09.09.2021 13:20

Evrópskar útgerðir stefna norska ríkinu

                     Norska Varðskipið Fosnavaag  W 340 i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 2017 

Deila Norðmanna og út­gerða skipa inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og á Bretlandi vegna veiða við Sval­b­arða hef­ur harðnað upp á síðkastið. Evr­ópu­sam­bandið hafði hótað Norðmönn­um refsiaðgerðum vegna skertra afla­heim­ilda við Sval­b­arða.

Norðmenn svöruðu með því að hóta að senda skip norsku strand­gæsl­unn­ar á vett­vang færu skip­in yfir leyfi­leg­ar afla­heim­ild­ir. Í síðustu viku var norska rík­inu svo stefnt vegna máls­ins fyr­ir héraðsdómi í Ósló, að því er fram kem­ur á vef norska rík­is­út­varps­ins, NRK, og í fleiri norsk­um miðlum.

Fyr­ir­tæki inn­an sam­taka evr­ópskra út­gerða sem stunda veiðar í NA-Atlants­hafi, Enafa, standa að baki stefn­unni, 14 fyr­ir­tæki í sex Evr­ópu­sam­bands­lönd­um og ein bresk út­gerð. Evr­ópu­sam­bandið hafði alls heim­ild til að veiða 29 þúsund tonn af þorski á fisk­vernd­ar­svæðinu við Sval­b­arða áður en Bret­ar gengu úr ESB og Brex­it tók gildi um síðustu ára­mót.

Með út­göng­unni ákváðu Norðmenn að skerða kvóta ESB um 10 þúsund tonn og veita Bret­um heim­ild til að veiða 5.500 tonn. Því sem skildi á milli, 4.500 tonn­um, var skipt á milli Norðmanna og Rússa. Þetta sættu fyr­ir­tæk­in sig ekki við og Evr­ópu­sam­bandið miðar enn við 29 þúsund tonn, eins og áður komu í hlut ESB.

08.09.2021 23:03

AFLINN ER NÁNAST ALLUR ÞORSKUR

 

                                1833 Málmey Sk 1 Mynd þorgeir Baldursson 2021

Málmey SK1 landar á Sauðárkróki í dag. Heildarmagn afla um borð er um 130 tonn.

Haft var samband við Þórarinn skipstjóra á Málmey.

„Við vorum sex sólarhring á veiðum, það gekk vel fyrsta sólarhringinn en varð frekar rólegt eftir það. Aflinn er nánast allur þorskur en smávegis er af grálúðu. Við byrjuðum á veiðum á Sporðagrunni, síðan Ostahrygg og enduðum norðan við Kolbeinsey. Við fengum blíðuveður allan túrinn“ segir Þórarinn

Áætlað er að Málmey haldi aftur til veiða kl 20.00 í kvöld.

 

08.09.2021 08:05

Fisk kaupir 60% i Steinunni ehf

                                               1134. Steinunn SH 167 mynd þorgeir Baldursson       

                              1304 ólafur Bjarnasson SH 137 Mynd þorgeir Baldursson 

                                      1054 Sveinbjörn Jakobsson SH 10 mynd þorgeir Baldursson 

FISK kaupir 60% hlut í Steinunni ehf

Fyrir um 20 árum síðan þá var mikið um að einyrkjar gerðu út báta sem kalla mætti vertíðarbáta,  það voru þá bátar sem voru frá þetta 50 tonn og upp í 200 tonn af stærð

 

hægt og bítandi þá hurfuþessir einyrkjar og stærri útgerðir keyptu báta með kvóta, og iðulega var það þannig að báturinn var dæmdur útheltur eða seldur kvótalaus

 

Allt í kringum landið má finna bæi sem hafa misst mjög mikið, enn eftir stendur þó einn bær.  Ólafsvík.  Þar er ennþá við lýði  mjög 

 

mikilar fjölskyldurútgerðir, útgerðir sem hafa verið við lýði í tugi ára.  t.d Ólafur Bjarnason SH,  Sveinbjörn Jakopsson SH og Steinunn SH.

