28.04.2025 23:07

Grásleppuróður i Eyjafirði

200 mílur | Morgunblaðið | 25.4.2025 | 9:21

Allt fullt af grásleppu en minni kvóti

Bræðurnir vinna hratt og örugglega saman með verðmæti sjávarins í .

Bræðurnir vinna hratt og örugglega saman með verðmæti sjávarins í brakandi logninu. mbl.is/Þorgeir

Morgunblaðið

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

Bókamerki óvirkt Setja bókamerki

Tengdar fréttir

Grásleppuveiðar

 

„Það er al­gjör snilld að róa á grá­sleppu í þessu veðri,“ seg­ir Arnþór Her­manns­son, skip­stjóri á Sæþóri EA 101, en hann fór ný­verið með bróður sín­um Heimi og Þor­geiri Bald­urs­syni, ljós­mynd­ara og sjó­manni, á veiðar í ein­muna blíðu.

„Við fór­um út klukk­an hálf­sjö um morg­un­inn í al­gjöru logni og fór­um út með bjarg­inu út und­ir múl­ann í átt að Ólafs­firði. Þar voru dreg­in ein­hver 45-50 net og við vor­um komn­ir í land aft­ur klukk­an hálfell­efu og bún­ir að öllu,“ seg­ir Arnþór sem landaði rúm­lega tveim­ur tonn­um af grá­sleppu í Dal­vík eft­ir túr­inn.

Arnþór seg­ir að tíðin fyr­ir norðan hafi verið ein­stök í vet­ur.

„Þegar við byrjuðum 8. fe­brú­ar á grá­slepp­unni var logn næst­um því í tvo mánuði, og af og til ör­lít­il suðvestan­gola. Maður man ekki eft­ir öðru eins veðri hér á þess­um árs­tíma,“ seg­ir hann og bæt­ir við að aðeins hafi í dymb­il­vik­unni komið smá bræla. „Það er það eina sem við höf­um séð af norðanátt síðan í byrj­un fe­brú­ar.“

Skipstjórinn Arnþór segir óskiljanlegt að grásleppukvótinn hafi minnkað um þriðjung .

Skip­stjór­inn Arnþór seg­ir óskilj­an­legt að grá­sleppu­kvót­inn hafi minnkað um þriðjung frá því í fyrra þegar nóg er af fiski. mbl.is/Þ?or­geir

Þegar Arnþór er spurður að því hvernig hon­um lít­ist á að grá­sleppu­kvót­inn hafi verið minnkaður um þriðjung milli ára hnuss­ar hann. „Hafró virðist ekki finna neina grá­sleppu frek­ar en nokkuð annað í sjón­um. Það hef­ur aldrei verið jafn góð veiði miðað við neta­fjölda og í ár, en við höf­um verið með lík­lega helm­ingi færri net en und­an­far­in ár en erum samt að veiða bet­ur,“ seg­ir hann og bæt­ir við að í ljósi minni kvóta séu menn ekki að beita sér eins og þeir gætu.

Arnþór seg­ir að það verði að hafa betra sam­band við þá sem stunda veiðarn­ar og sjái hvernig fisk­gengd­in frek­ar en að láta Haf­rann­sókna­stofn­un al­farið sjá um að kveða upp með kvót­ann. „Það á bara að hafa þetta á svipuðu róli og það hef­ur verið und­an­far­in ár. Svo er ekki nógu gott hvað Hafró gef­ur seint upp kvót­ann. Þegar vertíðin byrj­ar í byrj­un fe­brú­ar er ansi seint að gefa það ekki frá sér fyrr en komið er fram í apríl.“

Heimir Hermannsson, bróðir Arnþórs, losar þorsk sem slæddist með í .

Heim­ir Her­manns­son, bróðir Arnþórs, los­ar þorsk sem slædd­ist með í netið í túrn­um um dag­inn. mbl.is/Þ?or­geir

Nær að banna loðnu­veiðar

Þegar Arnþór er spurður hvort Haf­rann­sókna­stofn­un verði ekki að passa upp á of­veiði fisk­stofna spyr hann að bragði: „Já, og hvernig hef­ur þeim gengið með það? Humar­inn hef­ur dottið al­veg niður og rækj­an er dott­in niður, svo maður minn­ist ekki á þorskinn hérna um árið, svo að það er eitt­hvað annað sem veld­ur þessu. Svo vilja þeir djöfl­ast við að leita að loðnu, þegar þorsk­ur og fleiri fisk­ar lifa á henni. Ég held að það væri nær að banna loðnu­veiðar næstu árin og sjá hvort staðan lag­ist ekki um­tals­vert. Ekk­ert vit í því að vera að leita að æti fisks­ins.“

