02.09.2021 07:49

Skemmtisnekkjur á Akureyri

                                   Snekkjurnar á pollinum i vikunni mynd þorgeir Baldursson 

                                           Þyrlan lendir á Pursuit   i vikunni mynd þorgeir Baldursson 

                       Snekkjurnar lögðust við bryggju i fiskihöfninni mynd þorgeir Baldursson 

                                                              Legacy  mynd þorgeir Baldursson 

               um borð i Pursuit er meðal annas Þyrla og öflugur Zodiac mynd þorgeir Baldursson 

                                                  Verið að binda Legacy mynd þorgeir Baldursson 

Tvær lystisnekkjur hafa verið á Akureyri síðustu daga og vakið verðskuldaða athygli. Tvær þeirra, hvítar að lit, sem voru á Pollinum í gær, eru í eigu hjónanna Betsy og Dick DeVos að því er Fréttablaðið greindi frá á vef sínum í gærkvöldi. Betsy DeVos var menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta.

Hjónin eru sögð eiga tíu sjóför, snekkjur og minni báta, að því er Fréttablaðið hermir. Akureyri.net veit ekki hvort hjónin séu sjálf hér á ferð.

Um er að ræða snekkjurnar Lega­­­cy og Pursuit. Þau hjónin eiga tíu sjó­­­för, bæði snekkjur og minni báta. Hvort þau hjónin séu um borð er ekki vitað.

Snekkjurnar tvær eru skráðar á Ca­yman-eyjum. Pursuit var smíðuð árið 2009, er 49 metrar að lengd og níu metrar á breidd. 

Lega­­cy er einum metra lengri, 9,31 metri á breidd og var smíðuð árið 2011.

Hún er metin á um fimm milljarða dollara. Sam­­kvæmt vef­­síðunni Ves­­selfinder komu snekkjurnar hingað til lands frá St. Johns í Banda­­ríkjunum og lögðu af stað 9. júlí.

Þær héldu svo af landi brott i gærkveldi  en samkvæmt Marintraffic er það Greenogk i Skotlandi 

 

01.09.2021 22:08

Man eftir þér á Húna

                                      108 Húni 11EA 740 á Siglingu á Eyjafirði Mynd Þorgeir Baldursson 

                      Þorsteinn Pétursson Mynd þorgeir Baldursson 

                  108 Húni 11 EA 740  á siglingu með Grunnskólabörn mynd þorgeir Baldursson 

 
 

 Arngrimur Brynjólfsson Skipstjóri Mynd þorgeir 

        Bjarni Bjarnasson skipstjóri Mynd þorgeir Baldursson 

Siglingar hafnar með eyfirska nemendur um fjörðinn - Hollvinir Húna II sigla með 300 nemendur í haust

