06.08.2021 12:37Hulda Gk 17
Skrifað af Þorgeir 05.08.2021 00:43MINNA Á MIKILVÆGI SÓTTVARNA
Síldarvinnslan hefur sent frá sér áminningu um mikilvægi sóttvarna á allar starfsstöðvar og skip fyrirtækisins. Covid-19 faraldurinn er á mikilli uppleið á ný, sem hefur orðið til þess að enn á ný hefur verið gripið til sóttvarnaraðgerða af hálfu stjórnvalda. Því er skynsamlegt að gæta áfram varúðar og mælst er til þess að hugað sé að persónulegum smitvörnum til að koma í veg fyrir smit og veikindi. Rétt er að benda á að bólusettir geta borið veiruna og smitað aðra þótt þeir veikist ekki sjálfir. Síldarvinnslan vill einnig fara þess á leit að fólk heimsæki alls ekki starfsstöðvar fyrirtækisins nema brýna nauðsyn beri til og hafi samband áður en komið er í heimsókn. Ef smit kemur upp getur það haft veruleg óþægindi í för með sér fyrir viðkomandi, aðstandendur og vinnufélaga, auk þess sem raunveruleg hætta er á að það muni hafa áhrif á starfsemi fyrirtækisins. Það er því allra hagur að fara áfram varlega og gera það sem hægt er til að lágmarka hættuna á smiti, til dæmis:
Ef svo ólíklega vill til að einhverjir starfsmenn séu ekki bólusettir vill Síldarvinnslan minna á mikilvægi þess og hvetja viðkomandi til að fara í bólusetningu við fyrsta tækifæri. Skrifað af Þorgeir 04.08.2021 18:38Búlandstindur reisir frauðkassaverksmiðju á Djúpavogi. Elís Grétarsson framkvæmdastjóri segir frauðkassana vistvæna. Gerðar hafi verið tilraunir með ýmis önnur efni en þau henti illa fyrir fisk og séu bæði flóknari og erfiðari í framleiðslu.„Hún er náttúrlega ekki risin. Það er bara verið að byrja á grunninum núna,“ sagði Elís Grétarsson framkvæmdastjóri Búlandstind á Djúpavogi þegar Fiskifréttir spurðu hann út í plastkassaverksmiðju sem til stendur að taka í gagnið þar. Hann segir þó stefnt að því að starfsemin hefjist öðru hvoru megin við næstu áramót. Verksmiðjan eigi að geta sinnt allri kassaþörf Búlandstinds, og meiru til ef áhugi annarra vaknar síðar meir. „Jú, það er hugmyndin með þessu. Við erum að flytja ansi mikið loft hérna á milli staða.“ Suma daga er Búlandstindur að senda frá sér allt að sjö flutningabíla af laxi og taka á móti öðru eins af tómum kössum. Skapar atvinnuHingað til hefur Búlandstindur keypt frauðplastkassa frá Tempru og flutt tóma á milli landshluta. Nú verða þeir framleiddir á staðnum og þar með minnkar kolefnissporið. Aðeins tvö fyrirtæki hér á landi hafa framleitt frauðplastkassa, Tempra og Borgarplast. Búlandstindur slátrar fiski frá báðum stóru laxeldisfyrirtækjunum á Austfjörðum, Löxum ehf. og Fiskeldi Austfjarða, en bæði félögin eru að meirihluta í eigu norska fyrirtækisins Måsøval. Elís reiknar með því að nýja kassaverksmiðjan skapi fimm manns á Djúpavogi atvinnu, en alls starfa um 80 manns hjá Búlandstindi og þar er stefnt á að slátra um 20 þúsund tonnum á þessu ári. Minnka kolefnissporið„Þetta eru vistvænir frauðkassar,“ segir Elís, spurður út í það hvort plastið sé ekki orðið illa séð nú til dags. „Við erum að framleiða þetta með raforku sem er græn orka, og við erum að minnka kolefnissporið frá því sem er í dag, og svo eru þessir kassar endurvinnanlegir, 100% endurvinnanlegir, hægt að endurvinna aftur úr þeim.