Nú er Arnþór að verða bú­inn með grá­sleppu­kvót­ann fyr­ir þessa vertíð. „Við eig­um 2-3 tonn eft­ir til að fylla kvót­ann, svo að við klár­um þetta núna. Þá eru eft­ir 48 dag­ar í strand­veiðar, ef val­kyrj­urn­ar standa við orð sín. Maður verður að vona það,“ seg­ir hann og bæt­ir við að þá fari sum­arið í strand­veiðar á Sæþóri og á Guðmundi Arn­ari EA 102 í neta­veiðar á þorski og ýsu.

Grásleppan Það er altalað að sjaldan hafi verið jafn mikið .

Grá­slepp­an Það er altalað að sjald­an hafi verið jafn mikið af feitri og fag­urri grá­sleppu í sjón­um og á þess­ari vertíð. mbl.is/Þ?or­geir

                          Ljósmyndarinn mætti að sjálfsögðu á dekk til að hjálpa til mynd Arnþór Hermannson 

                                      Guðmundur Arnar EA102 og Sæþór EA101 mynd þorgeir Baldursson 

28.04.2025 23:04

Sólberg ÓF1 á Eyjafirði

Sólberg Óf 1 kom i krossanes i morgun eftir góðan túr skipið. var i oliutöku þá voru þessar myndir 

teknar og siðan seinnipartinn þegar skipið lét úr höfn voru hinar teknar 

                             2917 Sólberg Óf 1 kemur i Krossanes mynd þorgeir Baldursson 

                                       2917 Sólberg Óf eftir óliutöku i Krossanesi mynd þorgeir Baldursson 

                                       2917 Sólberg ÓF 1 heldur út Eyjafjörð mynd þorgeir Baldursson 

 

25.04.2025 23:27

Guðrún ÞH 211

 

Nýjasti Strandveiðibátur Þórhafnarbúa Guðrún ÞH 211 er að verða klár en hann hefur verið i mikilli klössun

hjá bátasmiðju Baldurs Halldórssonar á Hliðarenda fyrir ofan Akureyri 

það sem að helst var gert að skipt var um brú og vél ásamt þvi að hann var lengdur talsvert að sögn

Sigurðar Baldurssonar annars eigenda fyrirtækisins 

                                  2081 Guðrún ÞH 211 mynd þorgeir Baldursson April 2025

                                  2081 Guðrún ÞH 211 Mynd Þorgeir Baldursson april 2025 

                                                   2081 Guðrún ÞH 211 mynd þorgeir Baldursson April 2025

                     2081 Guðrún ÞH 211 i Prufusiglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

23.04.2025 00:35

haldið til veiða

                                                          2588 Þorbjörg ÞH 25 Mynd þorgeir Baldursson 

19.04.2025 00:38

Varðskipið Þór í slipp í Noregi

                                                       Varðskipið Þór mynd þorgeir Baldursson 2021

Aðeins eitt til­boð barst í slipp­töku og viðhalds­vinnu við varðskipið Þór en til­boð voru opnuð hjá Fjár­sýslu rík­is­ins hinn 7. apríl sl.

Norska fyr­ir­tækið GMC Yard AS í Stafangri bauð 572.038 evr­ur, jafn­v­irði rúm­lega 82 millj­óna ís­lenskra króna. Er til­boðið langt und­ir kostnaðaráætl­un sem var 1.265.879 evr­ur, jafn­v­irði um 182 millj­óna ís­lenskra króna. Verðin eru án virðis­auka­skatts.

Ekk­ert til­boð barst frá ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um að þessu sinni. Varðskipið Þór hef­ur farið í slipp hér heima í gegn­um tíðina, t.d. hjá Slippn­um á Ak­ur­eyri. Varðskipið Freyja hef­ur ekki farið í slipp á Íslandi, þyngd og breidd skips­ins hef­ur þar áhrif. Íslensku slipp­irn­ir ráða ekki við að taka skipið upp.