 

En það sem hefur gertst allt í kringum landið er að þessar útgerðir hafa hægt og bítandi horfið og því var það ekki spurning hvort heldur hvenær það myndi gerast fyrir Ólafsvík

 

  FISK á Sauðárkróki hefur núna keyptu 60% hlut í útgerðarfélaginu Steinunni  sem á bátinn Steinunn SH,

 

fimm bræður og fjölskyldur þeirra hafa átt Steinunni SH og seldu 3 þeirra hlut sinn í fyrirtækinu og eftir stendur þá að 

 

Brynjar og Ægir Kristmundssynir munu eiga sitt hvor 20% í fyrirtækinu ásamt því að halda áfram störfum sínum sem skipstjóri og vélstjóri á bátnum,.

 

Fyrir þennan hlut þá greiðir FISK 2,5 milljarða króna.

 

Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri FISK segir að ....„Þetta er stórt og mikilvægt skref fyrir FISK Seafood í sókn sinni til aukinnar fjölbreytni í útgerð, vinnslu og sölu íslensks

 

 sjávarfangs. Við lítum á Snæfellsnesið sem mikilvægan hlekk fyrir áframhaldandi sókn okkar í sjávarútveginum og fyrir mig persónulega er auðvitað ánægjulegt að koma með þessum

 

 hætti til baka á æskustöðvarnar. Til viðbótar er ég viss um að það verður ákaflega lærdómsríkt að vinna með þeim bræðrum. Þeir hafa sótt sjóinn á þessum slóðum af miklu harðfylgi og

 

 hafa þekkingu og áræði sem ég hef dáðst að í áratugi. Steinunn SH 167 hefur verið með aflahæstu bátum landsins í langan tíma og það er mikið tilhlökkunarefni að koma að þessari

 öflugu útgerð frá Ólafsvík á komandi árum.“

08.09.2021 07:59

Birtingur Nk 124

                               1293 Birtingur Nk 124 ex Börkur og nú Janus mynd þorgeir Baldursson 

07.09.2021 12:27

Arnar HU 1 i slipp og öllum sagt upp

 

 

            Arnar HU 1 var tekin upp i flotkvina á Akureyri i morgun  Mynd þorgeir Baldursson 7 Sepember 2021

               Strax var hafist handa við að háþrystiþvo Bakkann og efradekkið mynd þorgeir Baldursson 

Framundan hjá Arnari HU er tveggja mánaða slippur. Til stendur að skipta út frystikerfinu.

Í frétt fyrirtækisins kemur fram að einnig verður farið í hefðbundið viðhald þar sem áætlað er að skrokkur verði þykktarmældur, aðal og ljósavélar fari í upptekt, leguskipti verði í gír og togvindum, farið verði í viðhald á

skrúfubúnaði, skipið verður málað að utan og innan ásamt öðrum hefðbundnum verkefnum. Einhver endurnýjun verður á búnaði.

Fyrirséð var að þetta yrði gert á haustmánuðum því allri áhöfninni var sagt upp í maí. Uppsagnarfresturinn er mislangur eftir mönnum og sumir hafa náð að ráða sig í önnur pláss en aðrir ekki. 

07.09.2021 10:29

Sjó­menn slitu kjara­við­ræðum

                                                          Sjómenn mynd þorgeir Baldursson 2021

Stéttarfélög sjómanna slitu í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). 

Viðræður hafa átt sér stað í nokkra mánuði en kjarasamningar sjómanna hafa verið lausir um nokkurt skeið.

Frá þessu er greint á vef SFS en nokkur munur er sagður vera á kröfum einstakra stéttarfélaga sjómanna.

Áætla samtökin að ef fallist yrði á kröfurnar hlypi kostnaður vegna þeirra á milljörðum króna ár hvert. 

„Það er von SFS að hægt verði að setjast aftur að samningaborðinu sem fyrst og klára það mikilvæga verkefni sem fyrir liggur.“

Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir að viðræðurnar strandi á lífeyrissjóðsmálum.

