01.10.2021 00:09KG fiskverkun kaupir ValafellFyrirætlanir nýrra eigenda er að efla enn frekar starfsemi sína í Snæfellsbæ.
Eigendur Valafells ehf. hafa komist að samkomulagi við KG Fiskverkun ehf. um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Valafelli ehf. Samningar aðila eru gerðir með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Frá kaupunum er sagt í tilkynningu. KG Fiskverkun gerir út skipið Tjald SH 270 með heimahöfn í Snæfellsbæ. Þá rekur félagið einnig fiskvinnslu í Snæfellsbæ. Valafell ehf. er rótgróið útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Snæfellsbæ sem rekur sögu sína allt til ársins 1961. Fyrirtækið gerir út Ólaf Bjarnason SH 137, sem er 112 lesta bátur, smíðaður á Akranesi árið 1973 og er gerður út á dragnót og net. Árið 1990 tók fyrirtækið í notkun nýtt fiskvinnsluhús og rak þar saltvinnslu til ársins 2011 en þá var saltfiskvinnslan flutt í stærra húsnæði eftir miklar endurbætur og ný tæki keypt til fiskvinnslu. Fyrirætlanir nýrra eigenda er að efla enn frekar starfsemi sína í Snæfellsbæ. Í tilkynningunni segja þau Björn Erlingur og Kristín: „Við erum mjög ánægð með að samningar hafi tekist við KG Fiskverkun og þannig tryggt að starfsemin verði áfram í heimabyggð og bindum miklar vonir við að hún verði efld enn frekar.“ „Við erum mjög þakklát fyrir það traust sem þau Kristín og Björn Erlingur hafa sýnt okkur og hlökkum til að takast á við nýjar áskoranir,“ segir Daði Hjálmarsson, framkvæmdastjóri KG Fiskverkunar. Skrifað af Þorgeir 29.09.2021 21:41Oddeyrin EA 210Oddeyrin EA komin til Akureyrar, skipið getur geymt lifandi fisk í tönkum
Skrifað af Þorgeir 28.09.2021 07:11Ágætis afli en kolvitlaust veðurHelga María komin á veiðar eftir klössun í Reykjavík.
„Þetta slapp til þótt veðrið væri kolvitlaust. Við vorum með 65 tonn eftir stuttan tíma á miðunum. Því miður urðum við að fara fyrr til hafnar en ráð var fyrir gert, vegna smá bilunar,” segir Friðleifur Einarsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Helgu Maríu AK, í frétt á heimasíðu Brims. Helga María er nýkomin aftur á flot eftir stóra klössun sem gerð var í Reykjavík, en m.a. var skipt um stál í skipinu á kafla, aðalvélin tekin upp að hluta auk þess sem skipið var málað að nýju. Alls tók klössunin um mánuð. Togarinn er nú að veiðum á Fjöllunum SV af Reykjanesi og segir Friðleifur að aflinn sé svipaður og í fyrri veiðiferðinni, enda er veiðisvæðið það sama. „Það er gott veður núna og þægilegt að stunda veiðarnar. Uppistaða aflans er gullkarfi og svo er það alltaf spurning hvort maður hitti á ufsann. Hann hefur verið aukaafli með karfanum fram að þessu en það getur breyst fyrirvaralaust, eins hendi sé veifað,” segir Friðleifur.
Skrifað af Þorgeir 23.09.2021 18:47Löndun á Fáskrúðsfirði í morgun
það var falleg sólarupprás í morgun þegar birjað var að landa úr Ljósafelli mynd þorgeir Skrifað af Þorgeir 21.09.2021 21:56Haustbræla á Austfjarðamiðum í dagþað blés hraustlega á okkur Ljósafells menn í dag og fór vindmælirinn í um 40 hnúta í hviðum talsverður sjór og spáir brælu á morgun en vonandi lagast þetta fljótlega þreytandi þegar þetta lægðar fargan birjar og endalausar brælur
Skrifað af Þorgeir 20.09.2021 17:52Víkingur Ak 100
Skrifað af Þorgeir 18.09.2021 12:14Jón Kjartansson Su 111
Skrifað af Þorgeir 17.09.2021 22:10Fiskeldisbátar á Eskifirði
Skrifað af Þorgeir 17.09.2021 18:05Aðalsteinn jónsson Su 11
Skrifað af Þorgeir 16.09.2021 14:20Flottrollið tekið í land á Eskifirði
Skrifað af Þorgeir 15.09.2021 22:39Börkur Nk 122
Skrifað af Þorgeir 14.09.2021 17:40sildarlöndun á Eskifirði
Skrifað af Þorgeir 11.09.2021 21:31Seyðisfjörður
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 863 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2280 Gestir í gær: 46 Samtals flettingar: 1370404 Samtals gestir: 57335 Tölur uppfærðar: 12.4.2025 07:06:15 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is