“ Þar að auki henti aðrar umbúðir ekki jafn vel undir sjávarafurðir. Engar umbúðir verji hráefnið betur en frauðplastið, en vissulega sé búið að gera ýmsar tilraunir með önnur efni. „Við prófuðum til að mynda pappakassa og það var í sjálfu sér ekkert út á það að setja, nema hvað framleiðsluferlið er mikið flóknara og erfiðara. Við þurfum mikið á trjám að halda í þeim efnum. Framleiðslan á þeim umbúðum er ekki tilbúin fyrir umheiminn eins og hún er í dag. Við myndum þurfa að hreinsa upp skógana ansi hratt.“ Á hinn bóginn sé þá líka nauðsynlegt að tryggja að umgengnin um frauðplastið sé nógu góð. „Aðallega þá á hinum endanum, að menn skili þessu til endurvinnslu. En í dag er að minnsta kosti komið skilagjald á þetta.“ Skrifað af Þorgeir 04.08.2021 17:30Árvik Þh 258
Skrifað af Þorgeir 03.08.2021 23:11Húmar að kveldi
Skrifað af Þorgeir 03.08.2021 19:57Höfrungur III AK með 800 tonn upp úr sjó
Frystitogarinn Höfrungur III AK er nú í höfn í Reykjavík eftir velheppnaða veiðiferð. Friðrik Ingason, skipstjóri í veiðiferðinni, segir í samtali við heimasíðu Brims að heildaraflinn hafi verið 800 tonn upp úr sjó en skipið var hvort tveggja á Vestfjarðamiðum og SV-miðum. Við fengum mjög góða ýsuveiði á Látragunni og það var alls ekki svo mikið af þorski eða öðrum fisktegundum á slóðinni. Þetta var nánast hrein ýsa og stundum þurftum við ekki að toga í nema 10-15 mínútur til að fá góðan afla. Það var mjög mikið af gullkarfa á ferðinni þegar við komum á Halann en með því að beita lagni gátum við fengið ufsa og þorsk,” segir Friðrik en hann getur þess að karfagengdin hafi orðið til þess að hrekja skipið frá veiðum á Halanum. Út af Barðinu, sem er fyrir utan Halann, hafi þeir hins vegar fengið þokkalega þorsk- og grálúðuveiði. Önnur skip voru búin að gera það gott á þessum veiðum marga daga á undan og þó við höfum rétt náð í skottið á þessari hrotu getur maður ekki verið annað en sáttur við aflabrögðin. Við vorum einnig á Fjöllunum og þar eins og svo víða er gullkarfinn að þvælast fyrir okkur. Okkur tókst þó að veiða sæmilegt magn af ufsa. Það var helst með því að draga trollið á nóttinni að okkur tókst að veiða nokkuð hreinan ufsa og forðast karfann,” segir Friðrik Ingason. Skrifað af Þorgeir 31.07.2021 10:19Viking Jupiter og Gjögrarnir i Eyjafirði
Skrifað af Þorgeir 31.07.2021 10:11Makrilveiðar að glæðastMikið leitað í Smugunni og loksins einhver árangur30/7/2021 | Fréttir Heimasíðan ræddi í morgun við Þorkel Pétursson skipstjóra á Bjarna Ólafssyni AK og spurði hann hvað væri að frétta af makrílskipunum í Smugunni. „Við erum hressari núna en við höfum verið síðustu daga. Við erum loksins komnir í fisk og við og Beitir erum búnir að taka eitt hol. Hvort skip fékk 100 tonn og er aflanum dælt um borð hjá okkur. Þetta er dálítið síldarblandað, ég hugsa að um 30% af aflanum sé síld. Á móti kemur að makríllinn sem fæst hér er 470-480 gramma fiskur, mun stærri en við höfum verið að fá að undanförnu. Þegar við köstuðum vorum við búnir að leita í þrjá sólarhringa ásamt fleiri skipum með hverfandi árangri. Þetta var því mikið reiðileysi og menn eru ósköp fegnir að vera búnir að finna eitthvað. Við erum núna um 460 mílur frá Neskaupstað þannig að þetta er býsna norðarlega. Ef við hefðum ekki fundið þetta hefðum við farið enn norðar, en vonandi gerist þess ekki þörf. Auðvitað er svekkjandi að upplifa trega veiði en hafa ber í huga að í fyrra hófst ekki almennileg veiði í Smugunni fyrr en um mánaðamótin júlí- ágúst,“ segir Þorkell. Skrifað af Þorgeir 30.07.2021 07:47Norska Hafrannsóknarskipið G.O.Sars væntanlegt til Reykjavikur i dag
Skrifað af Þorgeir 29.07.2021 17:4973% strandveiðiafla verið landað