Farið hafi verði fram á að mótframlag útgerða í lífeyrissjóð hækki upp í 3,5 prósent en fyrirtækin hafi ekki verið tilbúin til að mæta þeim kröfum nema sá hlutur verði tekinn af öðrum tekjum sjómanna. 

Samningar hafa nú verið lausir frá því í lok 2019 og hafa verið haldnir 20 fundir hjá ríkissáttasemjara á því tímabili. Þá eru ótaldir beinir fundir samningsaðila. 

 

07.09.2021 07:13

Tímamót á sviði landtengingar uppsjávarskipa - mikilvægt umhverfismál

                                                                                             Norðfjarðarhöfn skipafloti Sildarvinnslunnar við bryggju þann 3 júni 2021 mynd þorgeir Baldursson 

 

Tímamót áttu sér stað í Norðfjarðarhöfn sl. fimmtudagskvöld. Þá var Vilhelm Þorsteinsson EA landtengdur á meðan löndun á makrílafla fór fram, en í landtengingunni felst að skipið fær raforku úr landi til að kæla aflann, dæla honum á land og sinna annarri raforkunotkun um borð  í stað þess að framleiða orku með vélbúnaði sem nýtir olíu sem orkugjafa. Hér er um að ræða mikilvægt umhverfismál og ótvírætt framfaraskref. Samkvæmt bestu heimildum er þetta í fyrsta sinn sem fiskiskip er landtengt með svo aflmikilli tengingu en tengingin flytur 500 kw.  Síldarvinnslan hefur lengi unnið að undirbúningi þessa verkefnis í samvinnu við verkfræðistofuna  EFLU, en búnaðurinn er framleiddur af ABB sem Johan Rönning hefur umboð fyrir. Nýjustu uppsjávarskip flotans, Vilhelm Þorsteinsson EA og Börkur NK, eru með búnað fyrir landtengingu eins og hér um ræðir og unnið er að því að koma slíkum búnaði fyrir í Beiti NK.

                Hver eru markmiðin með þessari landtengingu uppsjávarskipa? Hvers vegna er ráðist í umræddar framkvæmdir? Hér skulu veitt svör við þessum spurningum:

  • Með landtengingu er notaður umhverfisvænn orkugjafi á meðan löndun úr skipi fer fram í stað olíu
  • Landtengingin felur í sér að notaður er innlendur orkugjafi í stað innflutts
  • Með landtengingu er dregið úr losun á gróðurhúsalofttegundum
  • Notkun á umhverfivænum orkugjöfum styrkir ímynd íslensks sjávarútvegs 
  • Þegar öll uppsjávarskip sem landa í Neskaupstað verða komin með tilheyrandi búnað má gera ráð fyrir að olíunotkun minnki um 300.000 lítra á ári

Gunnþór B. Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir að hér sé um merk þáttaskil að ræða. „Þetta er stórt og jákvætt skref í orkuskiptum íslensks sjávarútvegs. Þetta verkefni er búið að taka okkur nokkur ár í þróun og undirbúningi og þar höfum við átt í góðu samstarfi við verkfræðstofuna EFLU, auk þess sem samstarf við Rarik og framleiðanda búnaðarins hefur verið afar gott. Þetta eru 500 kílówött sem við erum að tengja við skipin og tæknilega þarf þetta að ganga upp svo ekki komi högg á kerfin. Við fyrstu sýn virðist þetta vera mjög notendavænt og ganga smurt fyrir sig þannig að skipverjar verða ekki varir við þegar ljósavél dettur út og landrafmagnið tekur við. Við erum að fara úr því að nota olíu til kælingar, dælingar og keyrslu skips við löndun yfir í að nota rafmagn. Stefna Síldarvinnslunnar er að lágmarka umhverfisáhrif eða fótspor af sinni starfsemi – áður höfum við rafvætt fiskimjölsverksmiðjurnar, smíðað stærri og hagkvæmari skip og nú er það skref stigið að nota rafmagn alfarið við bryggju þegar skip koma með afla til manneldisvinnslu. Við þurfum að vera vakandi yfir orkuskiptum í flotanum en þar eru  að koma fram ýmsar lausnir sem við þurfum að skoða hve fýsilegar eru. Það er ýmislegt að gerast í þessum efnum en lausnin er ekki fundin ennþá. Þar til sú lausn er fundin munum við kappkosta að lágmarka olíunotkun,“ segir Gunnþór.

