03.12.2025 00:06Hitti björgunarmann sinn eftir 54 árHitti björgunarmann sinn eftir 54 árÞorsteinn og Sævar sögðu það hafa verið mikla gleðistund þegar þeir hittust 54 árum eftir slysið sem varð um borð í Barða. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson Heimild Heimasiða Sildarvinnslunnar Ljósmyndir Smári Geirsson og Guðmundur Sveinsson Fimmtudaginn 27. nóvember hittust Þorsteinn Vilhelmsson og Ómar Sævar Hreinsson, jafnan kallaðan Sævar, í fyrsta sinn rúmum 54 árum eftir alvarlegt slys sem varð um borð í skuttogaranum Barða NK sumarið 1971. Þar bjargaði Þorsteinn lífi Sævars þegar hann náði taki á honum á síðustu stundu og hindraði að hann færi fyrir borð. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar er sagt frá endurfundi þeirra félaga, sem þeir lýsa báðir sem mikilli gleðistund. „Hljóð sem aldrei hverfur úr minninu“Í frétt Síldarvinnslunnar er rifjað upp að árið 1970 hafi orðið tímamót í íslenskri útgerðarsögu þegar fyrirtækið festi kaup á skuttogaranum Barða, um 300 tonna skipi sem kom fyrst til heimahafnar í Neskaupstað 14. desember sama ár. Barði hélt svo fyrst til veiða 11. febrúar 1971 eftir endurbætur. Sumarið 1971 fékk hinn 19 ára gamli Þorsteinn Vilhelmsson pláss á Barða en Þorsteinn varð síðar þekktur skipstjóri og einn eigenda Samherja. Pabbi Þorsteins hafði milligöngu um plássið og ók honum austur, enda sjálfur forvitinn um þennan nýja togara. „Í sannleika sagt þá sönnuðu þessir fyrstu skuttogarar sig strax og ég var alsæll að fá að kynnast þarna vinnubrögðunum um borð í þeim,” segir Þorsteinn í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar. „Ég lærði mikið um borð í Barða og þarna fékk ég fyrst tekjur sem orð voru á gerandi. Þessar tekjur björguðu mér í stýrimannanáminu veturinn eftir.“ Um borð í Barða kynntist hann Sævari sem þá var 17 ára, en þeir félagar unnu mikið saman. Á einni vaktinni, þegar verið var að taka troll við Hvalbakinn, voru þeir Þorsteinn og Sævar að taka á móti toghleranum bakborðsmegin og ganga frá honum. Þorsteinn lýsir því sem næst gerðist: „Allt í einu strekkist á vírnum og hann skellur á bringunni á Sævari með heljarafli. Við höggið tekst Sævar á loft, þeytist yfir lunninguna og hafnar í skutrennunni. Hann skellur með höfuðið í rennuna og ég man enn þá hljóðið sem heyrðist þegar höfuðið skall í. Það er hljóð sem aldrei hverfur úr minninu.“ Þorsteinn gaf sér engan umhugsunartíma heldur hentist hann niður rennuna á eftir Sævari og náði taki á honum rétt áður en hann skall í sjóinn. „Mér finnst í reyndinni ótrúlegt að við skyldum ekki báðir renna í sjóinn en svo heppilega vildi til að rennan var þurr og veður gott og líklega var það okkur báðum til lífs. Ef við hefðum lent í sjónum hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum enda trollið aftan í skipinu.“ Þorsteinn og Sævar unnu saman um borð í Barða NK-120 en hann var fyrsti hefðbundni skuttogarinn í eigu Íslendinga. Ljósmynd/Guðmundur Sveinsson Þorsteinn fór samstundis að fikra sig upp rennuna og draga Sævar með sér. „Félagar okkar hafa ugglaust komið fljótt til aðstoðar þó að ég muni ekkert eftir því. Þegar upp á dekk var komið stumruðum við yfir Sævari og það var svo sannarlega óhuggulegt. Það blæddi úr öllum vitum hans. Það blæddi úr eyrum, nefi og munni og óhuggulegast var að það blæddi einnig úr augunum.“ Ljóst var að Sævar var höfuðkúpubrotinn en hann var borinn í koju. Strikið var tekið til Neskaupstaðar og Sævar sendur með hasti suður með sjúkraflugvél. Þorsteinn segir að atvikið hafi seint liðið sér úr minni og hann hafi oft hugsað til Sævars og langað til að hitta hann á ný. Rúm hálf öld leið áður en af því varð, en sem fyrr segir hittust þeir fimmtudaginn síðasta, 27. nóvember. „Við hófum að ræða málin rétt eins og við gerðum á Barða fyrir rúmlega hálfri öld,“ sagði Þorsteinn. Glímdi við eftirköstin alla æviSævar starfar í dag sem pípulagningameistari í Neskaupstað. Sjálfur man hann takmarkað eftir slysinu en í mörg ár þurfti hann að glíma við eftirköst þess. „Ég fékk lýsingar á því hvað gerðist og það fer ekkert á milli mála að þarna bjargaði Þorsteinn lífi mínu og ég stend í ævarandi þakkarskuld við hann,“ segir Sævar. Hann var meðvitundarlaus í þrjár vikur eftir slysið og móður hans, sem sat yfir honum allan tímann á Landakotsspítala, var sagt að búa