„Krakkarnir bíða spenntir eftir þessum ferðum og undantekningarlaust eru þau ánægð. Ég er að hitta fólk í dag, sem komið er yfir tvítugt, sem segir við mig: Ég man eftir þér á Húna! Það er gaman að þessu,“ segir Þorsteinn Pétursson, einn Hollvina Húna II sem sjá um rekstur og viðhald á eikarbátnum. Frá árinu 2006 hefur báturinn siglt á haustin út á Eyjafjörð með grunnskólanemendur frá Akureyri og víðar að úr Eyjafirði. Fræðast um lífríki sjávar Húni II er nú farinn að sigla um fjörðinn með nemendur úr 6. bekk grunnskólanna líkt og mörg undanfarin haust þegar skólar eru teknir til starfa að loknu sumarleyfi. Í ferðunum fræðast krakkarnir um bátinn og smíði hans, lífríki sjávar og hollustu fisksins. Fjallað er um hafið kringum landið og þau verðmæti sem við þurfum að nýta og vernda t.d. með því að halda hafsvæðinu hreinu. Þau skoða stjórntæki í brúnni, veiða fisk sem síðan er krufinn um borð; flakaður, grillaður og loks snæddur. Verkefnið er unnið í samstarfi við auðlindadeild Háskólans á Akureyri, Akureyrarbæ og Samherja. Reiknað er með að þetta haustið verði siglt með ríflega 300 nemendur. Síðasta ferðin er áætluð 9. september nk. Í áhöfn Húna eru 10- 12 manns í hverri ferð og öll vinna er unnin í sjálfboðavinnu. Kennari úr sjávarútvegsfræðum mætir yfirleitt með nemendur sína úr HA, sem fá æfingu í því að fræða aðra um lífríki hafsins. „Það vildi svo skemmtilega til núna í vikunni að einn neminn í sjávarútvegsfræði mundi vel eftir sinni ferð með Húna þegar hún var í grunnskóla,“ segir Þorsteinn. Bátunum sé sýnd virðing Húni II var smíðaður í skipasmíðastöð KEA árið 1963, er 130 tonn að stærð. Iðnaðarsafnið á Akureyri hefur bátinn til umráða í dag en félagið Hollvinir Húna II sér um reksturinn, sem fyrr segir. Þorsteinn segist hlakka til ársins 2023, þegar Húni verður 60 ára. Þá verði vonandi hægt að sigla bátnum hringinn um landið og breiða út fagnaðarerindið. „Við viljum að þessum hluta sögunnar sé sýnd meiri virðing en gert hefur verið. Lengi vel var það siður hér á landi að kasta eikarbátunum á áramótabrennur,“ segir Þorsteinn og bendir á að ekki sé verið að brenna gömul hús með merka sögu að baki. Á fiskveiðum í 30 ár Smíðaðir voru um 100 eikarbátar hér á landi á árunum 1940 til 1970. Húni II er eini báturinn óbreyttur af þessari stærð sem nú er til á Íslandi. Báturinn var gerður út til fiskveiða í 30 ár og talið að veiðin hafi alls verið um 32 þúsund tonn. Hann var tekinn af skipaskrá árið 1994 og stóð til að eyða honum á næstu áramótabrennu. Húna var bjargað af Þorvaldi Skaftasyni og Ernu Sigurbjörnsdóttur, sem vildu varðveita bátinn sem minjar um skipasmíði á Íslandi. Báturinn kom aftur á skipaskrá 1995 og var gerður út á hvalaskoðun í nokkur ár, fyrst frá Skagaströnd og síðar frá Hafnarfirði. Þrautreyndir aflaskipstjórar skiptast á í brúnni á Húna, þeir Arngrímur Brynjólfsson, er lengi stýrði Vilhelm Þorsteinssyni EA, og Bjarni Bjarnason af Súlunni EA

Heimild Morgunblaðið Björn Jóhann 

Myndir Þorgeir Baldursson 

01.09.2021 14:07

AKUREY KOMIN Á NORÐURLANDSMIÐ

                                2890 Akureyr AK 10 á Sauðárkróki mynd þorgeir Baldursson 

 

Ísfisktogarinn Akurey AK er nú að veiðum á Skagagrunni og fyrirhugað er að aflanum verði landað á Sauðárkróki í kvöld.

Þetta er mjög stuttur túr hjá Akurey því afla var síðast landað í Grundarfirði í byrjun vikunnar.

,,Sumarið hefur verið mjög gott aflalega séð. Við höfum verið á Vestfjarðamiðum og fengið fínan afla.

Nú virðast aflabrögðin á Vestfjarðamiðum vera á hraðri niðurleið, í bili a.m.k., og þess vegna var ákveðið að reyna fyrir sér á miðunum út af Skagafirði

,” segir Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey í samtali á heimasíðu Brims. Hann er nú í stuttu fríi. Á meðan er Magnús Kristjánsson með skipið.

,,Mér skilst að aflabrögðin hafi verið róleg það sem af er þessari stuttu veiðiferð.

Við erum búnir að vera þarna fyrir norðan í tveimur síðustu veiðiferðum og höfum fulla trú á að aflinn glæðist,” segir Eiríkur sem taka mun aftur við skipstjórninni í kvöld.

