27.10.2021 22:55Bergey Ve dregur Vestmannaey til Neskaupstaðar
Skrifað af Þorgeir 26.10.2021 22:16Nýtanleg ígulkeramið í Norðfjarðarflóa
Skollakoppar eða ígulker fundust á 90% stöðva í leit að mögulegum miðum í Norðfjarðarflóa og Mjóafirði síðasta vor. „Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að nýtanleg ígulkeramið eru á svæðinu, sérstaklega í Hellisfirði og Viðfirði,“ segir m.a. í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um verkefnið. Aflinn var 15-200 kíló í togi, en togað var á tíu stöðvum. Meðalstærð var yfir löndunarstærð á öllum stöðvum þar sem skollakoppur veiddist. Yfirleitt var aflinn nokkuð hreinn og lítill meðafli. Útgerðarfélagið Emel ehf. í Neskaupstað stóð fyrir leiðangrinum og var bátur þeirra, Eyji NK-4, notaður við könnunina. Um borð var veiðieftirlitsmaður, sem sá um sýnatökur, myndatökur og skráningu. Ígulkerið skollakoppur eða grænígull mun vera eina ígulkerategundin við Ísland sem hefur verið nýtt. Tilraunaveiðar hófust, þá stundaðar af köfurum, árið 1984 á nokkrum stöðum við landið en lögðust af 1988. Árið 1993 hófust veiðar að nýju við landið, en þá voru notaðir plógar við veiðarnar. Hámark landaðs afla var 1.500 tonn árið 1994 og voru veiðarnar stundaðar fram til 1998 þegar markaðir hrundu. 2004 hófust plógveiðar að nýju í innanverðum Breiðafirði en litlu var landað þar til árið 2007 er aflinn var 134 tonn. Síðan þá hefur aflinn aukist og mest verið veitt í Breiðafirði en sl. ár hefur einnig verið veitt í Húnaflóa og Reyðarfirði, segir í skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Skrifað af Þorgeir 22.10.2021 18:53ILIVILIQ GR 2-201 á Eskifirði
Skrifað af Þorgeir 21.10.2021 06:09key Fighter að sækja Lýsi til Fáskrúðsfjarðar
Skrifað af Þorgeir 20.10.2021 18:57allhvasst á Fáskrúðsfirði í dagþað var allhvass vindur í hviðum í morgun þegar ég fór á fætur og fór vindmælirinn í brúnni á Ljósafelli Su 70 í um 30 hnúta
Fáskrúðsfjörður í morgun mynd þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir 19.10.2021 22:07Rex NS 3 að Grotna niður
Skrifað af Þorgeir 17.10.2021 12:55Hákarlinn skorinn
það var létt yfir strákunum okkar í dag þegar þeir voru að skera Hákall sem að koma upp með trollinu í nótt
Skrifað af Þorgeir 11.10.2021 23:37Barði Nk 120 Ex Börkur Nk
2865 Barði Nk 120 Ex Börkur 11 Nk122 við bryggju í Neskaupstað mynd Guðlaugur B Birgisson 2021 og mun verða áfram í eigu Sildarvinnsunnar í Neskaupstað þar sem að aukinn loðnukvóti kallar á öll þau skip sem að brúkleg eru spurning hvort að Jón Kjartansson Su 111 og sighvatur Bjarnasson ve verði klárir í slaginn Skrifað af Þorgeir 10.10.2021 18:45Óveður á Hofsósi í birjun októberþað var ekki gæfuleg aðkoman að höfninni á Hofsósi í birjun október þegar heimamenn litu yfir hafnarsvæðið allt á rúi og stúi oliutankur fyrir smábáta hafði lostnað viktarskurinn á leiðinni í höfnina og rusl uppí fjöru myndir Þiðrik Unason
Skrifað af Þorgeir 09.10.2021 21:54Blængur Nk á Isafirði
Skrifað af Þorgeir 08.10.2021 17:57Bjarni Ólafsson Ak 70
2909 Bjarni Ólafsson Ak 70 við bryggju á Neskaupstað í vikunni mynd þorgeir Baldursson Skrifað af Þorgeir 06.10.2021 00:19Oddeyrin EA210 i fyrstu veiðiferðI kvöld hélt Nýjasta skip samherja Odderin Ea 210 til veiða frá Akureyri og þá voru þessar myndir teknar
