27.07.2021 06:38

Börkur Nk og Bræðslan

                            2865 Börkur Nk   við bryggju á Neskaaupstað bræðslan i bakgrunni mynd þorgeir Baldursson 

25.07.2021 08:49

Hrafn Sveinbjarnarsson GK 255

Það var létt yfir Strákunum á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255 þegar við á Ljósafellinu SU komum til þeirra i siðustu viku

með varahluti i Baader vélar og þá voru meðfylgjandi myndir teknar 

                           1972 Hrafn Sveinbjarnarsson GK 255 Mynd þorgeir Baldursson 

                              Hrafn Sveinbjarnasson Gk   Beðið eftir Varahlutum mynd þorgeir Baldursson 

                                  Strákarnir biða spenntir eftir pakkanum mynd þorgeir Baldursson 

                              Valur Skipstjóri i brúnni á Hrafni Sveinbjarnassyni Gk 255 mynd þorgeir Baldurssson

                       Hrafn Sveinbjarnarsson GK 255 og afturgálginn á Ljósafelli SU mynd þorgeir Baldursson 

23.07.2021 23:05

Gullver Ns 12 nýtt útlit

Nú seinnipartinn i kvöld hélt isfisktogarinn Gullver NS 12 áleiðis til heimahafnar á Seyðisfirði eftir gagnlegar breytinga i slippnum á Akureyri 

þar sem að meðan annas var skipið heilmálað i litum Sildarvinnslunnar i Neskaupstað en Gullver Ns hefur alltaf siðan það var smiðan verið 

Orange litað og hvitt að ofan en er nú blátt og kremgult sem að fer skipinu afar vel meðfylgjaand myndir voru teknar i kvöld á Akureyri og við Hjalteyri 

                                             1661 Gullver Ns 12 mynd þorgeir Baldursson 23 júli 2021

                                        1661 Gullver Ns 12 mynd þorgeir Baldursson 23 júli 2021

                                   1661 Gullver Ns 12 við Hjalteyri mynd þorgeir Baldursson 23 júli 2021

                           1661 Gullver NS12  við Hjalteyri i kvöld Mynd þorgeir Baldursson 23 júli 2021

                                 1661 Gullver Ns 12 Við Hjalteyri i kvöld Mynd þorgeir Baldursson 23 júli 2021

                                    1661 Gullver Ns 12 mynd þorgeir Baldursson 23 júli 2021

                            1661 Gullver Ns 12 við Hjalteyri i kvöld mynd þorgeir Baldursson 

20.07.2021 18:43

Breytingar á skipastól Síldarvinnslunnar

Breytingar á skipastól Síldarvinnslunnar

20/7/2021 | Fréttir

Bergur ehf. í Vestmannaeyjum hefur samþykkt sölu á Berg VE 44 til Vísis í Grindavík. Skipið verður afhent nýjum eigendum í ágúst á þessu ári. Bergur er með tæplega 1600 þorskígildi, en skipið er selt án aflaheimilda. Bergur ehf. mun í kjölfarið kaupa Bergey VE 144 af móðurfélagi sínu Bergi Hugin ehf. Er um að ræða hagræðingaraðgerðir til að auka nýtingu skipa félagsins. Þess skal getið að skerðingar Síldarvinnslusamstæðunnar námu um 1500 tonnum í bolfiski fyrir komandi fiskveiðiár.

Dótturfélag Síldarvinnslunnar, Runólfur Hallfreðsson ehf., hefur einnig gengið frá sölu á uppsjávarskipinu Bjarna Ólafssyni AK 70 til erlendra aðila. Salan er þó háð ákveðnum fyrirvörum af hálfu kaupenda sem munu skýrast innan mánaðar. Ef af verður mun skipið verða afhent nýjum eigendum á haustmánuðum. Eins og kunnugt er tók Síldarvinnslan á móti nýju skipi í júníbyrjun sem fékk nafnið Börkur. Í kjölfarið mun eldri Börkur fá nafnið Bjarni Ólafsson AK 70 og munu áhöfn og aflaheimildir þá flytjast á milli.