 

01.09.2021 07:32

Tregt á Grálúðunni

Aflabrögð hjá bátum sem að stunda Grálúðuveðar með net hefur farið minkandi það sem  af er ári en alls stunda nú fjórir bátar

þessar veiðar Kristrún RE ,Þórsnes SH ,Kap 2 Ve  og Jökull ÞH að sögn Helga Age Torfasonar skipstjóra á Kristrúnu RE sem að hefur stundað

þessar veiðar um árabil með góðum árangri skipið landaði á Akureyri i gær ásamt Þórsnesi SH og  var afli skipanna um eitthundrað tonn 

hvort skip  Kristrún RE hélt svo til veiða seint i gærkveldi en Þórsnes mun halda til veiða á nk Laugardag 

         Helgi Age Torfasson skipst á Kristrúnu RE 
                              Þórsnes SH 109 og Kristrún RE177 mynd þorgeir Baldursson 31 Ágúst 2021

 

31.08.2021 07:59

3,5 milljarða króna stækkun fyrir seiði

                          Seiðaeldisstöð Arctic Fish mynd þorgeir Baldursson 28 júni 2021 

 

Verktakafyrirtækið Eykt mun annast hönnun og framkvæmdir við stækkun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í Norður-Botni í Tálknafirði og norska fyrirtækið Eyvi sér um tæknibúnað stöðvarinnar.

Áætlað er að kostnaður við verkið verði um 3,5 milljarðar króna og verður það ein af stærstu framkvæmdum einkaaðila á Vestfjörðum.

Framkvæmdir hefjast næstu daga. Húsnæðið verður stækkað um 4.200 fermetra og verður samtals 14.200 og kerjarými meira en tvöfaldað því við það bætast 7.200 rúmmetrar.

Framleiðslugeta stöðvarinnar tvöfaldast, verður 1.000 tonn sem svarar til um fimm milljóna 200 gramma seiða. Úr þeim fjölda á að vera hægt að ala um það bil 25 þúsund tonn af laxi. 

Heimild morgunblaðið 

 

29.08.2021 14:37

Akureyrarkirkja þema Gærdagsins

                                                                                                                     Akureyrarakirkja i gærkveldi. Mynd þorgeir Baldursson  28ágúst 2021

                                                              Akureyri er 159 ára í dag. Til hamingju með daginn, Akureyringar nær og fjær!  myndasyrpa af viðburðum munu birtast eftir helgina en þangað til Góðar stundir

 

29.08.2021 07:30

Janus og Eyborg i Krossanesi

          Janus EX (1293 Börkur Nk )og 2190 Eyborg EA 59 i Krossanesi i gærkveldi mynd þorgeir 28 ágúst 2021

28.08.2021 13:54

Hólmasól kemur úr Hvalaskoðun á Akureyri

Nú loksins hillir undir léttari sóttvarnarreglur og að sögn rekstraraðila  hvalaskoðunnar báta virðist þetta vera allt á réttri leið 

mikil aðsókn i ferðir og eru þetta i meirihluta erlendir hópar sem að búnir voru að panta með löngum fyrirvara en siglingin 

eftir hvalnum er löng þar sem að hann hefur mest verið hér i minni Eyjafjarðar þannig að það tekur um 4 klst að sigla 

frá Akureyri og til baka á miðin en i dag sáust 4 hnúfubakar talsvert af höfrungi  og ein hrefna fyrir innan Hrisey 

Að sögn Vignis Sigursveinssonar skipst á Hólmasól þegar spjallað var við hann i dag 

 

                     Hólmasól kemur úr hvalaskoðun i dag mynd þorgeir Baldurson 28 ágúst 2021

                                     Frambandið sett á pollann mynd þorgeir Baldursson 28 ágúst 2021

                     springurinn og vatnslangan mynd þorgeir Baldursson 28 ágúst 2021

                           Landgangurinn gerður klár fyrir farþegana mynd þorgeir Baldursson 28 ágúst 2021

     Farþegar streyma i land og næsti hópur biður klár að fara um borð mynd Þorgeir Baldursson 

27.08.2021 12:50

Lif og fjör á Pollinum i morgun

                                                                                   Frá vinnsti Snekkjan Satori á Pollinum og Pursuit til hægri mynd þorgeir Baldursson 27 ágúst 2021

