29.01.2021 21:58

Bergur Ve 44 landar á Akureyri

 
                        2677 Bergur Ve 44 landar á Akureyri i dag mynd þorgeir Baldursson 29 jan 2021
 

28.01.2021 21:26

Dalvikurhöfn i vetrarskrúða i dag

                                        Dalvikurhöfn i dag 28 jan 2021 mynd þorgeir Baldursson 

                                          Dalvik i dag 28 jan 2021 mynd þorgeir Baldursson  

27.01.2021 18:15

Snjómokstur á Akureyri

                              Snjómokstur á Akureyri 25 janúar 2021 mynd þorgeir Baldursson 

                Snjóblásari frá Finni Aðalbjörns að störfum mynd þorgeir Baldursson 25 jan 2021

https://www.mbl.is/frettir/sjonvarp/216895/   

27.01.2021 17:39

Grænlenskur Tasiilaq á Akureyri

                           Tasiilaq GR 6-41 kemur til Akureyrar i dag mynd þorgeir Baldursson 

           Janus EX Börkur NK og Tasiilaq GR 6-41 á Akureyri dag mynd þorgeir Baldursson 27 jan 2021

         Jóhannes Antonsson Hafnarvörður tekur á móti afturbandinu mynd þorgeir Baldursson 27 jan 2021

i dag kom Grænlenska uppsjávarveiðiskipið Tasiilaq GR 6-41 til Akureyrar og var erindið að sækja varahluti 

skipið mun stoppa fram á laugardag og liggur við tangabryggju skipið er 83,8 metrar á lengd og 14,6 á breidd 

og i áhöfn eru 25 menn skipstjóri er Jónfridur Poulsen 

Master: Jónfridur Poulsen
Length/width: 83.8m/14.6m
Production capacity: 240 ton/day
Catch capacity: 2500m3
Hold capacity: 2,527 m3
Crew: 25 men
Trawler type: Pelagic trawl
Ownership: RG 66%

26.01.2021 18:23

160 metra skip með nýj­an pramma

                      Skandi Acercy við bryggju á Eskifirði i fyrrinótt Mynd Jens Garðar Helgasson 2021

Þjón­ustu­skipið Skandi Acercy lagðist að bryggju á Eskif­irði í fyrrinótt.

Frá borði var hífður tæp­lega 20 metra prammi, sem Lax­ar ehf. hafa leigt frá Nor­egi til að sinna fóðrun í eldisk­ví­um við Gripalda í sunn­an­verðum Reyðarf­irði.

Flutn­inga­skipið er 160 metra langt, 27 metr­ar á breidd og það er búið öfl­ug­um krana og þyrlupalli.

Það var upp­haf­lega vænt­an­legt til Eskifjarðar á laug­ar­dag, en seinkaði aðeins vegna veðurs á leiðinni.

Nýi pramm­inn tek­ur um 320 tonn af fóðri og kem­ur í stað aðeins stærri pramma, Mun­ins, sem sökk við kví­arn­ar í ill­viðri aðfaranótt 10. janú­ar.

Und­an­farið hafa fjór­ir þjón­ustu­bát­ar með fóður­byss­ur sinnt fóðrun fisks­ins í 16 kví­um við Gripalda.

Þar eru nú um 3.900 tonn af fiski sem verður kom­inn í slát­ur­stærð í haust.

Jens Garðar Hegla­son, fram­kvæmda­stjóri Laxa, seg­ir að unnið sé að und­ir­bún­ingi þess að dæla um tíu þúsund lítr­um af hrá­ol­íu úr pramm­an­um.

Ekki sé end­an­lega ljóst hvenær og hvernig staðið verði að mál­um, en aðstæður þurfi að vera góðar.

Málið er unnið í sam­vinnu fyr­ir­tæk­is­ins, Fjarðabyggðar­hafna, Um­hverf­is­stofn­un­ar og trygg­inga­fé­lags Laxa. Ekki hef­ur orðið vart við olíuleka frá pramm­an­um.

Heimild 200milur /mbl.is

25.01.2021 21:52

Companyskipin mætast við Nýpuna

                   Börkur og Beitir NK Mætast við Norfjarðarnýpuna 29 júli 2012 mynd þorgeir Baldursson 

Beitir NK 123 var á útleið eftir makrillöndun og Börkur Nk 122 að koma i land með 400 tonn af makril 

eftir sólahring höfn i höfn 

                                                Börkur Nk 122 mynd þorgeir Baldursson 29 júli 2012

24.01.2021 22:45

GETUR UNNIÐ ÚR 500 TONNUM Á SÓLARHRING

 

Rússneski togarinn Vladimir Limanov er einn af stærri gerðinni. Hann er 108 metrar að lengd og 22 metra breiður.