Að sögn Ásgeirs Er­lends­son­ar upp­lýs­inga­full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar er ráðgert að Þór fari í slipp­inn í júní. Varðskipið Freyja verður við gæslu­störf við Ísland á meðan

Á dög­un­um tók áhöfn­in á varðskip­inu Þór þátt í æf­ing­unni Arctic Guar­di­an 2025 sem fór að þessu sinni fram í ná­grenni við Tromsø í Nor­egi.

Auk Land­helg­is­gæsl­unn­ar tóku syst­ur­stofn­an­ir frá Kan­ada, Dan­mörku, Finn­landi, Nor­egi, Svíþjóð og Banda­ríkj­un­um þátt í æf­ing­unni sem fór fram á veg­um Arctic Co­ast Guard For­um sem legg­ur áherslu á sam­starf þess­ara sjö norður­skauts­ríkja á sviði leit­ar og björg­un­ar.

Að auki er lögð áhersla á sam­starf á sviði meng­un­ar­varna og ör­ygg­is­mála.

Styrkja sam­starfið

Æfing­unni var ætlað að styrkja sam­starf ríkj­anna sjö vegna viðbragða við at­b­urðum sem kunna að koma upp á norður­slóðum. Bæði sjó- og loft­för komu við sögu á æf­ing­unni sem gekk með mikl­um ágæt­um, að því er fram kem­ur á heimasíðu Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Starfs­menn land­helg­is­gæsl­unn­ar þekkja vel til GMC Yard AS. í Stavan­ger. Varðskipið Freyja fór í slipp­töku og viðhald hjá fyr­ir­tæk­inu í fyrra­sum­ar.

18.04.2025 16:41

Sóley Sigurjóns GK 200

   

                    2262 Sóley Sigurjóns GK 200 OG 1487 Máni EA Hvalaskoðunnarbátur mynd þorgeir Baldursson 
 
 

16.04.2025 22:36

Hvalaskoðun og strandveiðar i Eyjafirði

                              500 Whales og 7899 Harpa Karen á Eyjafirði myndþorgeir Baldursson 

16.04.2025 22:31

Sigrún EA 52

                                        6919 Sigrún EA 52 á Dalvik mynd þorgeir Baldursson 2025

16.04.2025 22:22

Sóley Sigurjóns Gk 200

                      2262 Sóley Sigurjóns GK 200 ex Július Hafstein ÞH 1 mynd þorgeir Baldursson 2025

15.04.2025 09:20

Vörður ÞH 44

                                       2962 Vörður ÞH 44  á Eyjafirði  mynd þorgeir Baldursson 

11.04.2025 09:29

Vorverkin i Bótinni

 

                                                   Vorverkin i bótinni mynd þorgeir Baldursson 

Það eru mörg handtökin i vorverkunum útgerðarfélagi Brimkló (eftir samnefndri hljómsveit )

voru að minnsta kosti önnum kafinn við málningarvinnu i vikunni það eru þau 

Davið Hauksson skipstjóri og Guðrún Kristjánsdóttir útgerðarstjóri sem að ditta hér að bát útgerðarinnar Hörpu Karen þar sem verið var að botnmála og skipta um Zink  

                                     Skipstjórinn og útgerðarstjórinn sinna viðhaldi mynd þorgeir Baldursson 

              Guðrún Kristjánsdóttir útgerðarstjóri mynd þorgeir Baldursson 

                            7899 Harpa karen EA á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

                                7899 Harpa karen á Eyjajafirði i dag 12 april mynd þorgeir Baldursson 

 

05.04.2025 19:06

Vinur Þh Nýr hvalaskoðunnarbátur til Húsavikur

                         Hvalaskoðunnarbáturinn  Vinur við Bryggju á Akureyri myndir Þorgeir Baldursson 

                        Arnar Sigurðsson Skipst og útgerðarmaður i brúnni á Vin þH mynd þorgeir Baldursson 

 

Núna sennipartinn i dag kom til hafnar á Akureyri nýr Hvalaskoðunnar bátur i eigu Frends of Mobydick 

en að þvi standa Arnar Sigurðsson og Fjölskylda  en báturinn er keyptur notaður frá Noregi

þar sem að hann var i ferjusiglingum núna verður hann útbúinn til hvalaskoðunnar

samkvæmt islensku reglum Samgöngustofu hjá slippnum á Akureyri 

hérna koma nokkrar myndir af heimkomunni og frettin úr Morgunblaðinu i dag 10 April 

Góður gangur í hvalaskoðunarferðum frá Húsavík en nýr bátur hefur bæst við hjá Sjóferðum Arnars

Nýr hvalaskoðunarbátur Nýr hvalaskoðunarbátur Sjóferða Arnars á Húsavík kom til Akureyrar í vikunni

en báturinn, sem ber nefnið Vinur, var keyptur í Noregi og siglt hingað til lands.

