01.03.2024 21:01

Hafborg EA152 á Siglingu á Eyjafirði

                                                       2940 Hafborg EA152 mynd þorgeir Baldursson 2023

 

01.03.2024 19:11

Nýr karl í brúnni hjá Loðnuvinnslunni

                                             1277 Ljósafell Su 70 mynd þorgeir Baldursson 2023 

Það er kominn nýr karl í brúnna! Þessi fleyga setning, sem er svo samgróin  íslenskunni þar sem tilvísanir til sjómennsku eru ríkar, á að þessu sinni við því að það er kominn nýr aðili sem hefur tekið að sér starf framkvæmdastjóra Loðnuvinnslunnar og þar með Kaupfélagsstjóri  Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga.

Maðurinn sem um ræðir heitir Garðar Svavarsson og er fæddur á því herrans ári 1983 og fyllir því fjóra áratugi. Hann er spengilegur maður, hefur fallegt bros og er afskaplega viðræðugóður.

Þegar Garðar var inntur eftir því hvaðan hann væri svaraði hann: „Ég er úr Kópavogi, en á móðurætt að rekja á Eskifjörð“. Garðar ólst upp í Kópavogi, gekk í Snælandsskóla og æfði sund og handbolta hjá Breiðablik. Hann átti góða æsku við leik og störf í Kópavoginum en þegar grunnskóla lauk valdi hann að fara í Menntaskólann við Sund þaðan sem hann útskrifaðist sem stúdent.

Garðar var aðeins sextán ára gamall þegar hann byrjaði að vinna hjá Granda.  Þar var faðir hans framleiðslustjóri og því lá beinast við að hefja starfsferil þar. „Í fyrstu vann ég að mestu við snyrtingu og pökkun, en eftir því sem aldurinn leyfði bættust við önnur  störf innan frystihússins eins og hausari, flökunarvél og annað“ sagði Garðar  og bætti því við að hann hefði líka prófað að stunda sjómennsku  eitt sumar bæði á ísfisktogara og frystitogara og þegar hann var inntur eftir því hvort honum hefði fallið betur var hann snöggur til svars: „Frystitogaranum, þar voru störfin kunnugleg úr frystihúsinu og svo var afbragðsgóður matur, jú og svo voru góð laun“.  Á meðan Garðar var í skóla, bæði mennta – og háskóla, vann hann í fiski öll sumur.  Sem ungur stúdent skráði hann sig í efnaverkfræði í Háskóla en á fyrstu önn fann hann að það var ekki það sem hann langaði að leggja lagi sitt við til framtíðar svo hann kvað sínu kvæði í kross og fór að vinna í leikskóla og sagði að sig hefði alltaf langað til að prófa slíkt starf því hann hefði alltaf haft gaman af börnum.   

En eins og áður sagði voru sumrin tileinkuð Granda, hann starfaði þar t.a.m sem verkstjóri á næturvöktum en þá var unnið allan sólarhringinn í frystihúsi Granda. „Það var svo mikill fiskur, karfi og ufsi svo að frystihúsið var látið ganga allan sólarhringinn á vöktum“ sagði Garðar og rifjaði það upp að á þessum næturvöktum þurfti hann að vera sjálfstæður og úrræðagóður því að ekki var stoðþjónustan í gangi að næturlagi svo að sú ábyrgð að halda vélum og tækjum gangandi féll innan hans verksviðs á nóttunni. „ Þá var gott að geta bjargað sér með teip og spotta“ sagði hann og brosti að þessum góðu endurminningum.  

Svo að eftir alla þessu reynslu taldi okkar maður sig vera búinn að finna sinn farveg í lífinu og ákvað að fara í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri og útskrifaðist hann þaðan sem sjávarútvegsfræðingur.  „Ég vissi að ég vildi starfa við sjávarútveg því mér hefur alltaf liðið vel í störfum tengdum fiski og útgerð“ sagði Garðar sem veit hvað hann syngur í þeim efnum hafandi unnið öll möguleg störf innan fagsins.