Skrifað af Þorgeir 05.10.2021 12:28Stærsta skipið selt til RússlandsNavigator er engin smásmíði Hann er 121 m á lengd og hefur frá 2017 verið á veiðum úti fyrir ströndum Máritaníu. — Ljósmynd/?Albert Haraldsson Span Ice selur risatogarann Navigator til rússnesks útgerðarfélags • Stærsta fiskveiðiskip sem verið hefur í eigu Íslendings • Eigandinn keypti skipið af Rökke árið 2016 en bauð fyrst í það árið 2008Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fyrirtækið Span Ice hefur selt rússneska útgerðarfyrirtækinu JSC Akros risatogarann Navigator. Haraldur Reynir Jónsson er eigandi Span Ice en systurfyrirtæki þess, Úthafsskip, hefur annast útgerð Navigator við strendur Máritaníu frá árinu 2017. Skipið keypti Span Ice árið 2016 og réðst í kjölfarið í talsverðar endurbætur á því. Morgunblaðið náði tali af Haraldi í gær, skömmu eftir að afhending skipsins fór fram á Las Palmas á Kanaríeyjum, þaðan sem skipið hefur verið gert út. „Þetta eru mikil tíðindi fyrir okkur en með þessu fer síðasti togarinn úr eigu okkar. Í fyrra seldum við skipin Viktoríu og Gloríu til Óman,“ segir Haraldur. Hann segir að talsverður aðdragandi hafi verið að sölunni. Þannig hafi kaupendurnir nálgast hann á síðasta ári og fyrir um mánuði hafi kaupsamningur verið undirritaður. Það er þó ekki langur tími, samanborið við það hversu langur tími leið frá því að Haraldur fékk þá hugdettu að kaupa Navigator og þar til skipið komst í hans eigu. „Ég bauð í skipið fyrst árið 2008 en það var ekki fyrr en átta árum síðar sem við Røkke náðum saman og hann seldi.“ Verkefnalaust frá 2007Vísar Haraldur þar til norska útgerðarkóngsins Kjell Inge Rökke sem lét smíða skipið árið 1996. Hafði skipið legið bundið við bryggju í skipasmíðastöð í Króatíu og verkefnalaust, allt frá árinu 2007. Hann segir að JSC Akros sé fyrirtæki sem staðsett sé á Kamsjatka-skaga í austurhluta Rússlands og að sennilega fari skipið til veiða á Kyrrahafi í kjölfar breytinga. Stórt á alla mælikvarða„Við gerðum talsverðar breytingar á skipinu á sínum tíma. Bjuggum það til uppsjávarveiða, settum upp vinnslulínur og frystibúnað fyrir uppsjávarskip og endurnýjuðum rafeindabúnað í brúnni. Mér skilst á kaupendunum að þeir muni auka við vinnslugetu skipsins enn frekar og bæta fiskimjölsverksmiðju við skipið.“ Það er engin smásmíði. Stærsta fiskiskip sem nokkru sinni hefur verið í eigu íslensks aðila. Vinnslugeta þess er 220 tonn af frystum afurðum á sólarhring. Lengd þess er 121 metri en til samanburðar er lengsta skip Brims, Víkingur AK 100, 81 metri á lengd. Þá er Beitir NK 122, sem er í eigu Síldarvinnslunnar, 89 m á lengd. Navigator er 18,5 metrar á breidd og 8.913 brúttórúmlestir. 70-80 í áhöfn á hverjum tíma„Í áhöfn hafa verið á bilinu 70-80 manns á hverjum tíma og við höfum gert það út með tveimur áhöfnum,“ segir Haraldur. Skipstjórar á skipinu hafa verið þeir Páll Kristjánsson og Albert Haraldsson en sá síðarnefndi hélt í gær upp á afmæli sitt, sama dag og skipið færðist í eigu JSC Akros. Kaupverðið er trúnaðarmál að sögn Haraldar en hann viðurkennir þó að hann sé mjög sáttur við viðskiptin. Ekki hafi í raun staðið til að selja skipið heldur hafi ætlunin verið að gera það áfram út. Hann segir óljóst hvað taki við. Spurður út í hvort langri útgerðarsögu sé nú lokið, vill Haraldur ekki kveða upp úr um það. „Það eru mörg tækifæri og ýmsir möguleikar sem vert er að skoða en það er ekkert ákveðið enn þá,“ segir hann. Navigator» Skipið var smíðað fyrir Kjell Inge Rökke árið 1996. Haraldur Reynir Jónsson Skrifað af Þorgeir 02.10.2021 22:03Særif SH 25
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2731 Gestir í dag: 24 Flettingar í gær: 2060 Gestir í gær: 26 Samtals flettingar: 1504086 Samtals gestir: 59767 Tölur uppfærðar: 23.5.2025 21:35:09 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is