Hann var smíðaður í Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og afhentur á seinnihluta síðasta árs.

Skipið er hannað af norsku skipaverkfræðistöðinni Skibsteknisk og er útbúið til veiða á alaskaufsa og síld í í flottroll í Beringshafi og Okhotskhafi.

Aflinn verður unninn um borð og verða helstu afurðir hausaður og slægður fiskur, flök, ufsahrogn, surimi, fiskimjöl og lýsi.

Lestin er 4.800 rúmmetrar að stærð. Aðbúnaður um borð er afar góður og gott pláss fyrir 139 manna áshöfn.

Skipið er í eigu Russian Fisheries, sem er einn stærsti framleiðandi afurða úr alaskaufsa í heiminum.

Allur tækjabúnaður er af hæstu gæðum og hægt er að veiða og vinna úr 500 tonnum á sólarhring.

Á eftirfarandi slóð er hægt að skoða skipið frá ýmsum hliðum: https://my.matterport.com/show/?m=1Y1HYHAVRLk

Audlindin.is 

24.01.2021 21:44

Hundrað tonn i fyrstu slátrun

                                       Fiskeldiskviar i Fáskrúðfirði Mynd þorgeir Baldursson 2020

Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða, segir eldið í Fáskrúðsfirði hafa borið góðan ávöxt.

Fyrstu löxunum úr eldiskvíum Fiskeldis Austfjarða í Fáskrúðsfirði var slátrað í síðustu viku hjá Búlandstindi á Djúpavogi . Fyrstu kvíarnar og seyðin voru sett út fyrir hálfu öðru ári.

„Það hefur verið fínn gangur á þessu,“ segir Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða. „Eldið hefur verið farsælt og góður vöxtur.“

Guðmundur segir að þjálfaður hafi verið upp nýr hópur starfsfólks sem sér um eldið á Fagureyri við Fáskrúðsfjörð.

Alls starfa nú um hundrað manns hjá Fiskeldi Austfjarða, þar af um tuttugu manns í Fáskrúðsfirði.

„Við erum með þrautþjálfað fólk, stór tæki og öflug. Það tókst að fóðra 98 prósent af dögunum, sem er ansi góður árangur.“

Mest fer á Ameríku

Guðmundur segir að það sem slátrað sé hjá fyrirtækinu fari mestmegnis á Ameríkumarkað. Sú sala hafi gengið nokkuð vel þrátt fyrir covid-faraldurinn.

„Þetta voru um hundrað tonn í fyrstu slátrun og svo verður slátrað vikulega. Þetta verða svona 100 til 200 tonn á viku.“

Fjórtán kvíar eru í Fáskrúðsfirði og ríflega hálft annað ár er frá því seiðin voru sett út.

„Við settum út kvíar og fisk vor 2019 og erum farin að slátra þeim fiski,“ segir Guðmundur. „Það mun taka næstu mánuði að slátra.“

Í nóvember var greint frá áformum um sameiningu Fiskeldis Austfjarða og Laxa, tveggja stóru fiskeldisfyrirtækjanna á Austfjörðum,

en bæði fyrirtækin eru að meirihluta í eigu Norðmanna. Guðmundur sagðist ekkert geta sagt um þau áform að svo stöddu.

                                                        Fiskeldi i Berufirði mynd þorgeir Baldursson 2020

Norðmenn eiga meirihluta

Það er norska fyrirtækið Måsøval sem nú á meirihluta í báðum fyrirtækjunum, eftir að fyrirtækið keypti meirihluta í Fiskeldi Austfjarða seint á nýliðnu ári.

Fyrir átti fyrirtækið meirihluta í Löxum. Samstarf fyrirtækjanna hefur verið nokkuð.

             Frystihús Búlandstinds ásamt Brunnbátnum sem að flytur fiskinn til slátrunnar mynd þorgeir 2020

Þau eiga í sameiningu, ásamt fleirum, sláturhúsið Búlandstind á Djúpavogi þar sem slátrun er stunduð á eldislaxi fyrirtækjanna.

Fiskeldi Austfjarða hf. hóf starfsemi árið 2012 og hefur verið með starfsemi í Berufirði og nú einnig í Fáskrúðsfirði. Starfsleyfi kveða á um 9.800 tonna laxeldi í Berufirði og 11.000 tonn í Fáskrúðsfirði. Að auki er fyrirtækið að bíða eftir leyfi til þess að ala allt að 10.000 tonn af laxi í Seyðisfirði.

