19.05.2024 10:32Þórður á Grenivík hafði afskrifað grásleppunaÞórður Ólafsson á Elínu Þh 82 frá Grenivík segir grásleppuveiði hafa gengið vel á Eyjafjarðarsvæðinu síðustu þrjú árin. Hann segir strandveiðikerfið mannfjandsamlegt. Þórður Ólafsson landar grásleppu á Dalvík á dögunum. Mynd/Þorgeir Baldursson Deila „Þetta er ekki alveg búið en þetta er orðið harðsótt, það er bara fjaran eftir,“ segir Þórður Ólafsson, sem gerir út Elínu ÞH 82 á grásleppu frá Grenivík. „Þetta byrjaði rólega en veiðin hefur gengið sæmilega og er búin að vera mjög góð síðustu þrjú árin og betri en við eigum að venjast á þessu Eyjafjarðarsvæði,“ segir Þórður. Oft komi skarpir toppar fyrir austan í Bakkaflóanum og í Húnaflóanum og Breiðafirðinum. Hann haldi að á Vestfjörðum sé enn meiri grásleppa en fyrir norðan. Þórður lagði fyrst net sín 13. apríl og á því nóg eftir af þeim 55 dögum sem veiða má og ætlar að halda áfram enn um sinn. „En ég verð aldrei þessa 55 daga,“ tekur hann fram. Ný von með sölu á ferskum hrognum„Ég hélt fyrir tuttugu árum að grásleppuveiðar myndu brátt heyra sögunni til,“ segir Þórður spurður um markaðsstöðuna. Það hafi síðan orðið stór breyting með því að selja hrognin fersk. „Ef ekki þarf að salta öll hrognin er komin ný von með þetta,“ segir hann. Sorglegt sé hins var að markaðir fyrir búkinn hafi lokast í Kína. „Mér skilst þó núna að menn séu að losna við þetta kostnaðarlaust. Þó að þetta geri ekki annað en að borga frystingu og flutning kalla ég það góðar fréttir á meðan það tekst. Það gerir ekki annað en að vinda upp á sig og enda með því að verða markaðsvara.“ Vill kerfi með virðinguEr grásleppunni sleppir tekur strandveiðin við hjá Þórði. „Ég fer á strandveiðina ef það verður ekki búið að loka,“ segir Grenvíkingurinn. Það fari í skapið á honum þegar talað sé um mokveiði á strandveiðunum. „Ég hef viðbjóð á þessu fyrirkomulagi. Þetta er búið til af mannvonsku,“ segir Þórður. Margar leiðir séu til að bæta kerfið. „Ef það á að leyfa þetta á annað borð, af hverju er það ekki gert með virðingu og jákvæðni?“ spyr Þórður. „Ef þetta væru bara þessir 48 dagar þá þarf engar aðrar takmarkanir. Ef menn vilja binda sig við einhvern pott sem má veiða þá væri líka hægt að setja lokadag um það hvenær menn geta sótt um strandveiðileyfi á hverju vori og skipta magninu hreinlega upp á milli bátanna.“ fiskifrettir.is Skrifað af Þorgeir 18.05.2024 16:32Hoffell SU 80
Skrifað af Þorgeir 14.05.2024 23:001512 Jón Kjartansson Su 111Nú seinnipart dags lagði Grettir sterki með Jón Kjartansson su 111 ex Hólmaborg su 11 og Eldborg HF 13 Frá Reyðarfirði á leiðis til Danmerkur en þangað hefur skipið verið selt i niðurrif það var fréttaritari siðunnar á Austfjörðum Guðlaugur Björn Birgisson sem að tók þessar frábæru drónamyndir þegar skipin héldu úr höfn og siðan koma nokkar úr safni siðueiganda kv þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir 13.05.2024 22:23Snorri i Hvalaskoðun á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 12.05.2024 20:48Sigurður Ve 15 á Eyjafirði i kvöld