                                                                                    Þyrla lendir á Pursuit i morgun Mynd þorgeir Baldursson 27 ágúst 2021

                                                                                                                  Viking Júpiter við bryggju á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 27 ágúst 2021

27.08.2021 08:42

Áhöfn Páls Pálssonar ÍS í sóttkví

                                                                                                                  2904 Páll Pálsson IS 102 við komu til Isafjarðar mynd þorgeir Baldursson 2021

 

Með hraðprófi fyrir Covid-19 sýkingu greindist skipverji á Páli Pálssyni ÍS jákvæður í gær.

Beðið er niðurstöðu úr PCR prófi sem væntanleg er i dag . Þar til niðurstaða liggur fyrir er áhöfnin í sóttkví.

Á sama hátt hefur annar starfsmaður í landi einnig verið greindur jákvæður með hraðprófi og hluti starfsfólks farið í sóttkví þar til niðurstaða liggur fyrir úr PCR greiningu á morgun.

Af þeim sökum verður skrifstofa fyrirtækisins í Hnífsdal lokuð i dag Föstudag .

segir á vef fyrirtækisins 

 

26.08.2021 20:46

Straumey EA 50

  

                         2710 Straumey EA50 á leið i róður mynd þorgeir Baldursson 26 ágúst 2021 

                                                Læmi gerir  klárt á Útleiðinni mynd þorgeir Baldursson 

                                Húni Ea og Straumey EA Mætast á Eyjafirði i morgun mynd þorgeir Baldursson 

25.08.2021 06:44

Góður Dráttur

                 Skipverjar á Örvari HU 2 mynd þorgeir Baldursson 

Skipverjar á Örvari HU 2 lentu i heldur óskemmtilegu atviki á Papagrunni i siðustu viku

þegar skipið fékk annað af 2 trollum sem að það dró i skrúfuna svo að draga þurfti það i land .

Kaldbakur EA 1 var næsta skip og var skipið tekið i tog til Fáskrúðfjarðar og var þá eftir um 8 klst vinna fyrir kafara að skera úr skrúfunni

 

 

24.08.2021 17:32

Frá Öngli til Maga

                                                                                 Húni EA á siglingu á með skólabörn úr Grunnskólum Akureyrar i morgun  Mynd þorgeir Baldursson 24 ágúst 2021

                                                                                          108  Húni EA 740 Siglir með skólakrakka mynd þorgeir Baldursson 24 ágúst 2021

Á hverju hausti sigla Hollvinir Húna II með nemendur 6. bekkjar á Akureyri og Eyjafirði  í veiði og fræðsluferðir.  Í  ferðunum fræðast þau um bátinn Húna II og smíði hans, um lífríki sjávar og hollustu fisksins .Fjallað er um hafið kring um landið og þau verðmæti sem við þurfum að nýta og vernda td. með því að halda hafsvæðinu hreinu. Þau skoða stjórntæki í brú, veiða fisk sem síðan er krufinn, flakaður grillaður og snæddur.  Þetta er unnið í samstarfi við Akureyrarbæ, Samherja og Háskólann á Akureyri.  Rúmlega 300 nemendur sigla þetta haustið.  Áhöfnin á Húna II eru 10 í þessum ferðum og öll vinna unnin í sjálfboðavinnu.og i dag sigldu með Húna  43 nemendur úr Naustaskóla 

skipstjóri á Húna er margreyndur aflaskipstjóri Arngrimur Brynjólfsson sem að var lengi með 

Vilhelm Þorsteinsson EA11 og Kristinu EA 410 

 

24.08.2021 06:35

virasplæsning á bryggjunni

                                                                                                 Tveir snillingar i virasplæsningu     þekkir einhver mennina ? mynd þorgeir Baldursson 

23.08.2021 23:41

Bergur Ve 44

                                            Álsey VE 2 ex Bergur Ve 44 mynd þorgeir Baldursson 

                                            2677 Bergur Ve 44 mynd þorgeir Baldursson 
 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 346
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119472
Samtals gestir: 52250
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02
www.mbl.is