sig undir það versta. Sævar kom læknunum ljóslega á óvart þegar hann rankaði við sér en hans beið langt bataferli og það var ekki fyrr en tveimur árum seinna sem hann gat byrjað að vinna á ný. „Höfuðkúpubrotið leiddi til þess að ég missti jafnvægisskynið og hafði sífelldan svima. Þá missti ég lyktarskyn og bragðskyn. Bragðskynið kom að hluta til aftur en lyktarskynið hvarf endanlega. Heyrnin hvarf í eina tvo mánuði og kom aldrei fullkomlega til baka á hægra eyra. Ég þjáðist af höfuðverk árum saman, einkum þegar ég var á sjó. Ég glímdi einnig við það vandamál í ein sjö ár að þegar ég reis úr rúmi að morgni þá steinleið yfir mig. Þá ber að nefna að í fyrstu, eftir að ég komst til meðvitundar, var ég hálfmállaus.“ Sævar segist hafa kannað hvort hann fengi greiddar bætur en þær hafi ekki verið auðsóttar þar sem áverkarnir voru ekki sýnilegir útvortis. Á þeirri rúmu hálfu öld sem leið segir Sævar að hugurinn hafi oft leitað til björgunarmanns síns. „Það var svo sannarlega ánægjulegt að hitta hann. Þorsteinn bjargaði lífi mínu og það er ekki hægt að gera meira fyrir nokkurn mann,“ sagði Sævar. Að lokum má nefna að það sem leiddi Þorstein til Neskaupstaðar að þessu sinni var að sonur hans hafði fengið pláss á Blængi NK, frystitogara Síldarvinnslunnar. Taldi Þorsteinn réttast að keyra með soninn austur, rétt eins og faðir hans gerði árið 1971. Skrifað af Þorgeir 25.11.2025 06:26Andlát Emil Páll Jónsson SkipaljósmyndariGóður félagi hefur fengið hvildina þegar ég var búinn að vera með þessa siðu i nokkur ár fékk ég Emil Pál til að aðstoða mig við að halda henni lifandi sem að hann gerði svo sannarlega ferðast vitt og breytt um landið til að finna efni fyrir siðuna sem að blómstraði sem aldrei fyrr að leiðarlokum votta ég öllum ástvinum Emils Páls Jónssonar mina Dýpstu Samúð Þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir 16.11.2025 22:47Harpa Karen á EyjafirðiÞað var skemmtilegt verkefni að mynda Hörpu Karen á Eyjafirðii vikunni en eins og fram hefur komi er hún i eigu útgerðarfélagsins Brimklóar báturinn er hinn glæsilegasti og gengur um 11 sjómilur að sögn skipstjórans Daviðs Haukssonar hérna koma nokkrar i viðbót
Skrifað af Þorgeir 10.11.2025 22:57Sjóstangveiði i Eyjafirði um borð i Nóa EA 611
Skrifað af Þorgeir 09.11.2025 23:32"Ekkert annað en morðhótun"
Skrifað af Þorgeir 08.11.2025 17:44Gert klárt fyrir vetrarlegu i BótinniÞað voru næg Haustverkin i bótinn i dag verið að gera klárt fyrir vetrarlegu hérna koma nokkrar myndir
Skipverjar og Eigendur ásamt Aðstoðarfólki gerir Nóa EA 611 Klárann mynd þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir 07.11.2025 01:04Neyðarkallinn verður seldur á AkureyriNeyðarkallinn verður seldur næstu dagaSkapti Hallgrímsson - skapti@akureyri.net 05.11.2025 kl. 18:00
Guðrún Elísabet Jakobsdóttir og Ágústa Ýr Sveinsdóttir, félagar í Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, seldu Neyðarkallinn við verslun Nettó í Hrísalundi í morgun. Mynd: Þorgeir Baldursson Árleg sala Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Neyðarkallinum hófst í morgun. Björgunarsveitarfólk verður áberandi við fjölfarna staði næstu daga og í einhverjum sveitarfélögum verður gengið í hús. Sölunni lýkur næstkomandi sunnudag, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.
Hefð er fyrir því að forseti Íslands taki á móti Neyðarkalli á fyrsta söludegi og Halla Tómasdóttir kom að Elliðaánum í Reykjavík í morgun í þeim erindagjörðum ásamt eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni.
Að þessu sinni var það öflugur straumvatnsbjörgunarhópur sem flutti Neyðarkallinn yfir straumvatnið og afhenti forseta, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Við tilefnið ítrekaði Halla mikilvægi sjálfboðaliðastarfs Slysavarnafélagsins Landsbjargar fyrir samfélagið og vonaðist til að vel yrði tekið á móti sölufólki.
Mynd: Landsbjörg/Sigurður Ólafur Sigurðsson Neyðarkallinn í ár er í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns „og þannig heiðrum við minningu góðs félaga, Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í hörmulegu slysi við æfingar í straumvatni, fyrir rétt um ári síðan. Það var gert í góðu samráði við fjölskyldu Sigurðar og björgunarsveitina Kyndil, sem hann veitti formennsku,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.
