta holið var mjög stórt, 660 tonn. Samtals vorum við nítján klukkustundir á veiðum í þessum túr. Allur búnaður í skipinu er öflugur og vel gekk að dæla hráefninu í tankana og kæla, þannig að það haldist sem best til vinnslu.“

Makríllinn á hraðferð

 

Siglingatölvan um sýnir vel siglingaleiðina

„Veiðin hefur verið ágæt síðasta hálfa mánuðinn en það er með öllu ómögulegt að sjá fyrir sér hvernig vertíðin þróast. Makríllinn er á hraðferð norður, færir sig um 30 til 50 mílur á sólarhring. Miðin eru austan við Jan Mayen, norðan við 72. gráðu, þannig að siglingin á miðin lengist í raun með hverjum deginum sem líður. Ég held að flotinn hafi aldrei áður sótt svona norðarlega. Þetta þýðir að megnið af túrunum fer í að sigla fram og til baka en á móti kemur að veiðin er nokkuð góð, svo og hráefnið.“

 

Unnið alla verslunarmannahelgina í Neskaupstað

„Það er blíða þessa stundina og sléttur sjór en ég býst við mótvindi á leiðinni. Siglingin til Neskaupstaðar er um 550 sjómílur og við löndum á föstudaginn, sem þýðir að það verður unnið alla verslunarmannahelgina í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Mér skilst að það taki hátt í tvo sólarhringa að vinna hráefnið sem við komum með.“

Strax á miðin að lokinni löndun – Mikilvægi öflugs flota

 

Aflanum dælt um borð og hráefnið strax kælt

„Það er alltaf gaman þegar vel gengur eins og núna. Siglingin á miðin er löng og þá er líka eins gott að flotinn sé öflugur, vel búinn og skili góðu hráefni. Olíukostnaðurinn hefur hækkað mikið og þá kemur sér vel að hafa skip sem nýtir afl vélanna sem best. Við erum átta í áhöfn, allt saman hörku karlar. Skipið er frábært og við erum að landa góðu hráefni. Á vertíð eins og þessari er ekkert verið að spá í verslunarmannahelgina, við höldum á miðin strax að lokinni löndun,“ segir Hjörtur Valsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11.

Heimasiða Samherja www.samherji.is

 

28.07.2022 21:29

Ljósafell Su landar á Fáskrúðsfirði

Ljósafell kom inn í morgun með tæp 60 tonn.

28. 07. 2022

Ljósafell kom inn í morgun með tæp 60 tonn.  Aflinn var 21 tonn Karfi, 17 tonn Þorskur, 8 tonn Ýsa, 8 tonn Utsi og annar afli.

Skipið fer út eftir löndun. 

heimasiða Loðnuvinnslunnar 

                        1277 Ljósafell Su 70 við bryggju á Fáskrúðsfirði i morgun mynd þorgeir Baldursson 2022

                         1277 Ljósafell. su 70 unnið að löndun mynd þorgeir Baldursson 2022
 

23.07.2022 10:20

Góður túr hjá Baldvin Njáls

                                     Baldvin Njálsson GK 400. á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson 2022

Af vef Aflafrétta 

Eftir smá byrjunarörðuleika með frystitogarann Baldvin Njálsson GK þá hefur þetta gengið betur og betur,

 

áhöfn togarans að læra betur á skipið og búnað þess.

 

Togarinn var að koma úr sínum allra stærsta túr núna um miðjan júlí,

 

Togarinn hafði verið á veiðum að mestu fyrir austan land og var Þorsteinn Eyjólfsson skipstjóri á skipinu í þessum túr,

 

togarinn kom í land með fullfermi og ansi vel það.

 

því landað var úr skipinu alls 1400 tonnum .

 

var þetta eftir um 30 daga á veiðum og gerir það um 47 tonn á dag sem er nú feikilega mikill afli á dag

 

af þessu var ufsi 549 tonn.

 

ýsa 584 tonn og þorskur 221 tonn,

 

Aflaverðmætið var líka ansi gott eða  um 630 milljónir króna,

 

það gerir um 450 krónur á kíló,

 

 Kvótinn

Kvótinn í þennan risatúr kom að mestu frá Sigurfara GK og smávegis frá Sigga Bjarna GK,

 

Reyndar er ekki mikill kvóti eftir hjá Nesfisksflotanum eftir þennan risatúr.  

 

Pálína Þórunn GK á 3,4 tonn eftir,  

Siggi Bjarna GK 16,1 tonn,

Benni Sæm GK 8,6 tonn

og Sigurfari GK 1281 tonn, enn mestur kvótinn hefur verið geymdur á Sigurfara GK ,.