Farið er að síga á seinni hluta strandveiða þessa árs. Þokkalegur gangur hefur verið á veiðunum til þessa. Alls hefur 661 bátur landað afla á strandveiðum í ár. Þó sótti 681 bátur um leyfi til strandveiða og greiddi fyrir. Að sögn Önnu Guðrúnar Árnadóttur, sérfræðings hjá Fiskistofu, hafa síðan 25 bátar þegar skráð sig af strandveiðum. Fyrir afskráningu geta legið ýmsar ástæður, svo sem að báturinn ætli sér á makrílveiðar eða hafi óttast að veiðiheimildir til strandveiða myndu klárast eftir skamma stund þar sem frestur til að afskrá bát rann út á sama tíma og tilkynnt var um auknar aflaheimildir til strandveiða. Önnur ástæða getur verið að bátar með aflamark snúi sér að því að uppfylla veiðiskyldu sína fyrir fiskveiðiáramótin í ágústlok. Jöfn dreifing á milli mánaðaHeildaraflaheimildir í strandveiðum eru, eftir aukningu þann 20. júlí, 12.271 tonn af botnfiski, þar af 11.171 tonn af þorski. Af heildaraflanum hefur 8.742.035 tonnum af kvótabærum botnfiski verið landað, þar af 8.071.277 tonnum af þorski og 611.330 tonnum af ufsa. Alls hefur því rúmum 73 prósentum af heildaraflaheimildum strandveiðanna verið landað. Færa má rök fyrir því að dreifing á afla hafi því verið nokkuð jöfn, þar sem tæplega þrír fjórðungshlutar heimilda hafi verið veiddir þegar þriðji mánuðurinn af fjórum er að klárast. Aflinn dreifist sömuleiðis nokkuð jafnt á milli mánaða en í maí, júní og júlí hefur 2.700-3.000 tonnum verið landað. Svipuð staða var uppi á sama tíma í fyrra þegar 720 tonnum af botnfiski hafði verið bætt við heimildir og voru í heildina 10.720 tonn af þorski. Þá höfðu 663 bátar landað inn á strandveiðikerfið og 81,6 prósentum af heildarafla verið landað. Heimild 200 milur mbl.is Skrifað af Þorgeir 29.07.2021 07:47Sviptur veiðileyfi vegna framhjálöndunar
Fiskistofa hefur svipt Valþór GK 123 leyfi til veiða í atvinnuskyni í fjórar vikur vegna framhjálöndunar. Veiðileyfissviptingin gildir frá og með 24. ágúst til og með 20. september, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Þetta er í annað sinn á þessu sumri að skipið er svipt veiðileyfi vegna framhjálöndunar. Í ákvörðuninni kemur fram að við löndun úr skipinu þann 28. apríl 2021 hafi hafnarstarfsmaður orðið þess var að 572 kg. af þorski voru flutt af löndunarstað án þess að aflinn hafi verið veginn á hafnarvog. Ákvörðunin byggir á því að með þessu hafi verið brotið gegn 1. mgr. 6. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, en þar er mælt fyrir að allur afli fiskiskips skuli veginn á hafnarvog þegar við löndun og 1. mgr. 10. gr. sömu laga þar sem mælt er fyrir um að ekið skuli með landaðan afla rakleitt á hafnarvog. Viðurlög í málinu voru ákveðin með hliðsjón af ítrekunaráhrifum fyrri sviptingar á leyfi skipsins til veiða í atvinnuskyni vegna sambærilegs brots. Skipið var einnig svipt leyfi til veiða í fjórar vikur fyrr í sumar vegna sambærilegs brots. Ítrekunaráhrifa vegna þeirrar sviptingar gætti ekki við ákvörðun viðurlaga í þessu máli þar sem ekki var komin ákvörðun um sviptingu á leyfi skipsins áður en hin ólögmæta háttsemi fór fram sem framangreind svipting tekur til. Skrifað af Þorgeir 28.07.2021 14:51Fleiri selir en í fyrri talningu
Niðurstöður selatalningarinnar miklu, sem fór fram á Vatnsnesi um helgina, benda til að stofninn sé frekar að stækka en minnka. Framkvæmdastjóri Selasetursins telur líklegt að það sé selveiðibanni að þakka.