Og Garðar fetaði í rólegheitum stigann upp á skrifstofu. Með háskólanáminu vann hann á markaðsdeild HB Granda og leysti meðal annars sölustjórana af og tók síðan við starfi sem sölustjóri á mjöli og lýsi.  Auk þess vann hann með öðrum að sölu á uppsjávarafurðum.  „Svo vann ég náið með Vilhjálmi Vilhjálmssyni þáverandi framkvæmdastjóri uppsjávarsviðs við allskonar skipulag og framleiðslu, en tók svo við því framkvæmdastjórastarfi árið 2013 og var í því þangað til ég kom til Loðnuvinnslunnar á haustmánuðum 2023.  Garðar Svavarsson hóf störf hjá Granda þann 1.júní 1999 og lét af störfum þar haustið 2023 svo að tuttugu og fjögur ár á sama vinnustað, við hin ýmsu störf , er vel gert.

Garðar er kvæntur Aldísi Önnu Sigurjónsdóttur og eiga þau fjögur börn. 18 ára, 11 ára, 8 ára og 5 ára. Svo fjölskyldan er stór og ekki sjálfgefið að allar þessar manneskjur, ungar sem aldnar, séu reiðubúnar til þess að rífa sig upp með rótum og flytja búferlum yfir landið. En þegar Garðar var spurður um það sagði hann að það hefði jafnvel komið honum lítilega á óvart hvað konan hans og börnin tóku vel í hugmyndina þegar hún kom upp fyrst.  „Við Aldís sáum  þetta fyrir okkur sem tækifæri til þess að öðlast nýja reynslu  og öðlast nýjan lærdóm því að lífið er góður skóli“.  Og hingað eru þau komin, í Búðaþorp við Fáskrúðsfjörð þar sem þau hafa komið sér fyrir í fallegu húsi sem kallast Tröð og er í eigu Kaupfélagsins. Húsið hafa þau aðlagað að sinni fjölskyldu eins og vera ber.  Garðar talaði um hversu dýrmætt þeim hjónum þætti hvað allir hafa tekið vel á móti fjölskyldunni og svo þekkja allir foreldrar þá tilfinningu sem færir yl í brjóstið þegar börnunum líður vel og þrífast vel félagslega  og það segir Garðar að börnin hans  geri.

Þau hjónin eiga góða vini á Vopnafirði frá þeim tíma sem Garðar sinnti störfum á vegum HB Granda þar. Og vegalengdin á milli Vopnafjarðar og Fáskrúðsfjarðar er töluvert styttri en til Reykjavíkur svo að þau sjá fyrir sér að  njóta þess að geta fengið vini í heimsókn auk þess sem fjölskyldan er dugleg að koma. Foreldrar Garðars  eru einstaklingar á eftirlaunaaldri og hafa gjarnan tækifæri til þess að koma og dvelja í nokkra daga í senn og þegar mannfólk deilir svefnstað og skjóli verða tengslin sterkari. Og það þykir fjölskyldumanninum Garðari mikilvægt.

Aldís Anna stefnir á að nýta menntun sína sem náms-og starfsráðgjafi til góðra verka innan sveitafélagsins. Hún er ásamt Sigrúnu Evu Grétarsdóttur náms-og starfsráðgjafa,  að stofan fyrirtæki með það í huga að bjóða upp á þjónustu sem hingað til hefur oft þurft að sækja út fyrir sveitafélagið.

Að búa og starfa í litlu samfélagi er nýlunda fyrir Garðar og ekki þarf að undrast þó að það beri á svolitlum kvíða þegar kemur að því að flytja búferlum og hefja störf á nýjum stað þar sem allir og allt er ókunnugt. „Það var mikill léttir þegar ég var búinn að vera hér í nokkurn tíma og mér hafði ekki mætt neitt nema alúð og fagmennska“ sagði Garðar og lesa mátti í svip hans að hann meinti hvert orð.  Fjölskyldan er að búa sér heimili í samfélagi sem þau sjá fyrir sér til langframa, „við erum ekki komin til að tjalda til einnar nætur“ sagði Garðar í því samhengi.   Og bætti svo við „ við höfðum gert okkur í hugarlund að við þyrftum að skreppa nokkuð reglulega til borgarinnar til þess að verða okkur úti um eitt og annað en sú hefur aldeilis ekki orðið raunin, hér höfum við allt sem við þurfum og þjónusta og afþreying er miklu ríkari í nærsamfélaginu en við höfðum gert okkur grein fyrir“.

