09.03.2024 23:067505 Alda EA 42
Skrifað af Þorgeir 09.03.2024 08:19Hvalaskoðun á Eyjafirði talsverð aukning milli ára
Skrifað af Þorgeir 09.03.2024 06:51Hafrafell SU mokfiskar
Óhætt er að segja að vetrarvertíðin hafi farið vel af stað en íslensku fiskiskipin lönduðu tæplega 42 þúsund tonnum af þorski í janúar og febrúar. Stórþorskur virðist vera á öllum miðum og skiptir engu hvort um er að ræða austan- eða vestanlands. Var greint frá því í byrjun febrúar að áhöfnin á línubátnum Vigur SF, sem gerður er út frá Hörnafirði, hafi líklega sett met í afla úr einni lögn þegar náðust 48 tonn á 18 þúsund króka. Vigur SF landaði um 307 tonnum af þorski á fyrstu tveimur mánuðum ársinsSá krókaaflamarksbátur sem landaði mestum þorskafla á fyrstu tveimur mánuðum ársins var Hafrafell SU sem Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði gerir út og var báturinn með 474 tonn af þorksi samkvæmt skráningu Fiskistofu. Á eftir fylgir annar bátur sömu útgerðar, Sandfell SU með 473 tonn. Á eftir fylgir Stakkhamar SH með 409 tonn, Tryggvi Eðvarðs SH nmep 397 tonn af þorski og svo Einar Guðnason ÍS með 393 tonn. Skrifað af Þorgeir 09.03.2024 00:35Skipstjóri neitaði áhöfn um áfallahjálp
Skipstjóri norska flutningaskipsins Wilsons Skaw neitaði áhöfn skipsins um áfallahjálp eftir að skipið strandaði í Húnaflóa í apríl í fyrra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um strandið. Wilson Skaw strandaði við Ennishöfða á Húnaflóa 18. apríl á síðasta ári. Skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur. Í samræmi við valdaskiptinguÍ skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur fram að áhöfnin hafi óskað eftir áfallahjálp eftir að náðist að losa skipið. Skipstjóri skipsins hafi neitað bón áhafnarinnar. Þetta hafi verið í samræmi við valdaskiptingu innan áhafnarinnar. Í viðtölum við skipverjana hafi komið fram að áhöfnin myndi ekki leggja í efa ákvarðanir skipstjórans. Skipstjórinn treysti ekki heimamönnumSkipstjórinn hafði 28 ára starfsreynslu en stýrimaður hafði verið stýrimaður í tvö ár. Tveimur dögum áður en skipið sigldi í strand lagði stýrimaðurinn til siglingarleið sem lá norðar en sú sem skipið fór á endanum. Skipstjórinn tók ákvörðun um að sigla þá leið sem varð fyrir valinu þrátt fyrir uppástungu stýrimanns. Þessari ákvörðun skipstjóra var ekki mótmælt af áhöfninni. Tekið er fram í skýrslunni að skipstjórinn hafi ekki treyst upplýsingum heimamanna um siglingaleiðina, heldur að vildi hann styðjast við rafræn kort sem hann hafði í höndunum. Skrifað af Þorgeir 09.03.2024 00:24Gæslan sótti tvo slasaða vélsleðamenn
Skrifað af Þorgeir 07.03.2024 09:042212 Snæfell EA 310 i Krossanesi
Skrifað af Þorgeir 06.03.2024 22:326761 Sunna EA á útleiðStórgóður vinur minn og félagi i hollvinum Húna 11 EA 740 Gunnar Gislasson á Þennan bát sem að ber nafnið Sunna hann hélt til veiða i morgun til að ná sér i soðið ekki veit ég um aflabrögð en eitthvað nudd hefur verið i firðinum siðustu daga 0g margir trillukarlar á sjó i dag
Skrifað af Þorgeir 06.03.2024 22:04Rex NS 3
Skrifað af Þorgeir 06.03.2024 21:52Fyrstu grásleppunni landað á DalvíkGuðmundur Arnar EA kemur inn til löndunar á sunnudag. FF MYNDIR/ÞORGEIR Baldursson Deila Grásleppu var landað í fyrsta sinn á Dalvík á sunnudag en breytingarnar hafa verið gerðar á veiðitímabilinu sem nú mátti hefjast 1. mars. Arnþór Hermannsson, skipstjóri á Guðmundi Arnari EA, segir að veiðin fari fremur hægt af stað en þeir lönduðu alls 1,6 tonnum af grásleppu hjá Fiskmarkaði Norðurlands á sunnudag. Samkvæmt Fiskistofu er fjöldi virkra réttinda til grásleppuveiða nú 303 talsins og fjöldi rétthafa er 268. Fæstir munu byrjaðir á grásleppu en einhverjir eru farnir af stað á Eyjafjarðarsvæðinu. Guðmundur Arnar EA er rúmlega 11 metra langur trefjaplastbátur sem var smíðaður 2002. Í áhöfn eru tveir til þrír menn, Arnþór og bróðir hans Heimir, og frændi þeirra, Hermann Guðmundsson, grípur í þetta af og til.
