15.08.2021 07:53Lif og fjör á Pollinum á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 14.08.2021 19:52Helga María RE 1 landaði 170 tonnum í vikunni
Ísfisktogarinn Helga María AK hefur verið að veiðum á Vestfjarðamiðum í allt sumar og hafa aflabrögð verið með ágætum að sögn Friðleifs Einarssonar, skipstjóra. Frá því segir á heimasíðu Brims að um mikil viðbrigði frá nokkrum síðustu sumrum sé að ræða þegar skipin þurftu að fara norður fyrir land til að fá afla vegna ördeyðu á Vestfjarðamiðum. Aflinn í síðustu veiðiferð var um 170 tonn. Uppistaðan var þorskur en einnig veiddist töluvert af karfa. Aðrar tegundir voru ufsi og ýsa. „Við byrjuðum á grunnslóðinni, Látragrunni og þar um kring, tókum svo karfaskammtinn okkar í Víkurálnum og enduðum svo í þorski á Kögurgrunni,” segir Friðleifur en hann segir ufsann hafa gert vart við sig af og til. „Við reynum að forðast ýsuna eftir megni og svo er karfi alls staðar. Reyndar hefur karfinn verið að gefa eftir á Halanum en þangað var ekki farandi fyrr í sumar vegna mikillar karfagengdar. Það hefur ekki verið mikið af fiski í kantinum norður af Patreksfirði nú seinni partinn í sumar en það á væntanlega eftir að lagast.” Nú líður að lokum kvótaársins en Friðleifur býst ekki við miklum áherslubreytingum þótt nýtt kvótaár gangi í garð. „Markaðurinn ræður veiðum og vinnslu og við náum í þann afla sem vantar hverju sinni,” segir Friðleifur. Skrifað af Þorgeir 14.08.2021 08:28Aflýsa sjávarútvegssýningunni IceFish
Búið er að aflýsa alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Icelandic Fisheries Exhibition (IceFish) sem átti að fara fram 15. til 17. september í Fífunni í Kópavogi vegna samkomutakmarkanna. Marianne Rasmussen Coulling, framkvæmdastjóri sjávarútvegssýningarinnar, segir í tilkynningu að ákvörðunin sé þungbær og að sýningunni verði frestað til þess að tryggja öryggi allra sem kom að henni. IceFish hefur verið haldin á þriggja ára fresti og býður gestum tækifæri til að hitta bæði innlenda og alþjóðlega kaupendur og birgja á sviði atvinnuveiða.
Skrifað af Þorgeir 14.08.2021 00:05Stakkur SU 200
Skrifað af Þorgeir 12.08.2021 06:35Dragnótabátar i Sandgerði
Skrifað af Þorgeir 11.08.2021 21:08Börkur og Beitir til heimahafnar
Skrifað af Þorgeir 10.08.2021 21:37Akranes og Drangur á leið til DanmerkurI siðustu viku hélt tvibytnan Akranes úr höfn á stöðvarfirði með togbátinn Drang ÁR 307 sem að sökk i höfninni á stöðvarfirði i október 2020 og mun ferðinni heitið til Fornes i Danmörku þar sem að skipið verður rifið i brotaján að sögn Garðars Valberg skipstjóra á Akranesi ve en hann var ekki viss um hvað yrið um það skip mögulega verður það selt áfram
Skrifað af Þorgeir 09.08.2021 23:02Jenný Hu 40
Skrifað af Þorgeir 08.08.2021 23:20Byggðarsafnið á Garðskaga
Byggðasafnið á Garðskaga er staðsett í miðri náttúruparadís þar sem fjölbreytt fuglalíf, náttúrufergurð og dýrarlíf skarta sínu fegursta. Safnið var fyrst opnað 1995 og hefur verið starfrækt síðan. Safnið er alhliða byggða og sjóminjasafn og er sérstaða safnsins einstakt vélasafn þess. 60 vélar eru á safninu sem eru allar uppgerðar af Guðna Ingimundarsyni í Garði, flestar eru þær gangfærar. Safnið hefur til sýnis ýmsa muni sem tengdust búskaparháttum til sjós og lands, elstu munir eru orðnir yfir eitthundrað ára gamlir. Fallegt safn af gömlum útvörpum og ýmsum tækjum og tólum sem notuð voru á heimilum á fyrri árum, skólastofa, skóvinnustofa og verslun Þorláks Benediktssonar svo fátt eitt sé nefnt. Stór hluti af safninu eru sjóminjar, ýmsir hlutir sem notaðir voru við fiskveiðar og til verkunar fisks á landi. Á safninu er sexæringur, níu metra langur bátur með Engeyjarlagi smíðaður 1887. Á staðnum er veitingahús með útsýnissvölum þar sem möguleiki er að koma auga á hvali í sínum náttúrulegu umhverfi. Stóri vitinn, sá stærsti á Íslandi, geymir tvær sýningar sem eru innifaldar í aðgangi að safninu. Norðurljósasýningu og Hvalasýningu. Af topp svölum hans er frábært útsýni. Gott tjaldstæði er á svæðinu. Opnunartími: alla daga kl. 12-20. Fyrir hópa hafið samband við safnstjóra í síma 893-8909 eða með tölvupósti: johann@gardskagi.com. Skrifað af Þorgeir 08.08.2021 22:49Björgvin Ns 1
Skrifað af Þorgeir 07.08.2021 16:26Sandgerðishöfn i Gærkveldi
Skrifað af Þorgeir 07.08.2021 14:21Garðskagavitar að kveldi 6 ágúst
Skrifað af Þorgeir 07.08.2021 01:25Grinarvikurhöfn og eldgosið i Geldingadölum i kvöld
Skrifað af Þorgeir 06.08.2021 12:37Hulda Gk 17
Skrifað af Þorgeir 05.08.2021 00:43MINNA Á MIKILVÆGI SÓTTVARNA
Síldarvinnslan hefur sent frá sér áminningu um mikilvægi sóttvarna á allar starfsstöðvar og skip fyrirtækisins. Covid-19 faraldurinn er á mikilli uppleið á ný, sem hefur orðið til þess að enn á ný hefur verið gripið til sóttvarnaraðgerða af hálfu stjórnvalda. Því er skynsamlegt að gæta áfram varúðar og mælst er til þess að hugað sé að persónulegum smitvörnum til að koma í veg fyrir smit og veikindi. Rétt er að benda á að bólusettir geta borið veiruna og smitað aðra þótt þeir veikist ekki sjálfir. Síldarvinnslan vill einnig fara þess á leit að fólk heimsæki alls ekki starfsstöðvar fyrirtækisins nema brýna nauðsyn beri til og hafi samband áður en komið er í heimsókn. Ef smit kemur upp getur það haft veruleg óþægindi í för með sér fyrir viðkomandi, aðstandendur og vinnufélaga, auk þess sem raunveruleg hætta er á að það muni hafa áhrif á starfsemi fyrirtækisins. Það er því allra hagur að fara áfram varlega og gera það sem hægt er til að lágmarka hættuna á smiti, til dæmis:
Ef svo ólíklega vill til að einhverjir starfsmenn séu ekki bólusettir vill Síldarvinnslan minna á mikilvægi þess og hvetja viðkomandi til að fara í bólusetningu við fyrsta tækifæri. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1295 Gestir í dag: 38 Flettingar í gær: 1281 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 2491428 Samtals gestir: 70671 Tölur uppfærðar: 22.1.2026 12:22:54 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
© 2026 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is