Bjarni Ólafsson AK-70. Ljósm: Þorgeir Baldursson

Bergur VE-44. Ljósm: Þorgeir Baldursson

                2964 Bergey ve 144 mynd þorgeir Baldursson 

19.07.2021 22:27

Það Gefur á Bátinn

                                                                                                 Það Gefur á Bátinn skipverjar á Ljósafelli SU 70 i vinnuferð mynd þorgeir Baldursson 2021

19.07.2021 21:50

Góð samvinna í Barentshafinu

                                                         2184 Vigri RE71 mynd þorgeir Baldursson 

Góður afli og blíða í Barentshafinu þar sem þrjú íslensk skip hafa verið að veiðum að undanförnu.

 

„Aflinn var góður og svo vorum við svo heppnir að það var nánast einmuna blíða allan tímann.

Það var logn og þegar best lét fór hitinn í meira en 30 gráður. Þetta er hins vegar gríðarlega löng sigling.

Við vorum rétt tæpa fimm sólarhringa að sigla norður í Barentshaf og mér sýnist að heimferðin taki svipaðan tíma.”

Þetta segir Eyþór Atli Scott, skipstjóri á frystitogaranum Vigra RE, er heimasíða Brims náði tali af honum en Vigri var á leiðinni til Reykjavíkur.

Eftir Vigra var frystitogarinn Örfirisey RE en bæði skipin, sem Brim gerir út, hafa að undanförnu verið að veiðum í Barentshafi.

                                                             1345 Blængur Nk 125 mynd þorgeir Baldursson 

„Við vorum 30 daga á veiðum og vorum með alls 1.030 tonn upp úr sjó. Uppistaða aflans var þorskur en við vorum með nokkra tugi tonna af ýsu og hlýra. Afli Örfiriseyjar var meiri enda getur skipið dregið tvö troll samtímis.”

Að sögn Eyþórs Atla hófust veiðar svo til á þeim punkti þar sem rússneski eftirlitsmaðurinn var tekinn um borð.

„Við unnum okkur svo austur eftir og vorum lengst af á veiðum á Gæsabankanum. Við lukum veiðum svo á svokölluðum Kildenbanka,” segir Eyþór Atli.

„Þorskurinn er af mun blandaðri stærð en við höfum átt að venjast og það er nokkuð ljóst að yngri árgangar eru að koma inn í veiðina.”

                                                                2265 Arnar HU 1 mynd þorgeir Baldursson 

Að sögn Eyþórs Atla voru tvö önnur íslensk skip á slóðinni, Arnar HU og Blængur NK. Góð samvinna var á milli skipstjórnarmanna og segir Eyþór Atli slíka samvinnu skila mjög góðum árangri.

„Það hefur mjög margt breyst frá því að maður byrjaði í Barentshafinu. Rússarnir eru farnir að gera út mjög stóra og öfluga togara og það eru fleiri en áður um hituna,” segir Eyþór Atli Scott.

 

 

15.07.2021 15:40

Vestfjarðamið gefa enn góðan afla

                                            1868. Helga Maria RE 1 Mynd þorgeir Baldursson 2021

Isfisktogarinn Helga María Re1 fer frá Reykjavík í kvöld en togarinn hefur að undanförnu verið að veiðum á Vestfjarðamiðum. Á heimasíðu Brims segir frá því að nokkur undanfarin sumur hafa ísfisktogarar fyrirtækisins orðið að leita austur á Norðurlandsmið vegna aflabrests á Vestfjarðamiðum, en í ár virðast miðin ætla að gefa þokkalegan afla.

Friðleifur Einarsson er skipstjóri á Helgu Maríu en Einar Bjarni Einarsson var með skipið í nýafstaðinni veiðiferð. Friðleifur segist sammála Eiríki Jónssyni, skipstjóra á Akurey AK, um að fiskurinn væri núna á grunnslóðinni en ekki úti í kanti eða á Halanum eins og undanfarin ár.