 

Allir þessir bátar hafa verið í löngu sumarstoppi, enn allir stoppuðu snemma í júní og fóru allir í 8 vikna stopp,

 

22.07.2022 21:25

Málmey Sk 1

                                                      1833 Málmey Sk 1 mynd þorgeir Baldursson 

 

                                         1833 Málmey Sk 1 mynd þorgeir Baldursson 22 júli 2022 

       Málmey sk 1 á siglingu á Eyjafirði i dag eftir skveringu hjá slippnum á Akureyri 

 

22.07.2022 08:44

Siðasti dagur Strandveiða i gær

                                          1958 Fannar EA 29 mynd þorgeir Baldursson 2022

AF vef Fiskifretta 

Fiskistofa hefur gefið út að síðasti dagur strandveiða sé runninn upp, að óbreyttu. Aflaheimildir verði uppurnar áður en ágústmánuður hefst.

„Samkvæmt rauntíma upplýsingum Fiskistofu eru eftir rétt um 400t  af þorski í pottinum, og hafa þá ekki allar löndunartölur dagsins í dag verið teknar inn. Meðalafli á dag er um 350t og telur Fiskistofa meiri líkur en minni að potturinn klárist á morgun," segir í tilkynningu frá Fiskistofu í gær.

Á vef Landssambands smábátaeigenda sagði þó í gær að miðað við veiði undanfarna daga sé „líklegt að síðasti dagur strandveiða 2022 verði mánudagurinn 25. júlí.   Það fer þó eftir því hver aflinn verður í dag og á morgun og væntanleg veðurspá fyrir mánudaginn.“

„Það gæti alveg gerst að við fáum bara einn eða tvo daga í næstu viku,“ sagði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, þegar Fiskifréttir ræddu við hann í vikunni. Ekki virðist sú spá ætla að rætast úr því sem komið er, en lengi hefur verið fyrirséð að lokað verði á strandveiðar áður en ágústmánuði lýkur, rétt eins og gerðist í fyrra og hittifyrra. Þorskaflinn er kominn yfir 10.000 tonn, sem þýðir að ekki eru nema um þúsund tonn eftir að heimildum sumarsins. Að meðaltali hefur þorskaflinn verið 232 tonn á dag hjá þeim 710 bátum sem landað hafa afla.

Í vor var gefin út reglugerð sem heimilar bátunum að landa 10.000 tonnum af þorski, auk 1.000 tonna af ufsa og 100 tonna af gullkarfa. Í byrjun júlí bætti Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra 1.074 tonnum af þorski í þennan pott, en ljóst er að það dugar ekki til að veiðar haldi áfram út ágústmánuð. Enn bendir fátt til þess að meira eigi eftir að bætast við.

Yfir 700 bátar

Yfir 700 bátar hafa verið að veiðum og hafa þeir ekki verið fleiri síðan 2012. Örn segir ósköp eðlilegt að fleiri leiti í strandveiðarnar.  Verð í hæstu hæðum og aflaheimildir kvótabáta verið skertar.

„Það er bara sjálfsagður hlutur og leiðir til þess að meiri afla þarf í kerfið.  Þegar um handfæraveiðar á aldrei að hika við það að hugsa til þess að það verði nóg í 48 daga kerfinu. Þetta er eins og með línuívilnun og annað slíkt. Það er öllum opið, en ákveðnar reglur sem þarf að fara eftir.“

Spurður út í hagkvæmni strandveiðanna samanborið við aðrar veiðar stendur ekki á svari:

„Meðalverð er yfir 400 krónur fyrir kílóið, og það er 28-30% hærra en verðlagsstofuverðið. Þetta þýðir náttúrlega meiri tekjur fyrir hafnir og aðra þjónustuliði sem taka mið af aflaverðmæti.  Skilar sér í hærri tekjum fyrir byggðirnar. Eins fyrir þessar litlu vinnslur, að halda þeim gangandi og mörkuðum erlendis yfir sumarið. Þetta er algerlega klárt mál og það á ekkert að hika við að tryggja 48 daga til strandveiða.“

Fjórir milljarðar

Landssamband smábátaeigenda tekur reglulega saman tölur um strandveiðar, unnar upp úr tölum frá Fiskistofu, og birtir á vef sínum.

Þar kemur fram að aflaverðmætið það sem af er vertíðinni er áætlað ríflega 4,3 milljarðar og er það 74% meira en á sama tímabili sumarið 2021 þegar verðmætið var komið í 2,5 milljónir.

Kílóverðið fyrir óslægðan þorsk á fiskmörkuðum hefur verið að meðaltali 407 krónur frá 2. maí, þegar veiðarnar hófust, og það er 26% hækkun milli ára. Fyrir ufsann hafa fengist 189 krónur fyrir kílóið og er það hækkun upp á 92%.

Eins og áður hefur aflinn verið langmestur á A-svæðinu, sem nær yfir norðvestanvert landið. Þar hafði nærri 6.400 tonnum verið landað, en það er meira en helmingur alls afla sumarsins.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 346
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119472
Samtals gestir: 52250
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02
www.mbl.is