10.10.2024 22:46

Jaki EA 15

                                                      2620 Jaki EA15 mynd þorgeir Baldursson 2024

10.10.2024 19:14

Hulda Björnsdóttir Gk 11

Nýr ísfisktogari Þorbjarnar hf., Hulda Björnsdóttir GK-11, kemur til landsins .

                                             Hulda Björnsdóttir Gk 11 skömmu fyrir brottför til Islands mynd Armon 

Nýr ís­fisk­tog­ari Þor­bjarn­ar hf. í Grinda­vík, Hulda Björns­dótt­ir GK-11, er vænt­an­leg­ur til hafn­ar í byrj­un næstu viku, seg­ir Gunn­ar Tóm­as­son fram­kvæmda­stjóri Þor­bjarn­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Tog­ar­inn er 58 metra lang­ur og 13,6 metra breiður, smíðaður hjá Armon í Gijón á Spáni og fær nafn sitt frá Huldu Björns­dótt­ur, móðir Gunn­ars, sem stofnaði fyr­ir­tækið ásamt eig­in­manni sín­um Tóm­asi Þor­valds­syni. Þor­björn ger­ir þegar út tog­ara sem ber nafn hans, Tóm­as Þor­valds­son GK-10. Mun því brátt sinn tog­ar­inn hvor bera nafn þeirra hjóna.

Sér­lega spar­neytið skip

Gunn­ar seg­ir að við hönn­un skips­ins hafi verið lögð rík áhersla á að draga úr orku­notk­un.

„Hug­mynd­in er að vera með 2.380 KW hæg­genga aðal­vél, öfl­ug­an gír og niður­færslu niður í stóra skrúfu sem er 5 metr­ar í þver­mál. Bæði stærð og snún­ings­hraði skrúf­unn­ar verður minni en áður hef­ur þekkst í skip­um af sam­bæri­legri stærð. Skipið verður því sér­lega spar­neytið og kem­ur til með að vera í hópi spar­neytn­ustu skipa í þess­um flokki,“ út­skýr­ir Gunn­ar.

Hann seg­ir aðspurður að skipið verði gert út á ís­fisk­veiðar og geti þá dregið tvær botn­vörp­ur sam­tím­is.

„Skipið verður á bol­fisk­veiðum með megin­á­herslu á þorsk. En skipið sjálft er hannað þannig að auðvelt er að breyta því yfir í frysti­tog­ara. Skipið verður fyrst og fremst á fersk­fisk­veiðum,“ seg­ir Gunn­ar.

Hann seg­ist reikna með að skipið fari í fyrstu veiðiferðina fljót­lega eft­ir kom­una til lands­ins og 14 til 15 manns verða í áhöfn.

Línu­út­gerðin hætt­ir

Aðspurður seg­ir hann að fyr­ir­tækið ætli al­farið að hætta að gera út línu­skip.

„Við erum bún­ir að fækka línu­skip­um okk­ar og í raun og veru er búið að leggja þeim öll­um. Þegar mest lét gerðum við út fimm línu­skip, á síðasta ári var það komið niður í eitt. Nú er búið að leggja síðasta línu­skip­inu,“ seg­ir Gunn­ar að lok­um.

09.10.2024 07:14

Sóley Sigurjóns Gk 200

                          2262 Sóley Sigurjóns GK 200 á toginu á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson 

08.10.2024 22:02

Síldarvinnslan kaupir Þóri SF af Skinney-Þinganes

                                        2731 Þórir SF 77 Verður Birtingur NK 119 mynd þorgeir Baldursson 

Síldarvinnslan hefur fest kaup á ferskfisktogaranum Þóri af Skinney – Þinganesi á Hornafirði. Togarinn er einnig búinn til netaveiða.

Skipið er smíðað árið 2009 í Taiwan og er það 637 brúttótonn að stærð. Árið 2019 voru gerðar gagngerar endurbætur á skipinu en þá var það lengt um 10 metra, bakki yfirbyggður, stýri endurnýjað, brúin hækkuð, íbúðir endurnýjaðar að miklu leyti og öll önnur aðstaða áhafnar endurbætt. Í skipinu er fullkominn vinnslubúnaður frá Micro ehf þar sem aflinn er meðal annars tegundagreindur og stærðarmetinn með myndavélatækni. Stór hluti spilkerfis hefur verið endurnýjaður og nýr spilstjórnunarbúnaður var settur í skipið á þessu ári.

Skipið mun fá nafnið Birtingur og einkennisstafina NK 119.

08.10.2024 21:51

Ísleifur VE 63 á leið í pottinn

                                                      2388 Isleifur Ve 63 mynd þorgeir Baldursson 2020

„Já, hann er á leiðinni í skrap. Því miður,“ segir Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri Vinnslustöðvarinnar um Ísleif VE sem hefur þjónað félaginu frá árinu 2015. Ísleifur er uppsjávarskip og þykir gott sjóskip. Nú er hann á leið í pottinn. „Þegar skipið var byggt var það lengt til að það héldi stöðugleika. Einhver mistök hafa verið gerð í hönnun því bönd og byrðingur sinnhvoru megin við lenginguna eru alltaf að springa og höfum við fengið sprungur út úr byrðingnum.

Það var skoðað að endurbyggja skipið en sú aðgerð hefði verið dýrari heldur en að kaupa notað skip sem er mun yngra en Ísleifur, þegar viðgerð á burðarvirki skipsins var komin inn í verkið. Við munum afhenda skipið í Færeyjum og eigum að vera búnir að því fyrir lok október,“ segir Willum.

