02.05.2025 00:06Spánverji kemur til hafnar
Skrifað af Þorgeir 30.04.2025 22:17Sæþór EA 101 kemur til hafnar á DalvikSæþór EA 101 var að koma úr Grásleppuróðri i gær þegar ég átti leið um bryggjuna en talsverðar fræmkvæmdir eru nú i Dalvikurhöfn ma verið að reka niður stálþil þar sem að smábátasjómenn hafa landað afla sinum
Skrifað af Þorgeir 30.04.2025 21:21Hafborg EA landar á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 28.04.2025 23:07Grásleppuróður i Eyjafirði200 mílur | Morgunblaðið | 25.4.2025 | 9:21 Allt fullt af grásleppu en minni kvótiBræðurnir vinna hratt og örugglega saman með verðmæti sjávarins í brakandi logninu. mbl.is/Þorgeir Dóra Ósk Halldórsdóttir Tengdar fréttirGrásleppuveiðar
„Það er algjör snilld að róa á grásleppu í þessu veðri,“ segir Arnþór Hermannsson, skipstjóri á Sæþóri EA 101, en hann fór nýverið með bróður sínum Heimi og Þorgeiri Baldurssyni, ljósmyndara og sjómanni, á veiðar í einmuna blíðu. „Við fórum út klukkan hálfsjö um morguninn í algjöru logni og fórum út með bjarginu út undir múlann í átt að Ólafsfirði. Þar voru dregin einhver 45-50 net og við vorum komnir í land aftur klukkan hálfellefu og búnir að öllu,“ segir Arnþór sem landaði rúmlega tveimur tonnum af grásleppu í Dalvík eftir túrinn. Arnþór segir að tíðin fyrir norðan hafi verið einstök í vetur. „Þegar við byrjuðum 8. febrúar á grásleppunni var logn næstum því í tvo mánuði, og af og til örlítil suðvestangola. Maður man ekki eftir öðru eins veðri hér á þessum árstíma,“ segir hann og bætir við að aðeins hafi í dymbilvikunni komið smá bræla. „Það er það eina sem við höfum séð af norðanátt síðan í byrjun febrúar.“ Skipstjórinn Arnþór segir óskiljanlegt að grásleppukvótinn hafi minnkað um þriðjung frá því í fyrra þegar nóg er af fiski. mbl.is/Þ?orgeir Þegar Arnþór er spurður að því hvernig honum lítist á að grásleppukvótinn hafi verið minnkaður um þriðjung milli ára hnussar hann. „Hafró virðist ekki finna neina grásleppu frekar en nokkuð annað í sjónum. Það hefur aldrei verið jafn góð veiði miðað við netafjölda og í ár, en við höfum verið með líklega helmingi færri net en undanfarin ár en erum samt að veiða betur,“ segir hann og bætir við að í ljósi minni kvóta séu menn ekki að beita sér eins og þeir gætu. Arnþór segir að það verði að hafa betra samband við þá sem stunda veiðarnar og sjái hvernig fiskgengdin frekar en að láta Hafrannsóknastofnun alfarið sjá um að kveða upp með kvótann. „Það á bara að hafa þetta á svipuðu róli og það hefur verið undanfarin ár. Svo er ekki nógu gott hvað Hafró gefur seint upp kvótann. Þegar vertíðin byrjar í byrjun febrúar er ansi seint að gefa það ekki frá sér fyrr en komið er fram í apríl.“ Heimir Hermannsson, bróðir Arnþórs, losar þorsk sem slæddist með í netið í túrnum um daginn. mbl.is/Þ?orgeir Nær að banna loðnuveiðarÞegar Arnþór er spurður hvort Hafrannsóknastofnun verði ekki að passa upp á ofveiði fiskstofna spyr hann að bragði: „Já, og hvernig hefur þeim gengið með það? Humarinn hefur dottið alveg niður og rækjan er dottin niður, svo maður minnist ekki á þorskinn hérna um árið, svo að það er eitthvað annað sem veldur þessu. Svo vilja þeir djöflast við að leita að loðnu, þegar þorskur og fleiri fiskar lifa á henni. Ég held að það væri nær að banna loðnuveiðar næstu árin og sjá hvort staðan lagist ekki umtalsvert. Ekkert vit í því að vera að leita að æti fisksins.“ Nú er Arnþór að verða búinn með grásleppukvótann fyrir þessa vertíð. „Við eigum 2-3 tonn eftir til að fylla kvótann, svo að við klárum þetta núna. Þá eru eftir 48 dagar í strandveiðar, ef valkyrjurnar standa við orð sín. Maður verður að vona það,“ segir hann og bætir við að þá fari sumarið í strandveiðar á Sæþóri og á Guðmundi Arnari EA 102 í netaveiðar á þorski og ýsu. Grásleppan Það er altalað að sjaldan hafi verið jafn mikið af feitri og fagurri grásleppu í sjónum og á þessari vertíð. mbl.is/Þ?orgeir