Árleg sala Neyðarkallsins er ein af stóru fjáröflunarleiðum björgunarsveitanna „og stendur undir eðlilegri endurnýjun björgunarbúnaðar og þjálfunar félaga björgunarsveita um land allt,“ segir í tilkynningunni. heimild Akureyri.net Skrifað af Þorgeir 05.11.2025 23:12Nær öll skip kominn aftur til veiða
Skrifað af Þorgeir 05.11.2025 08:49Glugginn i dag
Skrifað af Þorgeir 31.10.2025 23:43Birtingur Nk 124
Skrifað af Þorgeir 31.10.2025 06:2780 starfsmenn tóku þátt í 30. haustralli Hafró!
30. október 2025
Þann 17. október s.l. lauk þrítugustu Stofnmælingu botnfiska að haustlagi (einnig nefnt haustrall eða SMH). Togararnir Breki VE og Þórunn Sveinsdóttir VE auk rannsóknaskipsins Árni Friðrikssonar HF tóku þátt í verkefninu í ár og tóku alls um 80 starfsmenn þátt í verkefninu. Skipstjórar voru Heimir Hafsteinsson á Árna Friðrikssyni HF, Sigurjón Viðarson og Óskar Þór Kristjánsson á Þórunni VE og Magnús Ríkarðsson á Breka VE. Togað var á 372 stöðvum allt í kringum landið en stöðvarnar dreifast yfir allt landgrunnið og niður á landgrunnsbrúnina niður á allt að 1300 m dýpi. Eins haustrall í 30 árHaustrall hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti frá árinu 1996. Helsta markmið verkefnisins er að styrkja mat á stofnstærð helstu botnlægra nytjastofna með sérstakri áherslu á lífshætti og stofnstærð grálúðu og djúpkarfa. Auk þess er markmið verkefnisins að afla upplýsingar um útbreiðslu, líffræði og fæðu helstu fisktegunda á Íslandi
Auk söfnun á líffæðilegum upplýsingum fiskistofna eru ýmsir umhverfisþættir skráði svo sem sjávarhiti (við botn og yfirborð) og veðurfar. Auk þess hefur botndýrum einnig verið safnað til nokkurra ára og frá árinu 2017 hafa skráningar á rusli/plastrusli í afla farið fram með skipulögðum hætti. Gagnasöfnun í Haustralli hefur með tímanum orðið veigamikill þáttur í langtímavöktun lífríkis á íslensku hafsvæði og margar skýrslur, vísindagreindar og nemaverkefni sem nýta gögn safnað í haustralli komið út. Helstu niðurstöður úr Haustralli 2025 er að vænta í desember.Heimild HafogVatn.is
Skrifað af Þorgeir 31.10.2025 00:29Blys fyrir hvern þann sem lést
Blys voru tendruð fyrir hvern þann sem að lést i snjóflóðinu á Flateyri Morgunblaðið Halldór Sveinbjörnsson isafirði
Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur inn til lendingar Varðskipið Freyja i bakgrunni mynd Halldór Sveinbjörnsson
Það var fallegt veður í Önundarfirði í dag. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
Séra Fjölnir Ásbjörnsson leiddi minningarstundina. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
Í kirkjugarðinum er minnisvarði um þau sem fórust í flóðinu 1995. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
mbl.is Halldór Sveinbjörnsson
Benoný Ásgrimssson fyrrverandi flugstjóri Landhelgisgæslunnar kemur til Flateyrar mbl.is Halldór Sveinbjörnsson
Auðunn Kristinnson aðgerðarstjóri LHG og Ólafur Helgi Kjartansson fyrrverandi sýslumaður á Isafirði mbl.is Karitas Sveina Guðjónsdóttir
Skrifað af Þorgeir 30.10.2025 23:42Falleg vetrarbirta i miðbæ Akureyrar
Skrifað af Þorgeir 29.10.2025 10:15Sólrún EA 151
Skrifað af Þorgeir 26.10.2025 20:22Breskt Herskip á AkureyriFreigáta konunglega breska flotans, HMS Somerset, er komin til Akureyrar. Þar fékk áhöfnin hlýjar móttökur, að því er segir á opinberum reikningi herskipsins á X. Samkvæmt miðlinum UK Defence Journal er heimsókn freigátunnar liður í yfirstandandi aðgerðum Konunglega breska flotans á Norður-Atlantshafi. Herskipið var tekið í notkun árið 1996 og er hannað fyrir kafbátahernað en ber þó einnig vopn til varnar á yfirborði og í lofti, svo sem hina nýlega kynntu NSM-flaug (Naval Strike Missile) sem getur verið beitt á óvinaskip eða skotmörk á landi sem eru í meira en 160 kílómetra fjarlægð. heimild mbl.is
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 3 Gestir í dag: 1 Flettingar í gær: 2194 Gestir í gær: 15 Samtals flettingar: 2337378 Samtals gestir: 69713 Tölur uppfærðar: 5.12.2025 00:01:49 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is