Hér er um að ræða merkisviðburð. Það er einstakt að skip landi afla til manneldisvinnslu og afskurður frá manneldisvinnslunni fari til mjöl- og lýsisframleiðslu og við allt þetta ferli skuli notuð endurnýjanleg orka. Hafin var vinna við þessa landtengingu uppsjávarskipin árið 2013 og nú er markmiðinu náð. Mun kostnaður við verkefnið vera á annað hundrað milljónir króna.

Börkur NK kom til löndunar í morgun með makríl- og síldarafla og var hann þegar landtengdur með hinum nýja búnaði.


 

Stjórnbúðaður fyrir landtengingu. Ljósm. Smári Geirsson
Krani til að koma landtengingarköplum um borð í skip. Ljósm. Smári Geirsson



 

Lokið við að tengja Börk NK í morgun. Talið frá vinstri: Jón Atli Bjarnason frá Eflu, Daði Benediktsson frá Eflu, Jóhann Pétur Gíslason vélstjóri á Berki og Þórarinn Ómarsson rafvirki hjá Síldarvinnslunni. Ljósm. Smári Geirsson

07.09.2021 06:20

Hlýjasta sumarið í sögu veðurmælinga

                                          Akureyri bærinn við pollinn mynd þorgeir Baldursson 2021

                                                              Egilstaðir mynd þorgeir Baldursson 2021

                    Ferðafólk á leið i Grimsey með hvalaskoðunnarbátnum  Artic Cirkle mynd þorgeir Baldursson 

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Bókamerki óvirkt Setja bókamerki

Sum­arið 2021 hef­ur verið ein­stak­lega hlýtt. Þetta er hlýj­asta sum­ar frá upp­hafi mæl­inga á Ak­ur­eyri, Eg­ils­stöðum, Dala­tanga og Gríms­stöðum á Fjöll­um og það næst­hlýj­asta í Gríms­ey og Bol­ung­ar­vík. Á Ak­ur­eyri hafa mæl­ing­ar staðið yfir í 141 ár sam­fellt og 148 ár í Gríms­ey.

Í tíðarfars­yf­ir­liti Veður­stof­unn­ar, þar sem fjallað er um mánuðina júní, júlí og ág­úst, seg­ir að sum­arið hafi byrjað í kald­ara lagi. Óvenjukalt var á land­inu um miðjan júní og það frysti og snjóaði víða í byggð. Gróður tók hægt við sér eft­ir kalt og þurrt vor.

Í lok júní hlýnaði til muna og við tóku óvenju­leg hlý­indi á Norður- og Aust­ur­landi sem héldu áfram nán­ast óslitið út sum­arið. „Það var óvenju­sól­ríkt og þurrt í þeim lands­hlut­um á meðan þung­bún­ara og til­tölu­lega sval­ara var suðvest­an­lands,“ seg­ir í yf­ir­lit­inu.

Dag­ar þegar há­marks­hiti mæld­ist 20 stig eða meira ein­hvers staðar á land­inu voru 57 í sum­ar­mánuðunum þrem­ur og hafa slík­ir dag­ar aldrei verið fleiri (þeir voru 8 í júní, 29 í júlí og 20 í ág­úst).

