09.11.2022 17:22VEGAGERÐIN ÓSKAR TILBOÐA Í REKSTUR HRÍSEYJARFERJUNNAR SÆVARS
Af vef vikudags „Almenn sátt ríkir um núverandi áætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey og á öryggi íbúanna,“ segir í bókun bæjarráðs Akureyrar. Þar er bæjarráð að taka undir með hverfisráði Hríseyjar varðandi nýtt útboð á rekstri Hríseyjarferjunnar Sævars en í því áskilur Vegagerðin sér rétt til að fjölga/fækka ferðum um plús mínus 20% á samningstímanum sem er til ársins 2025. Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í rekstur Hríseyjarferju fyrir árin 2023 til 2025, sérleyfi fyrir Vegagerðina á ferjuleiðinni Hrísey – Árskógsandur – Hrísey. Innifalið í því er að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Ferjan Sævar sem er í eigu Vegagerðarinnar verður notuð í verkefnið. Samningstími er þrjú ár með möguleika á framlengingu allt að 2 sinnum, 1 ár í senn. Skila á inn tilboðum fyrir kl. 14 þriðjudaginn 29. nóvember 2022. Bæjarráð segir Hríseyjarferjuna þjóðveg eyjarskeggja og alla þeirra sem eyjuna heimsækja. Fer ráðið fram á að ferjuáætlun standi óbreytt og með möguleika á upphringiferðum líkt og verið hefur, „og að réttur Vegagerðarinnar til að fækka ferðum um allt að 20% á samningstíma verði tekinn úr útboðinu.“ Á fundi hverfisnefndar Hríseyjar var fjallað um þann rétt sem Vegagerðin áskildi sér í útboðinu um að fjölga/fækka ferðum um plús mínus 20% á samningstímanum. Einnig að stjórnvöldum væri heimilt að fækka eða fjölga ferðum eða segja upp einstaka leið með 6 mánaða fyrirvara. Í núverandi vetraráætlun er gert ráð fyrir 6 til 8 ferðum daglega en 8 til 10 ferðum yfir sumarið, samtal 2.840 ferðir. Almenn sátt um núverandi áætlun Segir hverfisráðið almenna sátt ríkja um núverandi áætlun ferjunnar og breyting á áætlun eða fækkun ferða geti haft verulega áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey. „Niðurfelling á ákveðnum ferðum getur haft þau áhrif að ómögulegt yrði fyrir íbúa að sækja atvinnu í landi ásamt takmörkun á möguleikum íbúa að stunda félagsstarf, íþróttastarf, sækja menningarviðburði,“ segir í bókun hverfisnefndar. „Ferjan er okkar þjóðvegur sem þarf að vera opinn með tíðum og öruggum ferjusiglingum. Við samþykkjum því ekki að í kjölfar þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað í Hrísey undanfarin ár verði ferðum ferjunnar fækkað.“ Skrifað af Þorgeir 09.11.2022 07:19Skúli St 75
Skrifað af Þorgeir 08.11.2022 23:19Kristján Þórarinsson Fagstjóri fiskimála hjá Brim.HFGengið hefur verið frá ráðningu Kristjáns Þórarinssonar í starf fagstjóra fiskimála hjá Brimi hf. Kristján er stofnvistfræðingur og hefur áratugareynslu á sviði sjávarútvegs og á alþjóðavettvangi fiskimála. Með ráðningu Kristjáns er verið að styrkja þekkingu Brims á þessu sviði. Kristján mun koma að margþættum verkefnum sem félagið vinnur að á hverjum tíma, þar á meðal að meta stöðu hafrannsókna einstakra fiskistofna. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf.: "Það er ánægjulegt að fá Kristján í góðan hóp starfsmanna og ég býð hann velkominn til starfa. Kristján hefur starfað í sjávarútvegi síðastliðin þrjátíu ár og hefur mikla reynslu og þekkingu af samstarfi milli ólíkra aðila sem koma að umræðu bæði innanlands og erlendis um sjávarútvegsmál." Skrifað af Þorgeir 08.11.2022 20:09Páll Pálsson is 102
Skrifað af Þorgeir 08.11.2022 07:55Þórunn Sveinsdóttir Ve 401
Skrifað af Þorgeir 30.10.2022 21:45Sigldu jafn langt og til Tenerife og til baka
Breki VE hélt til Vestmannaeyja í síðustu viku að lokinni þátttöku í haustralli Hafrannsóknastofnunar. Breki VE hafði þá lagt að baki 528 klukkustunda siglingu og 3.300 sjómílur, en haustrallið hófst 30. september. Hafrannsóknastofnun tók skipið á leigu annað árið í röð vegna haustrallsins, að því er fram kemur í færslu á vef Vinnslustöðvarinnar sem gerir skipið út. Þar segir jafnframt að veiðarfærum og áhöfn hafi verið skilað í land í Hafnarfirði, en fjórir urðu eftir um borð til að sigla skipinu til heimahafnar. Þvers og kruss„Við sigldum þvers og kruss, fram og til baka, út og suður, í fiskveiðilögsögunni hringinn í kringum landið. Þessar 3.300 sjómílur svara til siglingar frá Vestmannaeyjum til Miami á Flórída eða frá Eyjum til Tenerife og aftur til baka! Við hefðum svo sem þegið ögn af sól og blíðu sem gjarnan ríkir á Tenerife og í Flórída en vorum ekki sólarmegin í lífinu í þetta sinn heldur í leiðindaveðri stóran hluta tímans,“ segir Magnús Ríkarðsson, skipstjóri á Breka, í færslunni. „Við toguðum á 155 fyrirfram ákveðnum stöðvum á djúpslóð í lögsögunni. Stundum á hátt í þúsund metra dýpi sem