Spurning um hrognafyllingu„Það var nú ekki mikið að hafa og frekar rólegt yfir þessu. Það var fínasta veður til sjós en kalt að vísu. Við leggjum hérna úti af Gjögurtá og langleiðina austur undir Flatey. Við höfum aldrei byrjað svona snemma. Þetta hefur alltaf byrjað hjá okkur í kringum 20. mars. Núna lögðum við 70 net 1. mars og við þekkjum svo sem ekkert þennan tíma eða hvernig veiðin getur verið. Ég hélt jafnvel að afraksturinn yrði verri en þetta því við rennum alveg blint í sjóinn. Við höfum verið að draga þorskanet dálítið áður á svipuðum slóðum eða aðeins dýpra og aldrei orðið varir við grásleppu,“ segir Arnþór. Aðrir sem hafa fengið grásleppu sem meðafla að undanförnu hafa talað um að hrognafyllingin sé ekki orðin mikil í grásleppunni á þessum árstíma. Arnþóri finnst þetta kannski í fyrsta lagi að hefja veiðarnar með tilliti til hrognafyllingar. Þegar dregið var á sunnudag voru nokkrar grásleppur í aflanum sem voru hrognalausar með öllu. Farið að óskum LSLandssamband smábátasjómanna óskaði eftir því við Matvælaráðuneytið 22. febrúar síðastliðinn að upphafsdagur grásleppuvertíðar 2024 yrði 1. mars. „Meginástæða beiðninnar er að á undanförnum árum hefur markaður fyrir fersk grásleppuhrogn í Danmörku farið vaxandi. Samfara hefur útflutningur héðan aukist jafnt og þétt og skilað góðu verði til sjómanna og útflytjenda. Markaðurinn er þó enn takmarkaður við tímann frá áramótum fram að páskum. Þar sem páskar eru mjög snemma í ár, páskadagur 31. mars, er hætt við að íslenskir sjómenn geti ekki nýtt sér eða annað markað fyrir fersk grásleppuhrogn hefjist vertíðin 20. mars. Auk hrogna frá Íslandi selja danskir og sænskir sjómenn hrogn sín inn á þennan markað,“ segir í bréfinu til Matvælaráðuneytisins.
„Það er mál manna að markaðurinn kalli á hrognin núna en samt hefur verðið farið lækkandi á mörkuðum. Það var ekkert spes á sunnudaginn miðað við hvað það hafði verið, eða yfir 1.000 kr. kílóið. Þetta fór alveg upp í 1.500 kr. í fyrra. Vertíðinni er flýtt núna út af eftirspurn eftir hrognum í Danmörku en á móti eru þeir sem byrja strax að fórna veiðidögum því hver löndunardagur telst til veiðidags. Hérna í Eyjafirði eru í mesta lagi þrír byrjaðir á grásleppu og einhverjir á Ólafsfirði. Til nýta dagana sem best ætlum við að láta netin liggja í tvær nætur eins og má núna,“ sagði Arnþór þegar rætt var við hann í byrjun vikunnar.
Andstæð sjónarmið gagnvart kvótasetninguArnþóri líst ágætlega á áform um kvótasetningu á grásleppu. Með því geti menn stýrt veiðunum mikið betur og hagað þeim eftir aðstæðum hverju sinni. Þá gætu menn til dæmis tekið upp grásleppunetin ef lítið er af grásleppu og farið í þorsk í staðinn ef hann er að gefa sig. Svo virðist þó sem menn skiptist í tvær fylkingar hvað þetta varðar og hefur Landssamband smábátaeigenda meðal annars ályktað um málið og sagt að það muni leiða til samþjöppunar heimilda og ekki hafi verið kannað til hlítar hvaða áhrif það geti haft á byggðarlögin að útgerð hefðbundinna grásleppubáta myndi fjara út á næstu árum. „Ég held að það vilji flestir kvótasetja grásleppuna hér á þessu svæði, mér heyrist það,“ segir Arnþór. Skrifað af Þorgeir 06.03.2024 21:50Fyrstu grásleppunni landað á DalvíkGuðmundur Arnar EA kemur inn til löndunar á sunnudag. FF MYNDIR/ÞORGEIR Deila Grásleppu var landað í fyrsta sinn á Dalvík á sunnudag en breytingarnar hafa verið gerðar á veiðitímabilinu sem nú mátti hefjast 1. mars. Arnþór Hermannsson, skipstjóri á Guðmundi Arnari EA, segir að veiðin fari fremur hægt af stað en þeir lönduðu alls 1,6 tonnum af grásleppu hjá Fiskmarkaði Norðurlands á sunnudag. Samkvæmt Fiskistofu er fjöldi virkra réttinda til grásleppuveiða nú 303 talsins og fjöldi rétthafa er 268. Fæstir munu byrjaðir á grásleppu en einhverjir eru farnir af stað á Eyjafjarðarsvæðinu. Guðmundur Arnar EA er rúmlega 11 metra langur trefjaplastbátur sem var smíðaður 2002. Í áhöfn eru tveir til þrír menn, Arnþór og bróðir hans Heimir, og frændi þeirra, Hermann Guðmundsson, grípur í þetta af og til.