???????Heimild Morgunblaðið 

myndir Þorgeir Baldursson 

06.09.2021 22:28

Grenivik i dag

                Smábátahöfnin og frystihús Gjögurs á Grenivik i dag 6 sepember mynd þorgeir Baldursson

                     Harðfiskvinnslan Eyjabiti er staðsett á Grenivik mynd þorgeir Baldursson 6 sepember 2021

             Björgunnarsveitin er staðsett i austurenda hússins og Eyjabiti i vesturendanum mynd þorgeir 6 sept 

06.09.2021 08:14

Von ÞH 54

                                              1432 Von ÞH 54 mynd þorgeir Baldursson 2016 

06.09.2021 07:05

Skóli fluttur á nokkrum mínútum

                          1627 Sæbjörg  á siglingu á Eyjafirði eftir slipp á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 

Slysa­varna­skóli sjó­manna í Sæ­björgu mun á næst­unni flytja frá Aust­ur­höfn að Bót­ar­bryggju í Gömlu höfn­inni í Reykja­vík.

Bót­ar­bryggja ligg­ur úti af Grandag­arði, milli Slysa­varna­húss­ins og Bakka­skemmu, húss Sjáv­ar­klas­ans.

Það mun ekki taka nema nokkr­ar mín­út­ur að færa Sæ­björgu milli staða og óhætt að full­yrða að þetta er sá skóli á Íslandi sem tek­ur skemmst­an tíma að flytja.

Sæ­björg­in hef­ur legið í Aust­ur­höfn­inni síðustu 14 árin. Mikl­ar breyt­ing­ar hafa orðið á þessu svæði und­an­far­in ár.

Fyrst reis tón­list­ar­húsið Harpa, því næst stór fjöl­býl­is­hús og á næst­unni verður tekið þar í notk­un nýtt lúx­us­hót­el, Reykja­vík Ed­iti­on-hót­elið.

„Skól­inn er að flytja vegna breyttra aðstæðna, ekki síst vegna þeirr­ar upp­bygg­ing­ar sem hef­ur orðið við Aust­ur­bakk­ann, þ.m.t. hót­elið,“ seg­ir Magnús Þór Ásmunds­son, hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna.

„Sæ­björg­inni hef­ur verið fund­inn góður staður við Bót­ar­bryggju.

Þar er góð aðstaða fyr­ir æf­ing­ar en einnig er þar t.d. góður aðgang­ur að veit­inga­stöðum, al­menn­ings­sam­göng­um og ágæt­ur aðgang­ur að bíla­stæðum, allt sem hent­ar skól­an­um vel,“ bæt­ir Magnús við.

Heimild Morgunblaðið Sigtryggur /sisi @mbl.is

Mynd þorgeir Baldursson 

05.09.2021 22:01

Selfoss i spennustuði

                                     Selfoss og Seifur i Krossanesi mynd Þorgeir Baldursson 28ágúst 2021

        Þarna má sjá Spennana þessi nær er 100 tonn og hinn er 80 tonn mynd þorgeir Baldursson 28 Ágúst 2021

                                         Selfoss i Krossanesi mynd þorgeir Baldursson 28 ágúst 2021

 

Nú fyrir skommu kom Selfoss eitt skipa Eimskips til hafnar i Krossanesi og þar var skipa upp tveimur spennum sem að verða notaðir

til að flytja raforku til austurlands um Hólasandslinu sem að liggur frá Eyjafirði og austur á land 

og voru þeir á Annað hundrað tonn samtals 

Framkvæmdin sem hér um ræðir felst í nýbyggingu 220 kV raflínu, Hólsandslínu 3 frá Akureyri að Hólasandi.

Markmið framkvæmdarinnar er bætt orkunýting, aukin flutningsgeta og að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi.

Framkvæmdin er einnig mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi.

Línuleiðin er innan fjögurra sveitarfélaga: Akureyrarkaupstaðar, Eyjafjarðarsveitar, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps.

05.09.2021 21:49

Tregt i Barentshafinu

                     2265 Arnar HU 1 á Veiðum  Mynd Þorgeir Baldursson 21 mars 2021 

Lítið um norðuríshafsþorsk í Barentshafi undanfarið, eins og þeir á Arnari HU fengu að reyna í síðasta túr.

Arnar HU, frystitogari FISK Seafood, kom til heimahafnar í gær eftir 40 daga úthald í Barentshafinu. Eftirtekjan var heldur rýr miðað við lengd úthalds eða um 540 tonn upp úr sjó, mestmegnis þorskur. Aflaverðmæti er um 200 milljónir.