Laxar fiskeldi er síðan með sjókvíaeldi í Reyðarfirði þar sem framleiðsla er leyfð á allt að 16.000 tonnum af eldislaxi.

                                      Fiskeldiskviar i Reyðarfirði mynd þorgeir Baldursson 2020

Mikill vöxtur hefur verið í laxeldi á Austfjörðum undanfarið, rétt eins og á Vestfjörðum. Útflutningverðmæti afurða úr laxeldi hér á landi nam hátt í 30 milljörðum króna á nýliðnu ári.

Fiskifrettir.is 

myndir Þorgeir Baldursson 

23.01.2021 23:52

Janus ex Birtingur og Börkur Nk

                       Janus EX Birtingur Nk 124 og Börkur NK 122 mynd þorgeir Baldursson 23 jan 2021

                            Janus EX Birtingur Nk 124 og Börkur NK 122 mynd þorgeir Baldursson 22 jan 2021

23.01.2021 22:26

Týr Kallaður út i sjúkraflutninga til Siglufjarðar

Týr kallaður út til Siglu­fjarðar

Skipið á siglingu út Eyjafjörð.

Skipið á sigl­ingu út Eyja­fjörð. mbl.is/Þ?or­geir Bald­urs­son

Týr, varðskip Land­helg­is­gæsl­unn­ar, er á leið til Siglu­fjarðar til að sinna sjúkra­flutn­ing­um.

Áhöfn lagði af stað nú á tí­unda tím­an­um úr Eyjaf­irði en að sögn Ásgeirs Er­lends­son­ar upp­lýs­inga­full­trúa Gæsl­unn­ar er um þriggja og hálfs tíma ferð inn á Siglu­fjörð. Þar mun áhöfn sækja veik­an mann og flytja sjó­leiðina til Ak­ur­eyr­ar, en ófært er land­leiðina.

Landfestar leystar frá Akureyri í kvöld.

Land­fest­ar leyst­ar frá Ak­ur­eyri í kvöld. mbl.is/Þ?or­geir Bald­urs­son

Til taks í Eyjaf­irði

Týr hef­ur verið til taks í Eyjaf­irði síðustu daga vegna snjóflóðahættu á Norður­landi en þetta er fyrsta form­lega út­kall þess frá því það kom norður á fimmtu­dag, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Gæsl­unni.

23.01.2021 19:52

Hátt viðbúnaðarstig hjá Landhelgisgæslunni

Þór, varðskip Land­helg­is­gæsl­unn­ar, mun halda úr höfn í Reykja­vík í kvöld og er stefn­an sett vest­ur á Flat­eyri.

Þetta staðfest­ir Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar, í sam­tali við mbl.is. Skipið verður komið vest­ur í fyrra­málið.

Hættu­stigi hef­ur verið lýst yfir vegna snjóflóða á Flat­eyri og Ísaf­irði, og hafa þrjú hús á Flat­eyri verið rýmd vegna snjóflóðahættu.

Þá er hættu­stig einnig í gildi á Sigluf­irði, þar sem hluti bæj­ar­ins hef­ur verið rýmd­ur.

Annað skip Land­helg­is­gæsl­unn­ar, Týr, er til taks í Eyjaf­irði en það hélt norður á miðviku­dag í sömu er­inda­gjörðum.

Ásgeir seg­ir að skip Land­helg­is­gæsl­unn­ar geti nýst við ým­iss kon­ar verk­efni.

Um borð í skip­un­um sé áhöfn sem er sérþjálfuð til ým­issa björg­un­ar­starfa,

auk þess sem hægt sé að nýta skip­in til að flytja fólk sjó­leiðina ef land­leið reyn­ist ófær. 

                                              Einar Valsson Skipherra á Týr á brúarvængnum i dag  

                             Varðskipið Týr á Akureyri i dag Mynd þorgeir Baldursson 23 jan 2021 

                             Varðskipið Þór  við bryggju á Dalvik  19 des 2019 mynd þorgeir Baldursson  

21.01.2021 23:21

FYRSTA LOÐNAN SÍÐAN 2018

                 Polar Anaroq mynd þorgeir Baldursson 2015

Grænlenska skipið Polar Amaroq fékk 20-30 tonn af loðnu í gærkvöldi í trollhólfinu austur af landinu en það er fyrsta loðnan sem veiðist hér við land frá árinu 2018. Tekið var eitt hol í leiðindaveðri.

Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Sigurð Grétar Guðmundsson skipstjóra.