„Það er aflinn á grunnslóðinni sem heldur veiðinni uppi. Aflinn hefur verið í góðu lagi en ef maður hættir sér of djúpt er alls staðar gullkarfi sem við megum helst ekki veiða. Við erum því á flótta undan karfa þessa dagana og svo þvælist ýsan einnig fyrir okkur, þótt það kveði ekki eins rammt af ýsugengdinni og í vor og byrjun sumars,” segir Friðleifur enn hann segir það kost að þurfa ekki að fara langt austur eftir aflanum.

„Við höfum ekki farið lengra austur en í Nesdjúpið til að ná í aflann,” segir hann.

13.07.2021 00:23

Gamli Herjólfur til sölu á 660 milljónir

Herjólfur III hefur sinnt siglingu á milli Vestmannaeyja og lands .

                                                                                 Herjólfur 111 i höfn i Vestmannaeyjum  mynd Óskar Pétur Friðriksson  

 

Farþegaog bilaferjan  Herjólf­ur III, sem er í eigu Vega­gerðar­inn­ar, hef­ur nú verið sett á sölu á norskri skipa­sölusíðu. Eyja­f­rétt­ir greindu fyrst frá. 

Upp­sett verð á skip­inu er 4,5 millj­ón­ir evra eða um 660 millj­ón­ir ís­lenskra króna. 

Gamli Herjólf­ur var smíðaður í Nor­egi árið 1992 og hef­ur þjónað sam­göng­um milli lands og Vest­manna­eyja síðan þá þar til nýr Herjólf­ur tók við árið 2019.

Skipið mun þó sigla nokkr­ar ferðir um versl­un­ar­manna­helg­ina til þess að ferja gesti til og frá Þjóðhátíð. 

07.07.2021 23:48

Komið úr hvalaskoðun i dag

            2938 Hvalaskoðunnarbáturinn Konsull á Eyjafirði i dag Mynd þorgeir Baldursson 7 júli 2021

                                             2938 Konsull á Eyjafirði  i dag 7 júli mynd þorgeir Baldursson 

                                                      2938 Konsull mynd þorgeir Baldursson 7 juli 2021

07.07.2021 23:35

Oddeyrin EA komin til Akureyrar, skipið getur geymt lifandi fisk í tönkum

Harðbakur EA 3 og Oddeyrin EA 210  fyrir framan höfustöðvar Útgerðafélags Akureyringa mynd þorgeir Baldursson 

Skipið hefur þegar vakið mikla athygli í alþjóðlegum sjávarútvegi

 

                              2978 Oddeyrin EA. 210 mynd þorgeir Baldursson 7 júli 2021

                                       2978 Oddeyrin EA 210 myynd þorgeir Baldursson 7 júli 2021

 

Tímamót urðu í sögu Samherja í dag og þar með íslenskum sjávarútvegi, er Oddeyrin EA kom til Akureyrar eftir gagngerar breytingar á skipinu í dönsku skipasmíðastöðinni Karstensens.

Samherji keypti uppsjávarveiðiskip og lét breyta því fyrir bolfiskveiðar, jafnframt verður hægt að dæla fiski um borð og geyma lifandi í sér útbúnum tönkum.

Sex tankar sem geta geymt lifandi fisk Segir á vef Samherja i dag 

 

Hjörvar Kristjánsson skipaverkfræðingur og verkefnastjóri á útgerðarsviði Samherja segir skipið á margan hátt flókið.

 

Hjörvar Kristjánsson skipaverkfræðingur og verkefnastjóri á útgerðarsviði Samherja segir skipið á margan hátt flókið.

„Já, þetta er nokkuð flókið skip, hérna er hægt að gera ýmislegt sem ekki er hægt að gera á öðrum fiskveiðiskipum.