i kvöld sigldi inn Eyjafjörð Sigurður Ve 15 i siðasta skipti undir skipstjórn Harðar Guðmundssonar þar sem að Hörður hefur ákveðir að stiga frá borði og koma i land eftir mjög mörg ár til sjós við skipstjórn á Sigurði Ve af Herði tekur Jóhannes Danner sem að var siðast á Jónu Edvalds SF 200
Skrifað af Þorgeir 12.05.2024 15:50Gullberg VE 292 kominn i lit Vinnslustöðvarinnar
Skrifað af Þorgeir 09.05.2024 23:33Selir i Eyjafirði
Skrifað af Þorgeir 08.05.2024 23:28Tvö Hoffell á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 02.05.2024 23:12Kappsigling til Dalvikur i dag
Skrifað af Þorgeir 02.05.2024 00:00Gullberg Ve 292 i slipp á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 01.05.2024 16:33Gunnar Nielsson EA 555
Skrifað af Þorgeir 29.04.2024 20:07Seifur dregur Treville til Akureyrar i viðgerð
Skrifað af Þorgeir 26.04.2024 13:33Hafborg EA og Konsull leysa af i ferjusiglingum i EyjafirðiBáðar ferjurnar sem að sinna Eyfirðingum eru bilaðar og i slipp á Akureyri á meðan sinna Dragnótbáturinn Hafborg Ea 152 og hvalaskoðunnarbáturinn Konsúll þeim verkefnum Hafborg sinnir Grimsey til Dalvikur og Konsúll sinnir Hrisey til Árskógsands
Skrifað af Þorgeir 26.04.2024 10:54Sólberg fyrsti íslenski togarinn með UNOólafur Marteinsson hjá Isfélaginu og Ragnar Guðmundsson hjá Vélfag handsöluðu samningin i Barcelona mynd Vélfag Fiskvinnsluvélin UNO virðist hafa reynst vel um borð Sólbergi ÓF og hefur Ísfélag hf. gengið frá samningi við Vélfag ehf. um að festa kaup á tækinu og verður togarinn nú sá fyrsti hér á landi með tækið um borð. Prófanir með UNO um borð í Sólberginu stóðu yfir fyrr á árinu og voru samningar undirritaðir á síðasta degi alþjóðlegu sjávarútvegssýningarinnar í Barselóna á Spáni í gær, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu Vélfags. UNO er alhliða vinnsluvél sem getur leyst fjórar til fimm eldri vélar af hólmi. Vélin tekur við slægðum fiski og sér um að flaka, skera út beingarð og roðrífa án utanaðkomandi aðstoðar. Þannig skilar tækið frá sér flökum sem eru tilbúin til snyrtingar. Sólberg ÓF 1 við bryggju i Krossanesi i Eyjafirði mbl.is þorgeir Baldursson Skrifað af Þorgeir 26.04.2024 10:50Nýtt uppsjávarskip í flota Ísfélagsins
Áætlað er að skipið verði afhent Ísfélaginu í maí á næsta ári. Myndin er frá því skipið var afhent skosku útgerðinni árið 2017.
Isfélag hf. hefur samið um kaup á uppsjávarskipinu Pathway. Seljandi er skoska fyrirtækið Lunar Fishing Company Limited. Pathway var smíðað árið 2017 í Danmörku og er 78 metra langt og 15,5 metra breitt. Kaupin eru liður í endurnýjun á skipaflota félagsins. Áætlað er að skipið verði afhent í maí á næsta ári. Pathway var smíðaður af Karstensen skipasmíðastöðinni í Danmörku og var afhentur Lunar Fishing í Peterhead árið 2017. Pathway er systurskip Kings Cross sem útgerðin tók í rekstur í október 2016. Pathway verður fimmta uppsjávarskipið í flota Ísfélags hf. en þar eru fyrir Álsey VE, Heimaey VE, Sigurður VE og Suðurey VE. heimild Fiskifrettir.is Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2703 Gestir í dag: 23 Flettingar í gær: 2060 Gestir í gær: 26 Samtals flettingar: 1504058 Samtals gestir: 59766 Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:42:53 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is