Skrifað af Þorgeir 28.04.2025 23:04Sólberg ÓF1 á EyjafirðiSólberg Óf 1 kom i krossanes i morgun eftir góðan túr skipið. var i oliutöku þá voru þessar myndir teknar og siðan seinnipartinn þegar skipið lét úr höfn voru hinar teknar
Skrifað af Þorgeir 25.04.2025 23:27Guðrún ÞH 211
Nýjasti Strandveiðibátur Þórhafnarbúa Guðrún ÞH 211 er að verða klár en hann hefur verið i mikilli klössun hjá bátasmiðju Baldurs Halldórssonar á Hliðarenda fyrir ofan Akureyri það sem að helst var gert að skipt var um brú og vél ásamt þvi að hann var lengdur talsvert að sögn Sigurðar Baldurssonar annars eigenda fyrirtækisins
Skrifað af Þorgeir 19.04.2025 00:38Varðskipið Þór í slipp í Noregi
Skrifað af Þorgeir 18.04.2025 16:41Sóley Sigurjóns GK 200
Skrifað af Þorgeir 16.04.2025 22:36Hvalaskoðun og strandveiðar i Eyjafirði
Skrifað af Þorgeir 16.04.2025 22:31Sigrún EA 52
Skrifað af Þorgeir 16.04.2025 22:22Sóley Sigurjóns Gk 200
Skrifað af Þorgeir 15.04.2025 09:20Vörður ÞH 44
Skrifað af Þorgeir 11.04.2025 09:29Vorverkin i Bótinni
Það eru mörg handtökin i vorverkunum útgerðarfélagi Brimkló (eftir samnefndri hljómsveit ) voru að minnsta kosti önnum kafinn við málningarvinnu i vikunni það eru þau Davið Hauksson skipstjóri og Guðrún Kristjánsdóttir útgerðarstjóri sem að ditta hér að bát útgerðarinnar Hörpu Karen þar sem verið var að botnmála og skipta um Zink
Skrifað af Þorgeir 05.04.2025 19:06Vinur Þh Nýr hvalaskoðunnarbátur til Húsavikur
Núna sennipartinn i dag kom til hafnar á Akureyri nýr Hvalaskoðunnar bátur i eigu Frends of Mobydick en að þvi standa Arnar Sigurðsson og Fjölskylda en báturinn er keyptur notaður frá Noregi þar sem að hann var i ferjusiglingum núna verður hann útbúinn til hvalaskoðunnar samkvæmt islensku reglum Samgöngustofu hjá slippnum á Akureyri hérna koma nokkrar myndir af heimkomunni og frettin úr Morgunblaðinu i dag 10 April Góður gangur í hvalaskoðunarferðum frá Húsavík en nýr bátur hefur bæst við hjá Sjóferðum Arnars Nýr hvalaskoðunarbátur Nýr hvalaskoðunarbátur Sjóferða Arnars á Húsavík kom til Akureyrar í vikunni en báturinn, sem ber nefnið Vinur, var keyptur í Noregi og siglt hingað til lands. Báturinn var smíðaður árið 1980, er 20 metrar að lengd og tekur 48 farþega. Sjóferðir Arnars eru með annan bát í hvalaskoðunarferðum og heitir sá Moby Dick. Segir Arnar Sigurðsson eigandi fyrirtækisins, sem sjá má á myndinni, að góður gangur sé í hvalaskoðunarferðum á Skjálfanda, þótt lítils háttar samdráttur hafi verið í fyrra. Hafi lélegar gæftir ráðið þar mestu um og hafi 50 dagar farið í súginn vegna brælu. Hann segir að bókunarstaðan sá góð og talsvert af hval á Skjálfanda, höfrungar, háhyrningar og hnúfubakur, sem mest sé af.
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 250 Gestir í dag: 3 Flettingar í gær: 1358 Gestir í gær: 14 Samtals flettingar: 1437254 Samtals gestir: 58206 Tölur uppfærðar: 2.5.2025 05:44:12 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is