Í fyrsta lagi getur það stundað hefðbundnar veiðar en stóra nýjungin er að um borð er búnaður til að dæla fiski um borð og geyma hann lifandi í alls sex tönkum skipsins. Í þessum tönkum er líka hægt að kæla fiskinn, ef hann er ekki fluttur lifandi til lands.“

Alþjóðlegur sjávarútvegur fylgist vel með

Hjörvar segir að Oddeyrin hafi þegar vakið töluverða athygli í alþjóðlegum sjávarútvegi.

„Já, klárlega. Karstensens skipasmíðastöðin stendur framarlega á sínu sviði og þar er daglega fólk sem fylgist vel með öllum tækninýjungum.

Við urðum sannarlega vör við áhuga greinarinnar á þessu verkefni okkar og víst er að það verður vel fylgst með okkur þegar skipið kemst á veiðar.

Þetta eru stór tímamót í íslenskum sjávarútvegi,“ segir Hjörvar.

Hægt að jafna út skammtímasveifur og sækja inn á nýja markaði

 

„Stór hluti af þessu öllu saman er að geta alltaf átt hráefni klárt fyrir landvinnsuna og svo auðvitað að geta boðið upp á enn ferskara hréfni,“ segir Heiðdís Smáradóttir verkefna- og gæðas tjóri Samherja fiskeldis

 

Næsta skref er að Slippurinn tekur við skipinu og kemur fyrir ýmsum búnaði, aðallega á vinnsludekki.

Heiðdís Smáradóttir verkefna- og gæðastjóri Samherja fiskeldis, segir að aldurinn á fiskinum til landvinnslunnar geti hæglega farið úr þremur til fimm dögum niður í nokkrar klukkustundir, með tilkomu Oddeyrarinnar.

„Afhendingaröryggi landvinnslunnar eykst til mikilla muna. Með því að geyma fiskinn lifandi um borð eða í kvíum í landi er hægt að jafna út skammtímasveiflur, svo sem vegna hráefnisskorts.

Einnig aukast möguleikar á því að sækja inn á nýja markaði með ferskan ófrosinn fisk vegna lengri líftíma vörunnar, svo dæmi séu nefnd.

Stór hluti af þessu öllu saman er að geta alltaf átt hráefni klárt fyrir landvinnsluna og svo auðvitað að geta boðið upp á enn ferskara hréfni.

Við erum ekki komin á þann stað að geyma fiskinn í kvíum á landi, en möguleikarnir eru fyrir hendi.

Norðmenn hafa sett fisk í kvíar en með þessu skipi er stigið skrefinu lengra. Samherji leggur ríka áherslu á ferskleika og það erum við sannarlega að gera með þessu nýja skipi,“ segir Heiðdís.

Búnaðurinn reyndist vel

 

„Ég er alveg sannfærður um að þetta gangi allt saman upp og það hefur verið frábært að vinna að þessu verkefni með framsæknu og lausnarmiðuðu starfsfólki Samherja,“ segir Hjörtur Valsson skipstjóri.

 

„Mér líst mjög vel á skipið. Við fórum í tvo stutta prufutúra við Danmörku, aðallega til að tékka af búnaðinn og allt virkaði fínt.

Það ríkir auðvitað alltaf ákveðin spenna þegar eitthvað nýtt kemur fram á sjónarsviðið og ég hef heyrt ýmsar pælingar, sem segir sitt um áhugann á þessari nýjung.

Ég er alveg sannfærður um að þetta gangi allt saman upp og það hefur verið frábært að vinna að þessu verkefni með framsæknu og lausnarmiðuðu starfsfólki Samherja,“ segir Hjörtur Valsson skipstjóri.

Frábært að sigla inn Eyjafjörðinn í fallegu veðri

„Við lögðumst að bryggju á Akureyri snemma í morgun og það var alveg frábært að sigla inn Eyjafjörðinn í fallegu veðri.

Ísland tók vel á móti okkur, það er ekki hægt að segja annað,“ segir Hjörtur.

