01.02.2021 23:23

RAKEL NÝR AÐALBÓKARI SVN

             Séð yfir frystihús og bræðslu sildarvinnslunnar i Neskaupstað mynd þorgeir Baldursson 2020

Auður Hauksdóttir aðalbókari Síldarvinnslunnar mun láta af störfum á næstu mánuðum. Auður hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1991, gegnt starfi aðalbókara frá árinu 2000 og skilað afar góðu dagsverki. „Það er mikil eftirsjá að Auði en það á við hér eins og víðast hvar annars staðar að maður kemur í manns stað,“ segir í frétt frá Síldarvinnslunni.

Rakel Kristinsdóttir

Nýr aðalbókari var ráðinn úr hópi 16 umsækjenda seint á síðasta ári og hóf hann störf í ársbyrjun. Nýi starfsmaðurinn er Rakel Kristinsdóttir. Rakel er fædd og alin upp í Reykjavík en á ættir meðal annars að rekja til Mjóafjarðar. Eftir að hún lauk námi í Verslunarskólanum dvaldi hún erlendis við nám og störf í átta ár. Dvalarstaðirnir voru París og London og það var listnám sem hún lagði stund á. Þegar heim til Íslands var komið hóf hún störf meðal annars á listasviðinu og annaðist uppsetningu á söngleiknum Annie í Austurbæ í Reykjavík. Í framhaldinu hóf Rakel að starfa við bókhald og lagði stund á nám í viðskiptafræðum við Háskólann á Akureyri. Að því námi loknu lá leiðin í Háskóla íslands þar sem hún lauk námi í reikningsskilum og endurskoðun. Síðastliðin sjö ár starfaði Rakel hjá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG.

Rakel var spurð að því hvers vegna hún hefði sótt um aðalbókarastarfið hjá Síldarvinnslunni. „Mér fannst það spennandi og það hentar vel minni menntun og starfsreynslu. Það er áskorun fyrir mig og 12 ára son minn að flytja út á land og upplifa eitthvað nýtt og svo finnst mér mikilvægt að kynnast íslenskum sjávarútvegi. Ég hef áhuga á útivist og það er freistandi að búa á stað þar sem nálægðin við náttúruna er mikil. Austurland hefur upp á margt að bjóða og ég ætla að njóta þess. Nú erum við flutt til Neskaupstaðar og okkur líst báðum afar vel á það sem mætir okkur þó vetrarveðrið hafi verið óblítt á köflum að undanförnu. Sonur minn, Kristófer Jökull Jóhannsson, byrjaði að sjálfsögðu strax í Nesskóla þar sem hann lætur vel af sér og að auki er hann byrjaður að æfa fótbolta af kappi og lærir á gítar. Það er alveg víst að hér á nýjum heimaslóðum verður hægt að fást við margt skemmtilegt auk þess sem starfið er spennandi í alla staði,“ segir Rakel.

Hér skal upplýst að Rakel hefur mikinn áhuga á umhverfismálum og á hún hugmyndina að verkefninu Skjótum rótum sem Landsbjörg og Skógræktarfélag Íslands hafa unnið að. Verkefnið felst í því að draga úr notkun flugelda um áramót án þess að það bitni á tekjum björgunarsveita

01.02.2021 22:58

Vinnslustöðin kaupir útgerðarfélagið Huginn í Eyjum

 

                           2411 Huginn VE55 Mynd Óskar Pétur Friðriksson 13/11 2018
 

Vinnslustöðin átti fyrir 48% hlut en á nú félagið allt og hyggst starfrækja það áfram í óbreyttri mynd.

Vinnslustöðin hf. hefur keypt Huginn ehf., útgerðarfélag í Vestmannaeyjum sem gerir út fjölveiðiskipið Hugin VE-55, ásamt aflaheimildum í síld, loðnu, kolmunna og makríl.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vinnslustöðinni. Kaupsamningur var undirritaður í Eyjum á föstudaginn var, 29. janúar. Kaupverðið er trúnaðarmál kaupenda og seljenda.

Í umfjöllun Vinnslustöðvarinnar segir: 

Vinnslustöðin átti fyrir 48% hlut í Hugin en á nú félagið allt og hyggst starfrækja það áfram í óbreyttri mynd.

Seljendur Hugins ehf. eru þrír synir og dóttir hjónanna Guðmundar Inga Guðmundssonar og Kristínar Pálsdóttur. Fjölskyldan eignaðist allt félagið árið 1968 og var meirihlutaeigandi þess þar til nú. Bræðurnir eru skipstjórnarmenntaðir, tveir þeirra skipstjórar á Hugin VE en sá þriðji framkvæmdastjóri félagsins, Páll Þór Guðmundsson.