Íseifur hét upphaflega Ingunn AK og var smíðaður í Síle árið 2000. Skráð lengd er 65,18 metrar, breidd 12,6 metrar og er hann rétt tæp 2000 brúttótonn. Vélin er  MAK 5870 hestöfl.

08.10.2024 20:02

Einkar stór og fallegur þorskur hjá Gullveri

                                       1661 Gullver NS 12 á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson 

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til heimahafnar á Seyðisfirði í fyrrinótt að lokinni vel heppnaðri veiðiferð. Afli skipsins var 115 tonn, nær eingöngu þorskur og ýsa. Landað var úr skipinu í gær og mun það halda til veiða á ný á morgun. Heimasíðan ræddi við Þórhall Jónsson skipstjóra og spurði hvar veitt hefði verið. “Við vorum á Glettinganesflakinu nánast allan tímann. Það var fínasta veður þar allan túrinn en sunnar var hins vegar leiðindaveður. Til stóð að leita að karfa og ufsa úti fyrir suðausturlandinu en veðrið kom í veg fyrir það. Það gekk vel að veiða í túrnum. Þorskurinn sem fékkst var einkar stór og fallegur og ýsan var reyndar líka fín. Það hafa verið góð aflabrögð hjá Gullver að undanförnu en veitt hefur verið út af Austfjörðum og suðausturlandinu. Það er ávallt ánægjulegt að koma með góðan afla eða fullt skip að landi að veiðiferð lokinni,” segir Þórhallur.

06.10.2024 22:55

Bátarnir frá eld­gosinu í Vest­manna­eyjum málaðir á vita

Allir bátarnir, sem fluttu Eyjamenn til landsins í eldgosinu 1973 hafa verið málaðir á vita í Vestmannaeyjum en vitinn vekur alltaf mikla athygil ferðamanna.

Vitinn er á Skansinum og kallast verkið, “1973, allir í bátana”. Á vitanum er myndir af þeim 58 bátum, sem fluttu fólk frá Heimaey í eldgosinu. Verkið var unnið af Viðari Breiðfjörð, miklum Vestmannaeying en vitinn heitir Hringaskersviti.

       Viðar Breiðfjörð fv bæjarlistamaður Vestmannaeyja og Húsvikingur mynd Óskar Pétur Friðriksson 

               Skiltið Góða sem að sett var upp á hurð vitans mynd Óskar pétur Friðriksson 2024

                               vitinn er i innsiglingunni inn til Vestmannaeyja mynd óskar Pétur Friðriksson 

 

„Við fengum hann til þess að mála þá 58 báta, sem fluttu fólkið í gosinu. Þetta eru svona táknmyndir, mjög skemmtilegt verkefni og þetta var gert fyrir goslokahátíðina í fyrra fyrir 50 ára afmælið,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum.

En þetta er fallegt og vekur athygli?

„Já, vekur mjög mikla athygli, það er mikið af myndum teknar hérna og þetta er á öllum hliðum vitans, þannig að það er meira að segja gamli Herjólfur hérna og allt, þetta er mjög skemmtilegt,” segir Dóra Björk.

Á sérstöku upplýsingaskilti á vitanum kemur fram nafn bátanna, skipstjórans á hverjum bát og fjölda farþega, sem fór til lands með viðkomandi bát.

„Fyrir mig, sem er fædd eftir gos þá er þetta bara eitthvað, sem gerir mig að Vestmannaeying þetta eldgos, en fyrir þá sem upplifðu hörmungarnar og misstu allt sitt þá eru þetta náttúrulega allt aðrar tilfinningar. En ég segi alltaf, við þurfum að passa okkur að halda þessari sögu á lofti, þetta er ótrúlega merkilegt og verið þungbært fyrir fólkið og hefur reynst okkur mörgum hverjum Eyjamönnunum erfitt allar þessar hörmungar, sem hafa gengið á í Grindavík. Þetta hefur svona rifjað upp það sem á undan er gengið hér og á þessum tíma var engin áfallahjálp og fólk ræddi þetta ekkert, þetta var bara spurning um að vera fyrstur að gleyma,” segir Dóra Björk.

 
 

 

02.10.2024 20:33

Ásgrímur Halldórsson SF 250 í Hornafjarðarhöfn

                 Ásgrímur Halldórsson SF 250 mynd Þorgeir Baldursson 

02.10.2024 04:26

Siðuhallur SF 68

                           6847 Siðuhallur  SF 68 mynd Þorgeir Baldursson 2 okt 24 

01.10.2024 20:59

Hásteinn Ár 8 á Hornafirði

                        1751 Hásteinn ÁR 8 mynd Þorgeir Baldursson 1-10 24 

um miðjan dag kom dragnótabáturinn Hásteinn til löndunnar á Hornafirði en hann hefur verið á veiðum í bugtinni aflinn um 25 tónn uppistaðan solkoli og steinbítur  ásamt rauðsprettu og einhverju blandi 

01.10.2024 16:52

Særif SH25 landar á Hornafirði

                             2947 Særif SH 25 mynd Þorgeir Baldursson 1-10 24 

27.09.2024 16:47

Sævar SF 272

                                  2383 Sævar SF 272 kemur til hafnar á Hornafirði mynd Þorgeir Baldursson 2024

25.09.2024 00:35

Jónborg SF 11

                                 6486 Jónborg  SF 11 mynd Þorgeir Baldursson sep 2024

24.09.2024 18:24

Siggi Bessa SF 97

                                      2739 Siggi Bessa SF 97 mynd Þorgeir Baldursson 2024

24.09.2024 01:29

Löndunarbið á Hornafirði

   Uppsjávarskip Skinney / Þinganes  Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson mynd Þorgeir Baldursson 2024

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 261
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991682
Samtals gestir: 48535
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24
www.mbl.is