27.03.2021 22:09

Áhöfnin á Vestmannaey Ve 54

                  Áhöfnin á Vestmannaey Ve 54 ásamt Birgi Þór Sverrissyni mynd þorgeir Baldursson 

                                               2954 Vestmannaey Ve 54 mynd þorgeir Baldursson 

Isfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE munu báðir landa fullfermi í Vestmannaeyjum í dag.

Heimasíðan ræddi við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey í morgun en þá var skipið á landleið. „Við erum að koma inn með fullt skip.

Það er búin að vera fínasta veiði. Það er auðvelt að ná í þorsk og ýsu og svo er einnig reynt að ná í ufsa.

Við vorum á Selvogsbankanum allan túrinn og menn eru bara kátir.

Veiðiferðin hjá okkur tekur yfirleitt um eða tæpa tvo daga um þessar mundir þannig að það gengur talsvert á.

Við reiknum með að fara strax út að löndun lokinni í dag þó spáin sé ekkert sérstök,“ segir Birgir.

                     Birgir Þór Sverrissson Skipstjóri á Vestmannaey Ve 54 mynd þorgeir Baldursson 

 

Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey, tók undir með Birgi og segir aflast vel um þessar mundir.

                                Jón Valgeirsson skipstjóri á Bergey Ve mynd þorgeir Baldursson 

 

„Við erum á síðasta holinu hér á Selvogsbankanum og þetta er búið að ganga vel.

Mér líst býsna vel á framhaldið nema að nú spáir hann austan stormi og bölvaðri brælu,“ segir Jón.

 

27.03.2021 21:32

Drangey Sk 2

                                                        2893 Drangey Sk 2 mynd þorgeir Baldursson 

27.03.2021 09:02

Bergey og Vestmannaey Mokfiska við Eyjar

Heldur betur mokveiði hjá togurunum 

 

núna eru tveir togarar að nálgast 1000 tonnin og búast má við að jafnvel 3 togarar fari yfir 1000 tonn í mars

                                                                          Vestmannaey og Bergey á veiðum fyrir sunnan Geldung og stærri er Súlnasker Mynd Þorgeir Baldursson 22 feb 2021

 

Viðey RE var með 154 tonn í einni löndun eftir um 2 daga túr

 

Björgvin EA 145 tonn í 1 eftir um 4 daga túr

 

Akurey AKJ 182 tonn í 1

 

Bergey VE er hæstur 29 metra bátanna og var með 254 tonn í 3 róðrum 

 

Björgúlfure EA 267 tonn í 2

 

Harðbakur eA 192 tonn í 2

 

Drangavík VE 177 tonn í 4

 

Sturla GK 193 tonn í 2

 

Þórunn SVeinsdóttir VE 155 tonn í 1

 

Vestmanney VE 222 tonn í 3

26.03.2021 23:44

Valþór Gk 123

                1081 Valþór GK 123 kemur til hafnar i Þorlákshöfn 25 mars mynd þorgeir Baldursson 

26.03.2021 23:28

Málmey Sk 1

                      1833 Málmey Sk 1  á Togi á Reykjanesgrunni  mynd þorgeir Baldursson 21 mars 2021

                  1833 Málmey SK 1  á Lögginni á Reykjanesgrunni mynd þorgeir Baldursson 21 mars 2021

26.03.2021 23:19

Togað i kaldaskit á Reykjanesgrunni

  1578 Otto N Þorláksson Ve 5 og 2265 Arnar HU 1 mætast á toginu mynd þorgeir Baldursson 21 mars 2021 

24.03.2021 05:12

Friðrik Sigurðsson Ár heldur í róður

            1084 Friðrik Sigurðsson Ár 17 leggur úr höfn til að leggja netin mynd þorgeir Baldursson 

19.03.2021 20:21

IIviD GR-18-318

                     IIiviD GR-18-318 í Reykjavikurhöfn  mynd þorgeir Baldursson 17mars 2021

 

19.03.2021 20:14

Sólborg Re og Elding í Reykjavikurhöfn

       Sólborg  Re 27 og Hvalaskoðunnarbáturinn Elding  mynd þorgeir Baldursson 17 mars 2021