Samhliða kaupunum hefur verið ákveðið að Guðmundur Ingi Guðmundsson verði skipstjóri á Hugin á móti föður sínum, Guðmundi Hugin Guðmundssyni og föðurbróður, Gylfa Viðari Guðmundssyni. Guðmundur Ingi verður þar með þriðji ættliður skipstjórnarmanna á Hugin VE-55.

Huginn VE-55 var smíðaður árið 2001, öflugt vinnsluskip og fjölveiðiskip og veiðir uppsjávarfisk í nót eða flottroll.

Útgerðarfélagið Huginn var frumkvöðull að makrílveiðum við Ísland og fór að þreifa fyrir sér í þeim efnum á árunum 2002 til 2006 en með misjöfnum árangri. Það var svo sumarið 2007 að áhöfn Hugins VE náði alls um 3.000 tonnum, þar af um 2.500 tonnum í íslenskri lögsögu og 500 tonnum í þeirri færeysku. Þar með hófust beinar makrílveiðar í lögsögu Íslands.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að kaupin á Hugin séu gleðiefni fyrir Vinnslustöðina en ekki síður góðar fréttir fyrir Vestmannaeyjar:

„Það var ekki sjálfgefið að kaupandi meirihluta Hugins væri félag í Eyjum en systkinin eru trú og trygg byggðarlaginu sínu og lögðu áherslu á að félagið, skipið og aflaheimildirnar yrðu hér áfram. Við erum afar ánægð með þá afstöðu þeirra.

Vinnslustöðin hefur byggt upp uppsjávarhluta starfsemi sinnar á undanförnum árum. Samrekstur félaganna mun skila aukinni hagræðingu og leiða til betri nýtingar skipa og verksmiðja samstæðunnar.

Undanfarin ár hefur Huginn ehf. verið í samstarfi við Eskju um vinnslu á makríl. Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar sjá áhugaverða kosti í því samstarfi og vonast til að þróa það áfram.“

Af vef Fiskifretta 

Mynd Óskar Pétur Friðriksson 

01.02.2021 11:50

Fyrstu loðnunni í þrjú ár landað á Eskif­irði

FISKIFRÉTTIR

 

Landaði fyrstu loðnunni

1. febrúar 2021 kl. 10:30

 

Loðnu landað úr Polar Amaroq á Eskifirði. MYND/Sigurður Grétar Guðmundsson

Það var grænlenska skipið Polar Amaroq sem landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði á laugardaginn. Fyrstu loðnunni í nærri þrjú ár var landað á Eskifirði á laugardag.

„Starfsmenn Tandrabergs ehf. hófu löndunina snemma um morguninn og lauk henni um kvöldið,“ segir í frásögn Síldarvinnslunnar.

„Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár.“

Haft er eftir Sigurði Grétari Guðmundssyni skipstjóra að það sé afar góð tilfinning að vera farinn að veiða loðnu á ný. Skipið hélt síðan til veiða á ný strax að löndun lokinni.

„Polar Amaroq fékk aflann í hinu svonefnda trollhólfi austur af landinu. Aflinn fékkst að mestu í þremur holum en fyrsta holið var tekið í mjög slæmu veðri og gaf einungis 20-30 tonn.

Loðnan sem veiddist var hin fallegasta og voru um það bil 40 stk. í kílóinu. Nokkur áta var í loðnunni,“ segir á vef fyrirtækisins.

„Þegar haft var samband við skipið í morgun var það búið að taka eitt 300 tonna hol og var unnið að frystingu um borð af fullum krafti.“

31.01.2021 20:30

Gisli Jóns björgunnarbátur isfirðinga

                              2967 Gisli Jónsson Björgunnarbátur Isfirðinga mynd þorgeir Baldursson 

31.01.2021 09:51

Norsku Loðnuskipin mætt til veiða við island

 Norsku Loðnuskipin Senior N-60 -B og Kvannoy N-400-B við bryggju á Akureyri 2018 mynd þorgeir Baldursson 

31.01.2021 09:17

Trollið tekið allt fyrir öryggið

                              Strákarnir á Bjarti Nk taka trollið i brælu mynd þorgeir Baldursson 

31.01.2021 01:05

Akraberg FD10 ex Guðbjörg is 46

                                                          Akraberg FD10  ex 2212 Guðbjörg IS 46 mynd af Fiskur.fo

                                                       Akraberg FD10 ex 2212 Guðbjörg is 46  mynd fiskur.fo 

 

30.01.2021 20:48

Gnúpur Gk ex Guðbjörg IS seld til Rússlands

Gnúpur GK-11 sigldi um hádegisbilið í dag 30 janúar  frá Hafnarfirði . Hann hefur verið seldur til Rússlands og stefnt er að því að hann verði afhentur nýjum eigendum í Kirkenes í Noregi snemma á nýju ári