Og nú þegar börnin eru farin að taka þátt í tómstundum og eru að aðlagast nokkuð vel þá er skapast einhver tími fyrir Garðar  til þess að sinna eigin áhugamálum.  Og þegar hann er inntur eftir því hvar hans áhugi liggur svaraði hann því til að hann hefði gaman af veiðum. „Ég er mikill áhugamaður um skot- og stangveið og hef gaman af golfi líka“. Þá minntist hann á að hann hefði hug á því að ganga eitthvað til fjalla þegar sumarið hefði breytt út faðm sinn og fært allt í grænan búning. „Og Aldís konan mín er mjög spennt fyrir því að fara í berjamó, og ég skal með ánægju borða berin“ bætti hann við kíminn. Og þar verða þau ekki svikin því mikið er af góðu berjalandi í Fáskrúðsfirði.

Garðar, Aldís og börnin eru boðin hjartanlega velkomin til Fáskrúðsfjarðar og Loðnuvinnslunnar. Þessum óskum fylgir líka einlæg von um að þeim muni farnast vel í leik og starfi og að lífið og lánið muni leika við þau.  

 

26.02.2024 08:10

VILJA HEFJA GRÁSLEPPUVEIÐAR 1. MARS

                  Grásleppunetin klár mynd þorgeir Baldursson 

LS hefur sent Matvælaráðuneytinu erindi þar sem óskað er eftir að upphafsdagur grásleppuvertíðar 2024 verði 1. mars. Þetta kemur fram á vef LS. Þar er birtur kafli úr bréfinu til ráðuneytisins og bent á að markaður fyrir fersk grásleppuhrogn í Danmörku hafi farið vaxandi. Hann sé þó takmarkaður frá áramótum og fram að páskum.

„MEGIN ÁSTÆÐA BEIÐNINNAR ER AÐ Á UNDANFÖRNUM ÁRUM HEFUR MARKAÐUR FYRIR FERSK GRÁSLEPPUHROGN Í DANMÖRKU FARIÐ VAXANDI.  SAMFARA HEFUR ÚTFLUTNINGUR HÉÐAN AUKIST JAFNT OG ÞÉTT OG SKILAÐ GÓÐU VERÐI TIL SJÓMANNA OG ÚTFLYTJENDA.  MARKAÐURINN ER ÞÓ ENN TAKMARKAÐUR VIÐ TÍMANN FRÁ ÁRAMÓTUM OG FRAM AÐ PÁSKUM.  ÞAR SEM PÁSKAR ERU MJÖG SNEMMA Í ÁR, PÁSKADAGUR 31. MARS,  ER HÆTT VIÐ AÐ ÍSLENSKIR SJÓMENN GETI EKKI NÝTT SÉR EÐA ANNAÐ MARKAÐ FYRIR FERSK GRÁSLEPPUHROGN HEFJIST VERTÍÐIN 20. MARS.  AUK HROGNA FRÁ ÍSLANDI SELJA DANSKIR OG SÆNSKIR SJÓMENN HROGN SÍN INN Á ÞENNAN MARKAÐ.“

25.02.2024 17:47

Baldvin Njálsson "Besti stóri togarinn 2022"

 

Baird Maritime, eitt af leiðandi tímaritum um skipasmíðar í heiminum, valdi Baldvin Njálsson GK „Besta stóra togarann árið 2022“ og segir hann „hreinræktað fiskveiðitæki“. Spennandi sé að sjá slík skip smíðuð eftir langa eyðimerkurgöngu í þeim efnum.