Báturinn var smíðaður árið 1980, er 20 metrar að lengd og tekur 48 farþega.

Sjóferðir Arnars eru með annan bát í hvalaskoðunarferðum og heitir sá Moby Dick.

Segir Arnar Sigurðsson eigandi fyrirtækisins, sem sjá má á myndinni, að góður gangur sé í hvalaskoðunarferðum á Skjálfanda,

þótt lítils háttar samdráttur hafi verið í fyrra. Hafi lélegar gæftir ráðið þar mestu um og hafi 50 dagar farið í súginn vegna brælu.

Hann segir að bókunarstaðan sá góð og talsvert af hval á Skjálfanda, höfrungar, háhyrningar og hnúfubakur, sem mest sé af.

                                       Hvalaskoðunnarbáturinn Vinur ÞH mynd þorgeir Baldursson 

                                  Sprigurinn klár Kristján Þorvarðasson mynd þorgeir Baldursson 6 April 2025

                               Þiðrik Unasson og Kristján Þorvarðarsson mynd þorgeir Baldursson 

                                      Arnar Sigurðsson eigandi og Bjarni Bjarnasson mynd þorgeir Baldursson 

          Þeir bræður Ægir Guðmundur og Sigmundur  voru mættir til að takavið endunum mynd þorgeir Baldursson 

04.04.2025 22:19

Cuxhaven NC 100

                          Cuxhaven NC 100  i slipp á Akureyri  fyrir skömmu mynd þorgeir Baldursson 

11.03.2025 10:41

Finnur EA 245

                                            Netafiskur af Finni EA 245 mynd  þorgeir Baldursson 

04.03.2025 23:43

Ölduhæð 10 metrar og djöflagangur engu líkur

 

                          Bergey Nu Bergur Ve og Vestmannaey Ve við bryggju á Akureyri mynd þorgeir  Baldursson 

Vestmannaey VE landaði í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær og Bergur VE landaði þar í dag. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, talaði mest um veðrið við tíðindamann Síldarvinnslunnar.

„Það er ekki einleikið hvernig veðrið lætur við okkur þessa dagana. Það hefur í sannleika sagt verið djöfullegt. Janúar var í lagi veðurfarslega en febrúar var slæmur og þessir fyrstu dagar í mars hafa verið skelfilegir. Þegar við vorum á landleið var ölduhæðin 10 metrar og djöflagangurinn engu líkur. Þetta var stuttur túr hjá okkur. Við vorum að veiðum á Ingólfshöfða í tvo sólarhringa og fengum þar 60 tonn, mest ýsu. Svo gerðist það að allir skjár um borð duttu út og við urðum að koma okkur í land og láta lagfæra tölvukerfið og það gekk vel. Á þessum slóðum sem við vorum á er ekki jafnmikil fiskgegnd og í fyrra. Vertíðarfiskur er ekki kominn þarna. Líklega hefur loðnuleysið þessi áhrif,” sagði Egill Guðni. Vestmannaey hélt til veiða á ný í gær

Jóni Valgeirssyni, skipstjóra á Bergi, var einnig tíðrætt um veðrið.

„Við lönduðum á Djúpavogi sl. fimmtudag. Það var langmest ýsa sem fékkst á Ingólfshöfðanum. Það var þokkalegt veður í þeim túr. Síðan var haldið í Lónsbugtina og þá breyttist veðrið til hins verra. Sannleikurinn er sá að tíðarfarið hefur verið ógeðslegt að undanförnu. Í Lónsbugtinni fékkst skarkoli, þorskur og ýsa. Síðan var haldið á Ingólfshöfðann og þar fengum við þorsk í bölvaðri skítabrælu. Við erum svo að landa 63 tonnum í Eyjum í dag og erum fegnir að hvíla okkur á látunum,” sagði Jón.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 767
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 1095
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 2127853
Samtals gestir: 68340
Tölur uppfærðar: 3.10.2025 12:55:14
www.mbl.is