.Skipið hefur verið í rekstri Þorbjarnar hf í um 26 ár, en það kom fyrst til hafnar í Grindavík í lok árs 1994. þegar Hrönn H/F fékk nýja Guðbjörgu IS 46 þá gekk sú gamla uppi kaupin á nýju 

  1579 Guðbjörg IS 46 mynd bb.is

Áður hét skipið Guðbjörg ÍS-46 og var þá gert út sem ísfisktogari.

og þegar hún var fyrir vestan fyrir fiskaði hún 79.705 á þrettán árum sem að hún var i eigu Hrannar H/F 

samkvæmt heimildum Aflafretta gerir  þetta afla uppá 242.218 tonn  sem að telst nokkuð góður árangur 

Skömmu eftir komuna til Grindavíkur var Gnúpnum breytt í frystitogara og gerður út sem slíkur með góðum árangri.

                                                      1579 Gnúpur Gk 11 mynd þorgeir Baldursson 2020


Á þeim árum sem Gnúpur var í rekstri Þorbjarnar hefur afli hans verið 162.513 tonn í alls 387 löndunum.

30.01.2021 16:49

Hákon EA148 kemur til Akureyrar úr Loðnuleit

Hákon EA148 kom til Akureyrar i dag eftir stutta en snarpa loðnuleit og að sögn skipstjórnarmanna á þeim skipum sem að voru við leit 

var talsvert að sjá fyrir austan en litið hérna á Vestursvæðinu og Grænlandssundi og nú er bara beðið skýrslu frá hafrannsóknarstofnun 

um útgefninn kvóta fyrir yfirstandandi loðnuvertið sem að ætti að verða fljótlega 

frettin verður uppfærð 

uppfært kl 1800

„Árni Friðriks­son og Bjarni Sæm eru ennþá úti að mæla, svo að mæl­ing­in er ekki búin.

Heilt yfir hef­ur gengið vel, við náðum að dekka svæðið sem við ætluðum okk­ur.

Átta skip hafa verið bæði í mæl­ingu og leit,“ seg­ir Birk­ir Bárðar­son líf­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un í sam­tali við mbl.is í dag. 

Ásgrím­ur Hall­dórs­son SU, Bjarni Ólafs­son AK, Árni Friðriks­son HF, Há­kon EA, Bjarni Sæ­munds­son HF, Aðal­steinn Jóns­son SU, Jóna Eðvalds SF og Börk­ur NK hafa öll tekið þátt í loðnu­leit og loðnu­rann­sókn und­an­farið.

„Há­kon notuðum við sem leit­ar­skip á land­grunn­inu fyr­ir Norðvest­ur­landi og á því svæði var lítið að sjá eins og er.“ 

Birk­ir seg­ir nokkuð af ung­loðnu hafa fund­ist á vest­ur­hluta leit­ar­svæðis­ins, við Græn­lands­sund, sem þá verður uppistaðan í næstu vertíð. 

„Það má segja að vest­an við Kol­beins­eyj­ar­hrygg­inn hafi verið svo­lítið af ung­loðnunni, meira eft­ir því sem vest­an dreg­ur.

Heilt á litið vor­um við að klára núna þessa yf­ir­ferð frá Litla dýpi fyr­ir Aust­ur­landi og fyr­ir öllu Norður­landi og allt vest­ur að Víkurál úti fyr­ir Vest­fjörðum.

Þessa mæl­ingu skoðum við síðan í sam­hengi við okk­ar fyrri mæl­ing­ar og fáum þannig heild­ar­stofn sem við gef­um svo ráðgjöf út frá.“

                       Birkir Bárðarsson liffræðingur hjá Hafrannsóknanarstofnun mynd þorgeir Baldursson 

                            2407 Hákon EA148 mynd þorgeir Baldursson 30 jan 2021 

               2407 Hákon EA148 leggst að Oddeyrarbryggju i dag mynd þorgeir Baldursson 30 jan 2021 

30.01.2021 11:36

Jóna Eðvalds SF 200 leitar loðnu

                                    2618 Jóna Eðvalds SF 200  i loðnuleit mynd þorgeir Baldursson 

Græn­lenska upp­sjáv­ar­skipið Pol­ar Amar­oq hef­ur þegar hafið loðnu­veiðar en land­ar í dag, seg­ir Gunnþór Inga­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað.

Lönd­un­in mun marka upp­haf loðnu­vertíðar hjá fyr­ir­tæk­inu en hún verður nokkuð minni í ár en venja er enda aðeins heim­ilað að veiða 61 þúsund tonn af loðnu eins og stend­ur.

Síðastliðin tvö ár hef­ur ekk­ert orðið af vertíð.