05.07.2021 21:12

Helga Maria RE 1aflahæðst i júni

 

                                    Helga Maria RE1 á toginu á Selvogsbanka þann 21 mars  mynd þorgeir Baldursson 

Af vef Aflafretta 

Ansi góður mánuður þar sem að 4 togarar náðu yfir 800 tonnin

 

og Helga maría RE var með 188 tonn í 1 og endaði langhæstur og fór yfir 1100 tonna afla í júni´

 

Páll pálsson ÍS 261 tonn í 2 og endaði í tæp 900 tonnum sem er feikilega gott

 

Breki VE 164 tonn í 1

 

Viðey RE 206 tonní 1

 

Steinunn SF 167 tonn í 2 og var hæstur af 29 metra bátaunum 

 

Gullver NS 148 tonn í 1

 

Vestmannaey VE 171 tonn í 2

 

Sæti Sknr Áður Nafn Heildarafli Fjöldi Mesti afli Veiðarfæri Höfn
1 1868 2 Helga María RE 1 1126.4 6 220.0 Botnvarpa Reykjavík
2 2892 1 Björgúlfur EA 312 950.2 5 231.9 Botnvarpa Dalvík, Akureyri
3 2904 7 Páll Pálsson ÍS 102 896.3 7 160.5 Botnvarpa Ísafjörður
4 2891 5 Kaldbakur EA 1 817.6 6 201.8 Botnvarpa Akureyri, Neskaupstaður, Dalvík
5 2861 9 Breki VE 61 722.1 5 169.9 Botnvarpa Vestmannaeyjar
6 2895 10 Viðey RE 50 706.4 5 206.6 Botnvarpa Reykjavík
7 2890 3 Akurey AK 10 701.1 4 217.2 Botnvarpa Reykjavík
8 2894 4 Björg EA 7 677.7 4 204.4 Botnvarpa Dalvík, Akureyri
9 2966 12 Steinunn SF 10 641.9 7 102.6 Botnvarpa Grundarfjörður, Reykjavík, Ísafjörður
10 1833 6 Málmey SK 1 639.7 4 204.1 Botnvarpa Sauðárkrókur
11 2893 8 Drangey SK 2 605.8 4 229.8 Botnvarpa Sauðárkrókur, Hofsós
12 2401 17 Þórunn Sveinsdóttir VE 401 596.6 5 193.4 Botnvarpa Vestmannaeyjar
13 1661 14 Gullver NS 12 593.4 5 147.2 Botnvarpa Seyðisfjörður
14 2964 18 Bergey VE 144 583.2 8 93.7 Botnvarpa Vestmannaeyjar
15 1277 13 Ljósafell SU 70 577.9 6 137.7 Botnvarpa Fáskrúðsfjörður
16 2963 11 Harðbakur EA 3 547.4 7 101.9 Botnvarpa Grundarfjörður, Akureyri, Hafnarfjörður, Dalvík
17 2919 16 Sirrý ÍS 36 536.2 5 118.5 Botnvarpa Bolungarvík
18 2025 15 Bylgja VE 75 528.7 7 92.3 Botnvarpa Grindavík, Grundarfjörður
19 2954 20 Vestmannaey VE 54 500.5 7 91.3 Botnvarpa Vestmannaeyjar
20 2970 19 Þinganes SF 25 439.2 5 104.7 Botnvarpa Reykjavík, Grundarfjörður
21 2685 22 Hringur SH 153 395.0 6 81.9 Botnvarpa Grundarfjörður
22 2958 23 Áskell ÞH 48 394.3 4 103.1 Botnvarpa Grindavík
23 2962 24 Vörður ÞH 44 376.1 4 100.9 Botnvarpa Grindavík
24 2758 25 Dala-Rafn VE 508 350.7 5 85.3 Botnvarpa Vestmannaeyjar
25 2444 21 Sturla GK 12 322.1 5 75.8 Botnvarpa Grundarfjörður, Hafnarfjörður, Grindavík
26 2744 27 Runólfur SH 135 287.1 4 73.8 Botnvarpa Grundarfjörður
27 2262 28 Sóley Sigurjóns GK 200 267.4 4 78.1 Rækjuvarpa Siglufjörður
28 1645 26 Jón á Hofi ÁR 42 233.2 6 54.5 Humarvarpa Þorlákshöfn
29 1451 50 Stefnir ÍS 28 206.8 2 108.3 Botnvarpa Ísafjörður
30 2449 29 Pálína Þórunn GK 49 197.9 5 65.0 Botnvarpa Sandgerði, Siglufjörður, Ísafjörður
31 2731   Þórir SF 77 193.1 3 88.3 Botnvarpa Hornafjörður
32 1595   Frár VE 78 174.7 5 52.9 Botnvarpa Vestmannaeyjar
33 2773   Fróði II ÁR 38 167.3 5 39.1 Humarvarpa Þorlákshöfn
34 1281   Múlaberg SI 22 157.0 4 48.7 Rækjuvarpa Siglufjörður
35 2740   Sigurborg SH 12 155.2 2 85.3 Botnvarpa Grundarfjörður
36 2749   Farsæll SH 30 144.0 2 77.1 Botnvarpa Grundarfjörður
37 1752   Brynjólfur VE 3 131.1 4 50.2 Humarvarpa Vestmannaeyjar
38 2017   Tindur ÍS 235 125.7 6 29.9 Botnvarpa Flateyri, Súðavík
39 2048   Drangavík VE 80 125.0 4 35.9 Humarvarpa Vestmannaeyjar
40 182   Vestri BA 63 119.7 4 35.5 Rækjuvarpa Grundarfjörður, Siglufjörður
41 2433   Frosti ÞH 229 104.3 4 35.4 Rækjuvarpa Siglufjörður
42 1472   Klakkur ÍS 903 101.2 4 33.3 Rækjuvarpa Grundarfjörður, Sauðárkrókur, Ísafjörður
43 1905   Berglín GK 300 95.8 4 46.4 Rækjuvarpa Siglufjörður
44 2732   Skinney SF 20 88.3 1 88.3 Botnvarpa Hornafjörður
45 2732   Skinney SF 20 47.1 2 24.6 Humarvarpa Hornafjörður
46 2731   Þórir SF 77 39.4 2 21.1 Humarvarpa Hornafjörður
47 1440   Valur ÍS 20 37.7 8 7.4 Rækjuvarpa Ísafjörður
48 173   Sigurður Ólafsson SF 44 16.7 1 16.7 Humarvarpa Hornafjörður
49 1436   Jón Hákon BA 61 10.6 3 4.0 Rækjuvarpa Bíldudalur