Spurning um hrognafyllingu„Það var nú ekki mikið að hafa og frekar rólegt yfir þessu. Það var fínasta veður til sjós en kalt að vísu. Við leggjum hérna úti af Gjögurtá og langleiðina austur undir Flatey. Við höfum aldrei byrjað svona snemma. Þetta hefur alltaf byrjað hjá okkur í kringum 20. mars. Núna lögðum við 70 net 1. mars og við þekkjum svo sem ekkert þennan tíma eða hvernig veiðin getur verið. Ég hélt jafnvel að afraksturinn yrði verri en þetta því við rennum alveg blint í sjóinn. Við höfum verið að draga þorskanet dálítið áður á svipuðum slóðum eða aðeins dýpra og aldrei orðið varir við grásleppu,“ segir Arnþór. Aðrir sem hafa fengið grásleppu sem meðafla að undanförnu hafa talað um að hrognafyllingin sé ekki orðin mikil í grásleppunni á þessum árstíma. Arnþóri finnst þetta kannski í fyrsta lagi að hefja veiðarnar með tilliti til hrognafyllingar. Þegar dregið var á sunnudag voru nokkrar grásleppur í aflanum sem voru hrognalausar með öllu. Farið að óskum LSLandssamband smábátasjómanna óskaði eftir því við Matvælaráðuneytið 22. febrúar síðastliðinn að upphafsdagur grásleppuvertíðar 2024 yrði 1. mars. „Meginástæða beiðninnar er að á undanförnum árum hefur markaður fyrir fersk grásleppuhrogn í Danmörku farið vaxandi. Samfara hefur útflutningur héðan aukist jafnt og þétt og skilað góðu verði til sjómanna og útflytjenda. Markaðurinn er þó enn takmarkaður við tímann frá áramótum fram að páskum. Þar sem páskar eru mjög snemma í ár, páskadagur 31. mars, er hætt við að íslenskir sjómenn geti ekki nýtt sér eða annað markað fyrir fersk grásleppuhrogn hefjist vertíðin 20. mars. Auk hrogna frá Íslandi selja danskir og sænskir sjómenn hrogn sín inn á þennan markað,“ segir í bréfinu til Matvælaráðuneytisins.
„Það er mál manna að markaðurinn kalli á hrognin núna en samt hefur verðið farið lækkandi á mörkuðum. Það var ekkert spes á sunnudaginn miðað við hvað það hafði verið, eða yfir 1.000 kr. kílóið. Þetta fór alveg upp í 1.500 kr. í fyrra. Vertíðinni er flýtt núna út af eftirspurn eftir hrognum í Danmörku en á móti eru þeir sem byrja strax að fórna veiðidögum því hver löndunardagur telst til veiðidags. Hérna í Eyjafirði eru í mesta lagi þrír byrjaðir á grásleppu og einhverjir á Ólafsfirði. Til nýta dagana sem best ætlum við að láta netin liggja í tvær nætur eins og má núna,“ sagði Arnþór þegar rætt var við hann í byrjun vikunnar.
Andstæð sjónarmið gagnvart kvótasetninguArnþóri líst ágætlega á áform um kvótasetningu á grásleppu. Með því geti menn stýrt veiðunum mikið betur og hagað þeim eftir aðstæðum hverju sinni. Þá gætu menn til dæmis tekið upp grásleppunetin ef lítið er af grásleppu og farið í þorsk í staðinn ef hann er að gefa sig. Svo virðist þó sem menn skiptist í tvær fylkingar hvað þetta varðar og hefur Landssamband smábátaeigenda meðal annars ályktað um málið og sagt að það muni leiða til samþjöppunar heimilda og ekki hafi verið kannað til hlítar hvaða áhrif það geti haft á byggðarlögin að útgerð hefðbundinna grásleppubáta myndi fjara út á næstu árum. „Ég held að það vilji flestir kvótasetja grásleppuna hér á þessu svæði, mér heyrist það,“ segir Arnþór. Skrifað af Þorgeir 06.03.2024 21:37Arnar fyrstur með afla úr Barentshafi
Skrifað af Þorgeir 05.03.2024 22:21Emerude i Barentshafi
Skrifað af Þorgeir 05.03.2024 20:45Kristrún Re 177
Skrifað af Þorgeir 05.03.2024 18:41Hvalaskoðun á Eyjafirði
Skrifað af Þorgeir 05.03.2024 18:37Toghlerar fá styrkingu
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2715 Gestir í dag: 23 Flettingar í gær: 2060 Gestir í gær: 26 Samtals flettingar: 1504070 Samtals gestir: 59766 Tölur uppfærðar: 23.5.2025 21:13:13 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is