Ein um­fangs­mesta loðnu­leit sem farið hef­ur fram stend­ur nú yfir og eru átta skip á miðunum að leita allt frá suðaust­ur af land­inu norður fyr­ir land og norðvest­ur af Vest­fjörðum.

Meðal skipa sem taka þátt í leit­inni eru Há­kon EA, Jóna Eðvalds SF og rann­sókn­ar­skip­in Árni Friðriks­son RE og Bjarni Sæ­munds­son RE.

„Það eru all­ir að bíða með önd­ina í háls­in­um,“ seg­ir Gunnþór um loðnu­leit­ina og fram­vindu henn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild Morgunblaðið 

mynd þorgeir Baldursson 

 

29.01.2021 21:58

Bergur Ve 44 landar á Akureyri

 
                        2677 Bergur Ve 44 landar á Akureyri i dag mynd þorgeir Baldursson 29 jan 2021
 

28.01.2021 21:26

Dalvikurhöfn i vetrarskrúða i dag

                                        Dalvikurhöfn i dag 28 jan 2021 mynd þorgeir Baldursson 

                                          Dalvik i dag 28 jan 2021 mynd þorgeir Baldursson  

27.01.2021 18:15

Snjómokstur á Akureyri

                              Snjómokstur á Akureyri 25 janúar 2021 mynd þorgeir Baldursson 

                Snjóblásari frá Finni Aðalbjörns að störfum mynd þorgeir Baldursson 25 jan 2021

https://www.mbl.is/frettir/sjonvarp/216895/   

27.01.2021 17:39

Grænlenskur Tasiilaq á Akureyri

                           Tasiilaq GR 6-41 kemur til Akureyrar i dag mynd þorgeir Baldursson 

           Janus EX Börkur NK og Tasiilaq GR 6-41 á Akureyri dag mynd þorgeir Baldursson 27 jan 2021

         Jóhannes Antonsson Hafnarvörður tekur á móti afturbandinu mynd þorgeir Baldursson 27 jan 2021

i dag kom Grænlenska uppsjávarveiðiskipið Tasiilaq GR 6-41 til Akureyrar og var erindið að sækja varahluti 

skipið mun stoppa fram á laugardag og liggur við tangabryggju skipið er 83,8 metrar á lengd og 14,6 á breidd 

og i áhöfn eru 25 menn skipstjóri er Jónfridur Poulsen 

Master: Jónfridur Poulsen
Length/width: 83.8m/14.6m
Production capacity: 240 ton/day
Catch capacity: 2500m3
Hold capacity: 2,527 m3
Crew: 25 men
Trawler type: Pelagic trawl
Ownership: RG 66%

26.01.2021 18:23

160 metra skip með nýj­an pramma

                      Skandi Acercy við bryggju á Eskifirði i fyrrinótt Mynd Jens Garðar Helgasson 2021

Þjón­ustu­skipið Skandi Acercy lagðist að bryggju á Eskif­irði í fyrrinótt.

Frá borði var hífður tæp­lega 20 metra prammi, sem Lax­ar ehf. hafa leigt frá Nor­egi til að sinna fóðrun í eldisk­ví­um við Gripalda í sunn­an­verðum Reyðarf­irði.

Flutn­inga­skipið er 160 metra langt, 27 metr­ar á breidd og það er búið öfl­ug­um krana og þyrlupalli.

Það var upp­haf­lega vænt­an­legt til Eskifjarðar á laug­ar­dag, en seinkaði aðeins vegna veðurs á leiðinni.

Nýi pramm­inn tek­ur um 320 tonn af fóðri og kem­ur í stað aðeins stærri pramma, Mun­ins, sem sökk við kví­arn­ar í ill­viðri aðfaranótt 10. janú­ar.

Und­an­farið hafa fjór­ir þjón­ustu­bát­ar með fóður­byss­ur sinnt fóðrun fisks­ins í 16 kví­um við Gripalda.

Þar eru nú um 3.900 tonn af fiski sem verður kom­inn í slát­ur­stærð í haust.

Jens Garðar Hegla­son, fram­kvæmda­stjóri Laxa, seg­ir að unnið sé að und­ir­bún­ingi þess að dæla um tíu þúsund lítr­um af hrá­ol­íu úr pramm­an­um.

Ekki sé end­an­lega ljóst hvenær og hvernig staðið verði að mál­um, en aðstæður þurfi að vera góðar.

Málið er unnið í sam­vinnu fyr­ir­tæk­is­ins, Fjarðabyggðar­hafna, Um­hverf­is­stofn­un­ar og trygg­inga­fé­lags Laxa. Ekki hef­ur orðið vart við olíuleka frá pramm­an­um.

Heimild 200milur /mbl.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 346
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119472
Samtals gestir: 52250
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02
www.mbl.is