svarar til meira en þrefaldrar hæðar Heimakletts okkar Eyjamanna. Aflinn var samtals um 50 tonn sem landað var á Eskifirði, Dalvík og í Hafnarfirði,“ segir hann. Leið Breka umhverfis Ísland á haustralli 2022. Mynd/?VSV „Magnús skipstjóri er hundrað prósenta maður“„Breki er frábært skip og áhöfnin sömuleiðis. Magnús skipstjóri er hundrað prósenta maður, vandvirkur, nákvæmur og leggur sig fram um að skila verkefninu eins vel og framast er unnt. Fyrir okkur starfsmenn Hafró er gulls í gildi að vinna með fólki sem er umhugað um að skila góðu verki,“ er haft eftir Klöru Björgu Jakobsdóttur, líffræðingi, í færslunni. Klara Björg var verkefnisstjóri haustrallsins að þessu sinni og leiðangursstjóri um borð í Breka í fyrri hluta rallsins, en líffræðingurinn Hlynur Pétursson var leiðangursstjóri í síðari hlutanum. „Við fórum eins að nú og í fyrra, slepptum stöðvum þar sem dýpi er yfir þúsund metrum og tökum þær með rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Árni er eina skipið í íslenska flotanum sem ræður til dæmis við að toga á allt að 1.300 metra dýpi vestur af landinu til að afla upplýsinga um djúpsjávartegundir, einkum grálúðu og karfa. Breki ræður við að toga á upp undir þúsund metra dýpi og með því að nota Árna Friðriksson á dýpri stöðvum blessast rallið í heildina tekið,“ segir Klara. Skrifað af Þorgeir 30.10.2022 10:20Fínasti túr hjá Blængi
Skrifað af Þorgeir 30.10.2022 07:02Björg EA 7 i brælu
Skrifað af Þorgeir 22.10.2022 22:23Húna kaffi alla laugardaga i vetur
Skrifað af Þorgeir 22.10.2022 00:10Smábátahöfnin i Sandgerðisbót
Skrifað af Þorgeir 21.10.2022 21:31Slippurinn Akureyri
Skrifað af Þorgeir 20.10.2022 20:31Húni 2 EA 740
Skrifað af Þorgeir 19.10.2022 22:33Onni HU 36 sviftur Veiðileyfi
Skrifað af Þorgeir 19.10.2022 22:09Gullver Ns með fullfermiAflinn var 115 tonn, mest þorskur og ufsi.
Ísfisktogarinn Gullver NS landaði fullfermi í heimahöfn á Seyðisfirði sl. mánudag. Aflinn var 115 tonn, mest þorskur og ufsi. Ómar Bogason rekstrarstjóri frystihúss Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði segir að þarna hafi verið um afar góðan fisk að ræða sem henti vel fyrir vinnsluna. Á Seyðisfirði er fiskurinn mest unninn í ferska hnakka og bakflök. Skipstjóri í veiðiferðinni var Þórhallur Jónsson en aflinn fékkst í Berufjarðarálnum, á Hvalbakshalli og norður fyrir Örvæntingu. Aflinn var jafn allan túrinn og fékkst hann á rúmum fjórum sólarhringum. Gullver hélt til veiða strax að löndun lokinni. Skrifað af Þorgeir 19.10.2022 20:16Sæborg ÞH i vetrargeymslu i sandgerðisbót
Sæborg kominn i vetrargeymslu i Sandgerðisbótina á Akureyri og það var Húsvikingurinn Aðalsteinn Júliusson sem að sigldi henni til Akureyrar og Hörður Sigurbjarnar tók á móti endanum ásamt fleirum af vef skipamynda.com Sæborg ÞH 55 var smíðuð fyrir Húsvíkinga á Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri árið 1977. Í Tímanum 4. mars 1977 sagði svo frá: Síðastliðinn laugardag afhenti bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri nýjan eikarbát 40 lestir að stærð og hlaut hann nafnið Sæborg ÞH-55. Báturinn var smíðaður fyrir Húsvíkingana Karl Aðalsteinsson og syni hans Aðalstein og Óskar. Sæborg er búin öllum fullkomnustu tækjum m.a. til neta- nóta- línu- og togveiða. Sæborg hefur þegar hafið veiðar og reynist vel. Bátinn teiknaði Tryggvi Gunnarsson skipasmíðameistari. Sæborg er tíundi báturinn, sem bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta smíðar og jafnframt þeirra stærstur. Á bátaverkstæðinu eru sex fastráðnir starfsmenn auk fleiri sem vinna þar öðru hverju. Að sögn forráðamanna bátaverkstæðisins er nú ekkert nýsmíðaverkefni framundan hjá þeim við bátasmíðarnar, þannig að óvist er hvað við tekur hjá fyrirtækinu. Sæborg ÞH 55 var seld til Keflavíkur árið 1991 þar sem báturinn fékk nafnið Eyvindur KE 37. Árið 2000 verða eigendaskipti á bátnum, Árni Jónsson ehf. kaupir hann af Eyvindi ehf. og við það fékk hann KE 99 í stað KE 37. Árið 2002 kaupir Hraunútgerðin ehf. bátinn aftur til Húsavíkur og fær hann sitt gamla nafn, Sæborg ÞH 55. Sæborg var seld vorið 2009 til Bolungarvíkur þar sem báturinn fékk nafnið Gunnar Halldórs ÍS 45. Árið 2014 fékk hann nafnið Áróra eftir að hafa verið gerður upp til farþegasiglinga. Vorið 2016 kaupir Norðursigling bátinn aftur til Húsavíkur og enn fær hann sitt upphaflega nafn, Sæborg, sem hann ber í dag. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 346 Gestir í dag: 9 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1119472 Samtals gestir: 52250 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is