Í umfjölluninni segir að skipið sé hannað af hinu þekkta íslenska skipahönnunartæki Skipasýn fyrir Nesfisk í Garði. Hönnun og smíði skipsins taki mið af öruggri og skilvirkri notkun þess í ólgusjó Norður-Atlantshafsins. Þetta sé verksmiðjutogari með öllum þeim búnaði sem til þurfi.

Í umfjölluninni er rætt við Sævar Birgisson, framkvæmdastjóra Skipasýnar, sem segir skipið eitt hið eyðslugrennsta miðað við stærð, sem þakka megi skrokklaginu og skrúfu sem er fimm metrar í ummál. Skipið var smíðað hjá Armon-skipasmíðastöðinni í Vigo á Spáni. Þar stendur nú yfir smíði á tveimur öðrum skipum sem Skipasýn hefur hannað; annars vegar á 58 metra löngum togara Þorbjarnar í Grindavík, Huldu Björnsdóttur GK, og hins vegar hafrannsóknaskipinu Þórunni Þórðardóttur HF, sem áætlað er að verði afhent seinna á þessu ári.

Í umfjölluninni er vikið að því að með samrunaferli hafi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki stækkað. „Við sjáum að floti fiskiskipa af millistærð hefur dregist saman á sama tíma og endurnýjunin er hraðari í stórum fiskiskipum og smábátaflotanum,“ segir Sævar.

„Með framförum í afkastagetu, veiðarfæra- og tæknibúnaði er ekki þörf fyrir jafnmörg skip og þessi þróun gæti orðið til þess að fiskiskipaflotinn verði ekki nema þriðjungur af því sem hann er nú,“ segir Sævar. Sjá má nánar umfjöllun Baird Maritime á www.bairdmaritime.com

 

 

23.02.2024 21:05

2150 Árni á Eyri ÞH 205

                            2150 Árni á Eyri þh 205 EX Rúna RE 150 Mynd þorgeir Baldursson 2024

Síðasta „sigling“ Árna á Eyri – MYNDIR

Skapti Hallgrímsson - skapti@akureyri.net  31.01.2024 kl. 09:35

Árni á Eyri „sigldi“ að athafnasvæði Hringrásar við Ægisnes sem er aðeins spolkörn frá fjörunni í Krossanesi. Ljósmyndir: Þorgeir Baldursson

Árni á Eyri ÞH 205, 75 brúttótonna bátur frá Húsavík, verður ei meir innan fárra daga. Hann sigldi – jafnvel mætti segja að hann hafi ekið – síðasta spölinn að kvöldlagi í síðustu viku, spottakörn úr fjörunni við Krossanes upp að athafnasvæði Hringrásar við Ægisnes þar sem báturinn verður hlutaður í sundur og síðan sendur í brotajárn.

Bátur á skíðum ...

„Hann hefur ekki verið á sjó síðan 2016, fór í úreldingu og gengið var frá því í haust að hann kæmi hingað til okkar,“ segir Árni Gíslason verkstjóri hjá Hringrás á Akureyri við Akureyri.net. Nafni hans á Eyri, sem er 20 m langur og 5 m breiður, hefur legið við bryggju síðan í lok nýliðins árs en var tekinn á land fyrir viku. Þá tók við síðasta ferðalagið í því formi sem báturinn er nú: „við bæði ýttum honum og drógum eftir Krossabrautinni uppeftir til okkar; hjólaskófla var á undan honum, önnur á eftir og þriðja tækið var til taks við hliðina ef hann færi að sveiflast,“ segir Árni.

Járnplötur voru festar undir bátinn svo hann skemmdi ekki malbikið.  „Það má segja að við höfum sett skíði undir hann,“ segir Árni.

Báturinn er úr áli og fer megnið af því til endurvinnslu í Hollandi. Árni á Eyri er fyrsti báturinn sem rifinn er hjá Hringrás á Akureyri síðan Árni Gíslason hóf þar störf fyrir áratug.

  • Þorgeir Baldursson fylgdist grannt með gangi máli og tók þessa skemmtilegu myndasyrpu.