18.03.2021 15:42

Kleifarberg Re 70 í pottinn alræmda

talsverður skipfloti  var  víð  bryggju í Reykjavík í dag þegar Ljósafell Su 

hélt til veiða um Hádegi í dag 

 1360 Kleifarberg Re 70  á  leið í niðurrif  til Cent í Belgíu mynd þorgeir Baldursson 18 mars 2021

12.03.2021 15:47

Traffik i þorlákshöfn i dag

        Talsverð traaffik var i þolákshöfn i dag þegar ég setti drónann i loftið mynd þorgeir Baldursson 21 mars 2021

12.03.2021 00:25

Ljósafell Su 70 með fullfermi til Þorlákshafnar

             1277 Ljósafell Su 70 kemur til hafnar í þorlákshöfn mynd Jón Steinar Sæmundsson  2021

09.03.2021 14:15

Þorlákshöfn i gær

mikið skipatraffik i þorlákshöfn i gær hérna kemur smá sýnishorn þetta verður uppfært i nótt 

        flutningaferjan Mistral i eigu smyril Line  við bryggju i þorlákshöfn mynd þorgeir Baldursson 8 mars 2021

      1277 Ljósafell Su 70 og 1645 Jón Á Hofi Ár 42 mynd þorgeir Baldursson 8mars 2021

09.03.2021 14:02

Togað á Heimsmeistaranum

frystitogararnir   Tómas Þorvaldsson GK 10 og Blængur Nk 125 voru að toga á veiðislóðinn suðvestur úr Reykjanesi 

Sem að kennt er við Heimsmeistarann en þar má finna bland i poka af öllum tegundum aðallega karfa og ufsa 

og voru aflabrög á slóðinni með þokkalegasta móti meðan við stoppuðum þar 

                                2173 Tómas Þorvaldsson Gk 10 mynd þorgeir Baldursson 7 mars 2021

 

                                           1345  Blængur NK 125 Mynd þorgeir Baldursson 7 mars 2021 

02.03.2021 13:54

Gullver Ns 12 i hafrórall

                                                 1661 Gullver NS12 i Hafróralli mynd þorgeir Baldursson 

Í marsralli 2019 hóf Hafrannsóknastofnun aftur merkingar á þorski eftir nokkurt hlé. Í ár er stefnt að merkingum á þorski á Vestfjarðamiðum og úti fyrir Norðurlandi.

Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum hófst í dag og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. segir á vef Fiskifretta

Fjögur skip taka þátt í verkefninu; togararnir Breki VE og Gullver NS ásamt rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni. 

Togað verður á tæplega 600 stöðvum á 20-500 metra dýpi umhverfis landið.

Verkefnið, sem einnig er nefnt marsrall eða togararall, hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti á hverju ári síðan 1985.

Helmingur togstöðva var í upphafi staðsettur af skipstjórum, en öðrum stöðvum var dreift um miðin með tilviljunarkenndum hætti.

Helsta markmið er að fylgjast með breytingum á stofnstærðum, aldri, fæðu, ástandi og útbreiðslu botnfisktegunda við landið.

Einnig verður sýnum safnað vegna ýmissa rannsókna, t.d. á mengunarefnum í sjávarfangi og mat lagt á magn ýmiskonar rusls á sjávarbotni.

Í marsralli 2019 hóf Hafrannsóknastofnun aftur merkingar á þorski eftir nokkurt hlé. Í ár er stefnt að merkingum á þorski á Vestfjarðamiðum og úti fyrir Norðurlandi.

nokkrar myndir af þvi þegar skipverjar á Gullver voru að gera klárt fyrir rallið myndir Steinþór Hálfdánarsson 

     Grandarar á dekki Gullvers skipverjar við vinnu mynd Steinþór Hálfdánarsson 

                    Hlerarnir hifðir af bilnum mynd Steinþór Hálfdánarsson 

   Orri Jóhannsson  stýrimaður fylgist með á bryggjunni mynd Steinþór Hálfdánarsson 

                     Það er af nægu að taka járnbobbingar og troll komið á bryggjuna mynd Steinþór Hálfdánarsson 

            Trollið grandarar og jánbobbingar við skipshlið Gullvers NS 12 Mynd Steinþór Hálfdánarsson 

      Haldið á sjó og þá er nýliðafræsla mynd Steinþór Hálfdánarsson 2021

 
 
  starfsmenn Hafró við mælingar um borð í Gullver mynd  Steinþór Hálfdánarsson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 561
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1358
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 1437565
Samtals gestir: 58217
Tölur uppfærðar: 2.5.2025 14:54:55
www.mbl.is