Fleiri selir en við síðustu talninguTalningin var gerð á rúmlega 100 km svæði á Vatnsnesi og Heggstaðanesi. Öll fjaran var gengin, selir taldir og skráðir. Páll L. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Selasetursins á Hvammstanga, segir að talningin hafi komið vel út. „Við töldum 718 seli sem er talsvert betra en í þrjú síðustu skipti. Síðast þegar við töldum, 2016, fengum við 580 seli. Þannig að við erum alveg mjög kát yfir því að í stofninum skuli ekki vera að fækka heldur í það minnsta standi hann í stað,“ segir Páll. Selveiðibannið að virkaSelir hafa verið taldir á Vatnsnesi frá 2007 og hefur meðaltalið verið 757 dýr. Nú er fjöldi sela því nærri þessu meðaltali. Páll telur þessar tölur gefi vísbendingar um að selveiðibann sem var sett á fyrir um tveimur árum beri árangur. „Það að menn voru ekki að drepa seli við ósa þar sem laxar voru. Mikilvægar upplýsingar til framtíðarPáll segir að upplýsingarnar séu mikilvægar fyrir selarannsóknir næstu áratugina. Stefnt sé að selatalningu á næsta ári og að talningin verði árlegur viðburður. Sjálfboðaliðar víða að töldu selina og voru það jafnt Íslendingar sem útlendingar. Páll gleðst mjög yfir þeim mikla áhuga sem fólk sýndi verkefninu, bæði ferðamenn og fjölmiðlar. „Það var mjög góð þátttaka, í allt voru þetta 58 og það voru 55 sem gengu eða örkuðu Vatnsnes og Heggstaðanes. Þannig að við erum mjög ánægð og þakklát fyrir þennan hóp sjálfboðaliða,“ segir Páll að lokum. Skrifað af Þorgeir 27.07.2021 21:31Stefnir is 28 á útleið frá Isafirði
Skrifað af Þorgeir 27.07.2021 07:42Garðar BA 64 Grotnar niður i Skápadal
60. Garðar BA 64. 1921. Seldur til A/S Sandefjord Hvalfangerselskap (Peder Bogen), Sandefjord. Samantekt Jón Steinar Sæmundsson Af vefsiðu Bátar og bryggjubrölt Skrifað af Þorgeir 27.07.2021 06:55DÖNSK TÆKNI VERÐUR ÁBERANDI Á ÍSLENSKU SJÁVARÚTVEGSSÝNINGUNNI
Danish Export-Fish Tech (sem er hluti af Danska útflutningssambandinu) mun kynna stóran hóp danskra fyrirtækja á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2021. „Danish Export-Fish Tech er staðurinn þar sem þið fáið aðgang að meira en 100 dönskum birgjum sem útvega búnað, lausnir, tækni, kunnáttu og ráðgjöf. Danish Export-Fish Tech skipuleggur Danska sýningarskálann á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2021, þar sem dönsku þátttakendurnir sýna dæmi um sérþekkingu sína, gæði og nýsköpun í búnaði, lausnum og tækni fyrir fiskveiðar, fiskeldi og vinnslu fisks og sjávarafurða. Margra ára reynsla hefur fært dönskum birgjum mikla þekkingu og sérfræðikunnáttu varðandi þarfir og kröfur bæði í fiskveiðum og fiskeldi, sem hefur leitt af sér hugmyndaríkar, sjálfbærar, endingargóðar og fjárhagslega hagkvæmar lausnir fyrir greinina. Aukin áhersla Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2021 á fiskeldi hefur opnað á breiðari hóp danskra birgja,“ segir í frétt frá sýningunni. „Það veitir okkur mikla ánægju að koma með hóp sérfræðinga á Íslensku sjávarútvegssýninguna nú í ár, bæði úr veiðum, eldi og vinnslu til þess að taka þátt í samræðum við íslenska og alþjóðlega aðila sem hafa hagsmuna að gæta og koma að ákvörðunartöku þar rætt yrði um tækifæri og áskoranir í greininni á Íslandi og í Norður-Atlantshafi,” segir Martin Winkel Lilleøre, yfirmaður Danish Export-Fish Tech. „Ef þú setur þig í sambandi við einn af dönsku birgjunum í sýningarskála Danmerkur færðu bæði góða þjónustu og gæðavörur og lausnir.” www.audlindin.is Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 445 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 991866 Samtals gestir: 48544 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:30 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is