TIL BAKA Í FRÉTTAYFIRLIT

 

22.02.2024 23:02

Mokveiði i Breiðafirði

        Netaveiðar á Jökli ÞH i Breiðafirði mynd þorgeir Baldursson 

22.02.2024 22:35

Þorskurinn fyrir austan troðfullur af loðnu

Isfisktogarinn Gullver NS landaði 85 tonnum í heimahöfn á Seyðisfirði í gær. Aflinn var nánast eingöngu ýsa og þorskur. Hjálmar Ólafur Bjarnason skipstjóri sagði að veiðin hefði verið misjöfn en veður ágætt.

„Við vorum mest í Hvalbakshallinu og á Hvalbaksgrunni. Þetta gekk heldur brösuglega framan af en úr þessu rættist í restina. Við fengum mjög gott skot í lok túrsins. Fiskurinn sem þarna fékkst er mjög góður og ætti að henta vel fyrir vinnsluna. Þorskurinn í Hvalbakshallinu var fullur af loðnu en við urðum hins vegar ekki varir við neinar loðnutorfur. Líklega er loðnan mjög dreifð á þessu svæði,“ sagði Hjálmar Ólafur.

Gullver hélt til veiða á ný að lokinni löndun í gær.

                 1661 Gullver Ns 12 mynd þorgeir Baldursson 

 

22.02.2024 18:56

1525 Jón Kjartansson Su 311

  

                        1525 jón Kjartansson SU 311 við Bryggju á Reyðarfirði mynd þorgeir Baldursson 

21.02.2024 15:57

Menn voru áhyggjufullir en einbeittir við leitina

 Þorkell Pétursson skipst Barða Nk mynd Smári Geirsson 2024

 

Að morgni þriðjudagsins 7. febrúar sl. fékk færeyska línuskipið Kambur á sig brotsjó suður af Suðurey í Færeyjum og lagðist á hliðina. Á skipinu var 16 manna áhöfn og komust 14 úr áhöfninni upp á skipið þar sem það flaut á hliðinni og var þeim bjargað um borð í þyrlu og fluttir til lands. Tveggja úr áhöfninni var hins vegar saknað og hófst fljótlega leit að þeim. Eitt þeirra skipa sem tóku þátt í leitinni var Barði NK en Barði var á kolmunnaveiðum í færeyskri lögsögu þegar slysið átti sér stað. Heimasíðan ræddi við Þorkel Pétursson, skipstjóra á Barða, og bað hann um að segja frá því sem þarna gerðist. Frásögn hans fer hér á eftir:

Við vorum að toga við landgrunnskantinn suðvestur af Færeyjum þriðjudaginn 7. febrúar. Veðrið var snarvitlaust um morguninn og ég hugsa að ölduhæðin hafi verið einir sex metrar. Um klukkan tvö eftir hádegi hringdi færeyska landhelgisgæslan í okkur og greindi frá slysinu og bað okkur að taka þátt í leit að tveimur færeyskum sjómönnum af Kambi. Við fengum vitneskju um að brotsjór hefði riðið yfir bátinn, hann lagst á hliðina og síðan sokkið eftir töluverðan tíma. Okkur var einnig greint frá því að búið væri að bjarga 14 úr áhöfninni og þyrla hefði flutt þá til lands. Þegar þyrlan bjargaði áhöfninni gat hún einungis tekið 13 menn um borð þannig að einn þurfti að hýrast á skipinu á meðan hún fór í land og kom síðan aftur til að sækja hann. Það hlýtur að hafa verið ömurleg vist fyrir manninn.

