17.06.2022 22:49Þorgrimur SK 27 togar með skelplóg við Hofsós
Skrifað af Þorgeir 17.06.2022 14:08Komið úr strandveiðitúr til Dalvikur
Skrifað af Þorgeir 17.06.2022 08:36Dalborg EA 317
Skrifað af Þorgeir 16.06.2022 17:45Hafþór Ea 19kemur úr strandveiðitúr
Skrifað af Þorgeir 16.06.2022 10:57Vinnslustöðin kaupir uppsjávarskip frá NoregiGardar H-34-AV mynd að vef Vinnslustöðvar vestmannaeyja Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur samþykkt að kaupa uppsjávarskipið H-34-AV Gardar af norsku útgerðarfyrirtæki og bæta þar með við fjórða skipinu í uppsjávarflota sinn. Þar eru fyrir Huginn, Ísleifur og Kap. Þetta kemur fram ífrétt á heimasíðu fyrirtækisins. Þar segir: Skipið fer nú i slipp í Danmörku til hefðbundinnar skoðunar vegna eigendaskipta. Að öllu óbreyttu kemur það til nýrrar heimahafnar í Vestmannaeyjum undir lok júnímánaðar og verður gert klárt til makrílveiða. Skipstjóri verður Jón Atli Gunnarsson núverandi skipstjóri á Kap VE.
Garðar á sér sögu á Íslandi, annars vegar sem Margrét EA í eigu Samherja og hins vegar sem Beitir NK í eigu Síldarvinnslunnar. Skipið var selt úr landi en núverandi heimahöfn er Björgvin í Noregi. Garðar er liðlega 70 metra langur og 13 metra breiður. Lestarpláss er 2.100 rúmmetrar. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, fór á dögunum ásamt fleirum fulltrúum fyrirtækisins til Skagen í Danmörku til að skoða Garðar þegar hann kom þangað til löndunar: „Okkur leist strax afar vel á enda er þetta hörkuskip sem búið er að endurnýja margt í og gera mikið fyrir. Aðalvélin er til dæmis ný, afar hagkvæm í rekstri og togkraftur er mikill. Það er búið að fara yfir kælikerfi og lestar, blökkin er ný og skipið lítur í alla staði vel út.“
Eins segir af skipamálum Vinnslustöðvarinnar að Sighvatur Bjarnason VE hefur verið seldur úr landi. Fjöldi mynda af skipinu eru birtar í frétt Vinnslustöðvarinnar - sjá hér. Skrifað af Þorgeir 16.06.2022 09:51Grettir Sterki á Skagafirði
Skrifað af Þorgeir 15.06.2022 12:50Ambassador i hvalaskoðun i nýjum lit
Skrifað af Þorgeir 15.06.2022 12:30Jóhanna Gisladóttir Gk i brælu
Skrifað af Þorgeir 14.06.2022 22:55Venus NS 150 á Eyjafirði
Skrifað af Þorgeir 14.06.2022 08:20Bolungarvík verður hátæknisamfélag
Samey Robotics undirritaði tvo samninga þann 10 á lokadegi sýningarinnar við Jakob Valgeir ehf í Bolungarvík og Arctic Fish á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Smáranum í Kópavogi.
Frá undirritun samnings Samey Robotics og Arctic Fish. Aðsend mynd
Jakob Valgeir ehf. fjárfestir í róbotakerfum fyrir hátæknifiskvinnslu sína í Bolungarvík sem er búin að vera í stöðugum vexti í mörg ár. „Þessi lausn mun sjá um að pakka frosinni afurð í umbúðir fyrir útflutning og mun straumlínulaga alla pökkun. Kerfið er hannað til að vaxa með aukinni framleiðslu Jakobs Valgeirs og auðvelt er að bæta við kerfið samhliða auknum vexti fyrirtækisins ” segir Jón Ragnar Gunnarsson, sölustjóri Samey Robotics ehf á Íslandi.
Samey Robotics og Arctic Fish undirrituðu einnig tímamótasamning í dag en þar er um að ræða kerfi sem getur staflað allri framleiðslu Arctic Fish á laxi í Bolungarvík á bretti með tveimur sjálfvirkum róbotakerfum. „Samkvæmt útreikningum okkar verða þá fleiri róbotar að störfum í Bolungarvík en í nokkru öðru bæjarfélagi í heimi miðað við höfðatölu og setur það Bolungarvík í fremstu röð umbreytinga í átt að hátækni samfélagi með betri störf og meiri framleiðni" segir Kristján Ármannsson stjórnandi vélahönnunnnar hjá Samey Robotics. Leiðandi í yfir 32 ár Samey Robotics hefur í yfir 32 ár verið leiðandi í sjálfvirknivæðingu íslensks iðnaðar og brautryðjandi í notkun róbota/þjarka í sjálfvirkni. Samey Robotics hefur með þessum lausnum aðstoðað fjölda fyrirtækja til lands og sjávar á farsælan og árangursríkan hátt við að auka framleiðni og rekstrarhagkvæmni. Á sjötta hundrað verksmiðjur og vinnslur í 25 löndum starfa í dag með kerfum frá Samey Robotics. Verkefnastaðan hjá Samey Robotics er góð og yfir 40 róbotar í pöntun hjá fyrirtækinu. „Við horfum björtum augum fram á veginn og búum að því að vera með flottasta starfsfólk í sjálfvirkni á Íslandi – Við erum og ætlum áfram að vera leiðandi afl í sjálfvirkni á Íslandi” segir Kristján Karl Aðalsteinsson sölustjóri Samey Robotics ehf. Skrifað af Þorgeir 09.06.2022 18:39icefish sýningin i SmáranumNokkar svipmyndir af sjávarútvegssýningunni sem að klárast á morgun 10 júni og sennihlutinn verður birtur eftir helgi NÚ ER BÚIÐ AÐ UPPFÆRA ENDILEGA SKOÐIÐ
Skrifað af Þorgeir 07.06.2022 09:58Eilifur Si 60 á Siglufirði
Skrifað af Þorgeir 06.06.2022 23:00Stokkið i sjóinn við Hof
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 346 Gestir í dag: 9 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1119472 Samtals gestir: 52250 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is