 

 

„Við prufuðum að kasta í gær rétt áður en dimmdi en veðrið var afskaplega leiðinlegt. Við leituðum síðan í nótt en það er bara ekkert veiðiveður. Við fengum um 20-30 tonn af stórri loðnu en það er töluverð áta í henni. Við munum frysta aflann um borð. Það er bullandi bræla og ég held að sé ekkert annað að gera en að leita vars,“ segir Sigurður.
Útgefinn loðnukvóti Polar Amaroq er 1155 tonn.

21.01.2021 20:53

Leiðindaveður i Eyjafirði i dag

Leiðinda veður hefur verið á norðulandi siðustu daga og mikil ofankoma i formi snjókomu tók smá myndahring 

og hérna er afraksturinn 

 

          Hauganes um kl 13 i dag Hvalaskoðunnarbátar við Bryggju mynd þorgeir Baldursson 21 jan 2021

                         Hriseyjarferjan Sævar kemur i Árskóssand um kl 14 mynd þorgeir Baldursson 21 jan 2021

                          Janus i klakaböndum á Akureyri i dag 21 jan 2021 mynd þorgeir Baldursson 

              6152 Adda EA 34 snæviþakin i Smábátahöfninni á Akureyrii dag mynd þorgeir Baldursson 21 jan 2021

                        1783  skútan Paradis i Smábátahöfninni i  dag mynd þorgeir Baldursson 21 jan 2021

 

 

19.01.2021 20:40

Samkomulag og viljayfirlýsing um kaup á björgunarskipum

Frá undirrituninni í dag. Á myndinni eru Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. - mynd

Ríkið mun veita Landsbjörgu allt að 450 milljóna króna framlag til kaupa á þremur björgunarskipum á árunum 2021-2023. Skrifað var undir samkomulag þess efnis í dag en þar að auki var undirrituð viljayfirlýsing um kaup á sjö skipum til viðbótar á næstu tíu árum.

Samkomulagið og viljayfirlýsingin byggjast á tillögum starfshóps um eflingu björgunarskipa Landsbjargar sem forsætisráðherra skipaði í desember 2019. Starfshópurinn var skipaður í kjölfar þess að Alþingi vísaði þingsályktunartillögu um eflingu björgunarskipaflota Landsbjargar til ríkisstjórnarinnar í maí 2019. Var forsætisráðherra falið að taka málið til skoðunar og tryggja verkefninu framgang og fjármagn.

Kaupin eru liður í því að endurnýja skipakost Landsbjargar sem er kominn til ára sinna. Markmiðið er að leggja grunn að enn öflugra starfi Landsbjargar á komandi árum, efla útkallsgetu björgunarsveita og tryggja öryggi skipa og áhafna þeirra.

Í samkomulagi um kaup á þremur björgunarskipum fyrir Landsbjörg felst að ríkið greiði helming kostnaðar fyrir hvert skip. Hámarkskostnaður við hvert skip verði ekki meiri en 300 milljónir, þannig að hlutur ríkisins gæti orðið 150 milljónir. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 er gert ráð fyrir 450 milljóna króna framlagi vegna þessa.

                                                                                                                            Fá Athöfninni i dag Mynd Stjórnarráðið         

19.01.2021 08:29

19.119 TONN AF LOÐNU TIL NORÐMANNA

                                 Norsk Loðnuskip við bryggju á Akureyri 2018 mynd þorgeir Baldursson 

 

Verði endanlegur loðnukvóti í ár aðeins 21.800 tonn, munu 19.119 tonn af því koma í hlut norskra skipa.

Í samræmi við Smugusamninginn um veiðar íslenskra skipa í Barentshafi ætti hlutur Norðmanna að vera 25.641 tonn, en nú er tekið tillit til þess hve lágur kvótinn er.

Heimildir Norðmanna byggjast á 5% hlutdeild úr heildarkvóta og yfirfærslu 1.679 tonna frá ESB og 6.350 tonna úr Smugusamningnum.

Samtals gefur þetta Norðmönnum 19.119 tonna kvóta nú samkvæmt heimasíðu samtaka norskra útgerðarmanna.

Vart hefur orðið mikillar loðnu fyrir austan land og standa mælingar á loðnugöngunni nú yfir. Eftir þær mælingar kemur í ljós hver hvort kvótinn verði aukinn.

Teksti audlindin.is 

Myndir Þorgeir Baldursson 

                               2265 Arnar HU 1 á togi i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 2018

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2754
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 2060
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 1504109
Samtals gestir: 59767
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 21:57:12
www.mbl.is