Við hífðum strax eftir að landhelgisgæslan hringdi og héldum af stað á leitarsvæðið. Þegar við hífðum var veðrið eiginlega gengið niður. Það tók okkur um einn og hálfan tíma að komast á svæðið sem leitað var á. Hoffell SU var að toga skammt frá okkur og þeir fengu sömu beiðni og við, hífðu strax og lögðu af stað til leitar. Það var leitað að mönnunum tveimur bæði á sjó og úr lofti. Við komum í björtu á leitarsvæðið en fljótlega skall á niðamyrkur. Á Barða eru þrír öflugir kastarar og þeir komu sér vel við leitina í myrkrinu. Þegar við vorum búnir að leita um tíma fengum við skilaboð frá breskri leitarflugvél um að athuga eitthvað sem þeir höfðu séð á floti í sjónum á tilteknum stað í grennd við okkur. Við héldum þegar þangað og þarna fundum við tvö björgunarvesti og einn bjarghring á floti. Þessa hluti tókum við um borð. Að þessu loknu héldum við leitinni áfram og sáum töluvert af braki í sjónum. Fljótlega fengum við tilkynningu um að leitinni væri frestað fram í birtingu og þar með lauk þátttöku okkar í þessari leit. Leitinni var hins vegar haldið áfram fram á laugardag en því miður var hún árangurslaus.

Það er ávallt átakanlegt að upplifa slys eins og það sem hér átti sér stað. Menn voru daprir og áhyggjufullir en einbeittu sér að leitinni eins og frekast var kostur. Allir í áhöfninni voru virkir við leitina og vonuðu heitt og innilega að hún bæri árangur. Fyrir okkur er einfalt að setja okkur í spor færeyskra starfsbræðra og finna til með þeim og fjölskyldum þeirra. Þessi atburður hafði djúp áhrif á alla í áhöfninni á Barða.

Þegar við lukum veiðum var komið við í Þórshöfn og þeir hlutir sem við fiskuðum upp úr sjónum við leitina afhentir landhelgsigæslunni.

heimild Svn.is/  Smári Geirsson 

21.02.2024 15:20

Ernir seldur til Ómans eftir tveggja ára legu

Ernir seldur til Ómans eftir tveggja ára legu

Uppsjávarskipið Ernir hefur legið í Kópavogshöfn í rúmlega tvö ár .

Uppsjávarskipið Ernir hefur legið í Kópavogshöfn í rúmlega tvö ár en virðist nú vera selt til Ómans. mbl.is/Gunnlaugur

Gunnlaugur Snær Ólafsson

mbl.is

Gunnlaugur Snær Ólafsson

gso@mbl.is

Bókamerki óvirk fyrir óinnskráða Setja bókamerki

Upp­sjáv­ar­skipið Ern­ir sem hef­ur legið við bryggju í Kópa­vogs­höfn und­an­far­in rúm tvö ár virðist loks hafa fengið nýja eig­end­ur sam­kvæmt upp­lýs­ing­um 200 mílna. Málað hef­ur verið yfir nafn skips­ins og þar stend­ur nú Al Nasr og það merkt PSQ en það er skamm­stöf­un Sult­an Qa­boos-hafn­ar sem er stærsta höfn­in í Múskat, höfuðborg Ómans.

Að því sem 200 míl­ur kom­ast næst hef­ur skipið verið í eigu fé­lags Jak­obs Val­geirs Flosa­son­ar og til sölu um nokk­urt skeið.

Ern­ir (nú Al Nasr) hef­ur verið frá ár­inu 2020 skráð í Belís þar til nú. Skipið á sér þó langa út­gerðar­sögu meðal ann­ars á Íslandi, eins og 200 míl­ur sögðu frá árið 2022.

Gamall Vestmanneyingur vekur athygli í Kópavogi

Frétt af mbl.is

Gam­all Vest­mann­ey­ing­ur vek­ur at­hygli í Kópa­vogi

Í um­fjöll­un­inni frá fe­brú­ar 2022 seg­ir:

„Ern­ir var smíðaður 1987 í Ber­gen í Nor­egi fyr­ir norska út­gerð. Þá var skipið 58,9 metra að lengd, 12,6 metra að breidd og 1.900 brútt­ót­onn og bar um langt skeið nafnið Har­dhaus.