„Þetta var 40 daga úthald og þetta gekk ekki neitt. Við vorum í rússneskri efnahagslögsögu og þarna var lítið sem ekkert af fisk. Það var blíðuveður allan tímann svo ekki var því ótíðinni um að kenna. Við vorum að vonast eftir meiri afla en það eru ekki allar ferðir til fjár í Barentshaf," segir Guðmundur Henry Stefánsson, skipstjóri á Arnari HU.

Guðmundur Henry  hefur farið nokkra túrana í Barentshaf en ekki áður á þessum árstíma. Yfirleitt gangi þorskurinn úr norskri lögsögu yfir í þá rússnesku í Barentshafinu í maí-júní en svo virðist sem göngurnar hafi verið eitthvað minni núna. Meiri veiði hafði samt verið nokkrum dögum áður en Arnar HU kom á miðin hjá íslenskum skipum og í júlí var afli Vigra RE eftir 30 daga á veiðum rúm 1.000 tonn upp úr sjó. Örfirisey RE fékk á svipuðum tíma öllu meiri afla enda getur skipið dregið tvö troll samtímis.

Arnar HU var eina íslenska skipið á þessum slóðum undir lokin en þarna voru líka rússnesk og færeysk skip sem voru ekki í mikilli þorskveiði. Þeir voru eitthvað að taka af ýsu en það gildir fyrir íslensku skipin má ekki fara yfir 8% heildaraflans og það er fljóttekið. Guðmundur Henry minntist þess að í júlí í fyrra var hann í mokveiði á svipuðum slóðum. Það sé því augljóst mál að minna af fiski var þarna þetta árið.

Framundan hjá Arnari HU er tveggja mánaða slippur. Til stendur að skipta út frystikerfinu. Í frétt fyrirtækisins kemur fram að einnig verður farið í hefðbundið viðhald þar sem áætlað er að skrokkur verði þykktarmældur, aðal og ljósavélar fari í upptekt, leguskipti verði í gír og togvindum, farið verði í viðhald á skrúfubúnaði, skipið verður málað að utan og innan ásamt öðrum hefðbundnum verkefnum. Einhver endurnýjun verður á búnaði.

Fyrirséð var að þetta yrði gert á haustmánuðum því allri áhöfninni var sagt upp í maí. Uppsagnarfresturinn er mislangur eftir mönnum og sumir hafa náð að ráða sig í önnur pláss en aðrir ekki. 

Heimild Fiskifrettir / Guðjón Guðmundsson 

mynd / þorgeir Baldursson 

04.09.2021 06:20

Húni EA 740

                             108 Húni 11  EA 740 á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2021

 

 

                                                         108 Húni 11EA 740 Mynd þorgeir Baldursson 2021

                                  Húni EA 740 á landleið mynd þorgeir Baldursson  3 sept 2021

                           Húni EA á siglingu við Svalbarðeyri 3 sepember 2021mynd þorgeir Baldursson 

              108 Húni EA 740 á siglingu við Hauganes 2 september 2021 mynd þorgeir Baldursson 

03.09.2021 08:22

Ljósafell Su i slipp i Færeyjum

Þá fer að hilla undir að Ljósafell su 70 verði búið i slippnum i Þórshöfn i Færeyjum sennilega i næstu viku 

þessar myndir sendi mér Stórvinur minn og skipstjóri Jónas Sigmarsson sem að búsettur er i Þórshöfn 

og rekur þar fyrirtækið Shipping fo og er linkur á það á heimasiðunni kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

                         1277 Ljósafell su 70 i slipp i Færeyjum Mynd Jónas Sigmarsson 2 sept 2021 

                  1277 Ljósafell Su 70 i slippnum i Færeyjum  Mynd Jónas Sigmarsson 2 sept 2021 

                       Ljósafell SU i slippnum i Þórhöfn i Gærmorgun 2 sept mynd jónas Sigmarsson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 346
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119472
Samtals gestir: 52250
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02
www.mbl.is