04.07.2021 19:29

Viking Sky og Guðmundur Kristjánsson Hafnarstjori

 Hafnarstjóri Isafjarðarhafna Guðmundur Kristjánsson 

03.07.2021 11:44

Á útleið

 
           Á Útleið austfjaðafjöllin í bakgrunni mynd þorgeir Baldursson 
 

02.07.2021 07:10

Bjarni Ólafsson i Nýjum lit orðinn Blár

Það urðu veruleg timamót i útgerðarsögu Bjarna Ólafssonar AK 70 þar sem að öll skip Útgerðainnar hafa verið i gulum lit en nú hefur 

Sildarvinnslan i Neskaupstað yfirtekið reksturinn og þess vegna var skipið málað blátt i einkennislitum félagsins og er skipið 

hið glæsilegasta og ber litinn vel þessar myndir voru teknar i Gærkveldi þegar skipið fór niður úr Flotkvinni á Akureyri

                                            2909 Bjarni Ólafsson AK 70 Mynd þorgeir Baldursson 1 júli 2021

                                     2909 Bjarni  ólafsson Ak 70 mynd þorgeir Baldursson 1 júli 2021

                              2909 Bjarni Ólafsson Ak 70 mynd þorgeir Baldursson 1 júli 2021

01.07.2021 23:12

Tvær Hafborgir á Akureyri

   2323 Hafborg EA 242 og 1922 Finni Ns21 ex Hafborg EA 152 mynd þorgeir Baldursson  1 júlí 2021

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 261
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991682
Samtals gestir: 48535
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24
www.mbl.is