Árið 2004 festi Þor­björn Fiska­nes hf. (síðar Þor­björn hf.) í Grinda­vík kaup á skip­inu í gegn­um dótt­ur­fé­lag sitt Ólaf hf. og fékk skipið þá nafnið Grind­vík­ing­ur GK. Ekki gerðu Grind­vík­ing­ar skipið út lengi þar sem afla­heim­ild­ir reynd­ust ekki vera næg­ar til þess að standa und­ir rekstri skips­ins.

Rétt ein­um og hálf­um mánuði eft­ir að Þor­björn Fiska­nes hf. keypti skipið var það selt Ísfé­lagi Vest­manna­eyja hf. með til­heyr­andi afla­heim­ild­um í ís­lenskri sum­argots­s­íld, norsk-ís­lenskri síld og loðnu. Fékk þá skipið nafnið Guðmund­ur VE.“

Ernir heitir nú Al Nasr og er skipið skráð í .

Ern­ir heit­ir nú Al Nasr og er skipið skráð í Óman. Ljós­mynd/?Stefán O. Stef­áns­son

Til Vest­manna­eyja og Græn­lands

„Eft­ir aðeins tveggja ára þjón­ustu fyr­ir Ísfé­lagið var Guðmund­ur VE í mars 2006 send­ur til skipa­smíðastöðvar í Póllandi þar sem átti að fram­kvæma um­tals­verðar breyt­ing­ar. Þar kviknaði eld­ur í frysti­lest skips­ins og urðu tölu­verðar skemmd­ir á vinnslu­dekk­inu.

Eft­ir 10 mánaða veru í Póllandi snéri Guðmund­ur aft­ur til Íslands en þá hafði skipið verið lengt um 12,5 metra og með nýj­an búnað um borð.

Októ­ber 2013 var Guðmund­ur seld­ur til Græn­lands þar sem Royal Green­land gerði skipið út en und­ir nafn­inu Tasiilaq. Tasiilaq átti eft­ir að koma oft til Íslands á þeim tæpu sjö árum sem skipið sigldi und­ir græn­lensk­um fána.

Þann 15. júní 2020 seldi hins veg­ar Royal Green­land skipið og fékk það nafnið Ern­ir og varð skráð í Belís. Royal Green­land festi kaup á Christian í Grót­in­um frá Fær­eyj­um sem leysti Tasiilaq (Erni) af hólmi en fær­eyska skipið fékk við það nafn fyr­ir­renn­ara síns, Tasiilaq.“

Ern­ir hef­ur nú, sem fyrr seg­ir, fengið nafnið Al Nasr og mun vera gert út frá Óman.

20.02.2024 23:59

1977 Július Geirmundsson IS 270

            1977 Július Geirmundsson  is 270 i kaldfýlu á Selvogsbanka 

16.02.2024 22:53

Arctic Voyager á Fáskrúðsfirði

                     Arctic Voyager á Fáskrúðfirði mynd þorgeir Baldursson 

29.03.2023 22:55

Breki Ve 61

                       2161 Breki Ve 61 mynd þorgeir Baldursson 

16.02.2023 22:50

Kvannoy N- 400- B landar loðnu

                                         Kvannoy N-400 -B við bryggju á Fáskrúðsfirði mynd þorgeir Baldursson 

16.02.2023 08:08

Langar og leiðinlegar brælur

                               1661 Gullver Ns 12 i Brælu á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson 

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði 106 tonnum á Seyðisfirði í gærmorgun. Uppistaða aflans var þorskur og ýsa.

Þórhallur Jónsson skipstjóri segir að drullubræla hafi verið alla veiðiferðina. „Við vorum að veiðum við Herðablaðið eða ofan við Reyðarfjarðardýpið.

Það aflaðist ágætlega en veiðiferðin tók eina þrjá sólarhringa. Eftir hádegi á sunnudag var orðið vitlaust veður og þá var farið í land.

Það er búin að vera mikil brælutíð í janúar og það sem af er febrúar. Þetta eru langar og leiðinlegar brælur og þreytandi tíðarfar,“ segir Þórhallur.

Gullver heldur á ný til veiða í kvöld.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 346
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119472
Samtals gestir: 52250
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02
www.mbl.is