05.11.2020 10:20Byltingarkennt linuskip til veiða á Tannfiski
Línuskipið Ocean Azul hlaðið af nýjungum. Það er í eigu fyrirtækisins Pesquera Azul, sem er í eigu Norðmanna og er gert út á tannfisk frá Montevideo í Úrúgvæ. Það er með sérstakan búnað til að draga úr afráni hvala af línunni og til að koma í veg fyrir sjófugladráp við línudráttinn. Jafnframt eykur búnaður afla og bætir meðferð hans. Afrán hvala mikið Tæknin byggist á uppfinningu sem gengur undir nafninu Sago Extreme. Afrán hvala af línunni þegar hún er dreginn er verulegt valdamál, sérstaklega háhyrninga. Rannsóknir sýna að allt upp að 70% þess fisks, sem bítur á krókana er étinn af hvölunum. Át hvalanna dregur úr aflanum og hamlar vexti stofnsins. Með því að stöðva afránið skilar allur veiddur fiskur sér upp í veiðiskipið. Þannig nýtist hver veiddur fiski í stað þess að hvalurinn hámi meira en helminginn í sig. Að auki nýtist kvótinn betur, því færri fiska þarf að drepa til að fylla upp í hann. Minna veiðarfæra- og fiskitap Búnaðurinn byggist á stóru hylki sem umlykur línuna neðarlega í sjónum, á meira dýpi en hvalirnir komast. Þegar línan er dregin í gegnum hylkið slítur það fiskinn af krókunum og heldur honum í sér. Línan og hylkið er síðan dregið upp í brunn aftarlega í skipinu og hylkið tæmt í móttökuna. Með þessu verður meðferð fisksins betri, ekki þarf að gogga neinn fisk eins og þegar línan er dregin í gegn lúgu á stjórnborðssíðunni. Þá kemur línan ekki upp í sjávarborðið við skipssíðuna þar hætt er við því að sjófuglar festist á krókana og drepist. Mikið veiðarfæratap hefur fylgt veiðunum á tannfiskinum og skipin hafa þurft að forðast góð veiðisvæði vegna fjölda „draugalína“ sem liggja á botninum. Ocean Azul verður með „hreinsiútbúnað“ til að hreinsa upp þessi veiðarfæri og koma með þau í land. Þá verður línan í skipinu sterkari en almennt er og þannig dregið úr veiðarfæratapi og töpuðum fiski. Ætlunin er að skipið skili fleiri veiðarfærum í land en það tapar. Byggt fyrir erfiðar aðstæður Veiðar á tannfiski eru að langmestu leyti stundaðar við Suðurskautslandið og er Ocean Azul sérstaklega styrkt til veiða í hafís og þola erfið veður. Þá er í skipinu varavél sem dugir til að koma skipinu í land, bili aðalvélin. Mikið er lagt upp úr öryggismálum og aðbúnaði fyrir áhöfnina. Einn þáttur þess er brunnurinn, sem línan er dregin upp í gegnum, en fyrir vikið er áhöfnin í minni hættu en þegar línan er dregin í gegnum lúgu á skipshlið. Sjá myndband: https://www.youtube.com/watch?v=W4ch4RA3KB4 https://audlindin.is/byltingakennt-linuskip-til-veida-tannfiski/
Skrifað af Þorgeir 04.11.2020 22:58Alpha HF 32 á loðnusnapi
Skrifað af Þorgeir 04.11.2020 22:58Gjögurskip mætast á Austfjarðamiðum
Skrifað af Þorgeir 04.11.2020 22:51NÚPUR BA: ALLIR SKIPVERJAR COVID NEIKVÆÐIR
Niðurstaða er komin úr sýnatöku á áhöfninni á línskipuni Núpi BA frá Patreksfirði. enginn reyndist smitaður þar sem öll sýnir voru neikvæð. Þetta staðfestir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf á Patreksfirði. Búast má því að skipið haldi til veiða sem fyrst og ljúki veiðiferðinni. Linubáturinn Núpur BA hélt til veiða frá Akureyri skömmu fyrir kl 19 i kvöld og var stefnan tekin á Austfjarðamið Skrifað af Þorgeir 04.11.2020 17:34Tveir stubbar mætast
Skrifað af Þorgeir 04.11.2020 13:04Bergey Ve 144
Ísfisktogarinn Bergey VE kom til Neskaupstaðar til löndunar á mánudag. Afli skipsins var um 63 tonn og var hann blandaður; þorskur, ýsa, ufsi og karfi. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Jón Valgeirsson skipstjóra og spurði fyrst út í tíðarfarið. „Það er hægt að segja að tíðarfarið hafi verið rysjótt í veiðiferðinni og stundum reyndar skítabræla. Við létum þó veðrið aldrei stoppa okkur og það var veitt allan tímann. Við lönduðum á Djúpavogi 28. október og fórum þaðan suður í Skeiðarárdýpi þar sem við tókum ufsa og karfa. Síðan var haldið austur á Skrúðsgrunn þar sem fékkst ýsa og loks í Litladýpi þar sem veiddist þorskur. Þrátt fyrir veðrið má segja að veiðiferðin hafi gengið þokkalega. Við reiknum ekki með að halda til veiða á ný fyrr en á fimmtudag eða föstudag,“ segir Jón Skrifað af Þorgeir 03.11.2020 14:58Harðbakur EA 3
Skrifað af Þorgeir 01.11.2020 18:43Þinganes SF 25 á toginu á Austfjarðamiðum i dag
Skrifað af Þorgeir 31.10.2020 21:28Jóhanna EA 31
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1114 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 1928 Gestir í gær: 3 Samtals flettingar: 2388603 Samtals gestir: 70025 Tölur uppfærðar: 14.12.2025 09:18:25 |
||||||||||||||||||||
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is