26.12.2021 11:08Færeysk islensk og franskt skip á pollinum
Skrifað af Þorgeir 26.12.2021 02:05Samherjaskip við Bryggju á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 25.12.2021 15:28Vilhelm Þorsteinsson EA11 i jólabúning
Skrifað af Þorgeir 25.12.2021 14:39Héldu jólin í skjóli á íslenskum firði
Franska herskipið Bretagne er nú statt á Pollinum inn á Eyjafirði, en það var í Reykjavík á dögunum þar sem áhafnarskipti fóru fram. Hélt skipið svo áfram för sinni norður fyrir land og fékk áhöfnin að halda jól í skjóli inn á Eyjafirði. enda var 10 stiga frost og pollurinn isilagður Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er gert ráðfyrir að skipið muni halda för sinni áfram í kvöld og sigla þá út Eyjafjörðinn. Fréttaritari mbl.is á Akureyri tók þessar myndir af skipinu stuttu fyrir hádegi í dag. Skrifað af Þorgeir 24.12.2021 00:04JólakveðjaMinar allra bestu jóla og nýárskveðjur til allra þeirra sem að hafa heimsótt siðuna og sent mér myndir til birtingar sem að er mjög ánæjulegt og þá verður hún mjög lifandi og skemmtileg aflestrar Góðar stundir kv þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir 23.12.2021 23:07Nýsmíði frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur eftir 30 ára hléStakkavík í Grindavík hefur pantað bátStakkavík hf. í Grindavík hefur samið við Skipasmíðastöð Njarðvíkur um smíði á 29,9 bt línubát sem veiða mun úr krókaaflamarkskerfinu. Báturinn verður fyrsti stálbáturinn sem smíðaður hefur verið fyrir íslenska útgerð í þessum flokki í yfir 20 ár. Stakkavík var fyrsta sjávarútvegsfyrirtækið á Íslandi til að láta smíða bát í krókaaflamarkskerfið sem fullnýtti allar reglugerðir þ.e.a.s báturinn er eins stór og mögulegt er miðað við gildandi reglugerð um smíði báta undir 30 brúttótonnum. Minna kolefnissporAftur ætlar Skakkavík að vera brautryðjandi í smíði báta í krókaaflamarkskerfinu því þessi bátur er sérstaklega hannaður með það í huga að minnka kolefnisspor. Með smíðinni er verið að stíga fyrstu alvöru skref í átt að minna kolefnisspori í smíði fiskibáta. Er það gert með því að stækka skrúfuna og minnka skrúfuhraða. Þá eru tvær 214 kw aðalvélar í bátnum sem báðar eru með áföstum 46kw rafal og áfastri vökvadælu sem knýja skrúfuna. Þannig verða vélarnar alltaf keyrðar á besta mögulega álagi sem gefur u.þ.b 25% minni eldsneytiseyðslu en bátur með hefðbundinni skrúfu og hefðbundnum vélbúnað. Aðeins önnur vélin mun vera í notkun á veiðum en báðar á stími. Báturinn verður smíðaður á hefðbundinn hátt. Skrokkurinn er úr stáli og yfirbyggingin úr áli. Fjölþætt samstarf tæknifyrirtækjaSmíði skipsins er upphafið að samstarfi Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og Akkan-Maritime í Tyrklandi. Skrokkurinn verður smíðaður þar en öll önnur vinna unnin hér heima í samstarfi við íslensk tæknifyriræki. Báturinn verður vel búinn búnaði, s.s beitningavélabúnaði frá Mustad og krapakerfi frá Kælingu. Vinnslubúnaður á dekki verður frá Mikro og siglingatæki í brú eru frá Sónar. Vélarnar eru frá Mitsubishi. Vökvakerfið er frá Landvélum/Rexroth. Þá er í bátnum 20kw landvél og tvær öflugar 16“ hliðarskrúfur. Skipasmíðastöð-Njarðvíkur mun afhenda Stakkavík bátinn fullbúinn til veiða 10. nóvember á næsta ári. Siðasta nýsmiði Stakkavikur var Óli á Stað GK 99 var smíðaður á Akureyri, í Seiglu, og afhentur vorið 2017. Hann er 14,8 metra langur og mælist 29.95 BT að stærð. Það er Stakkavík ehf. í Grindavík sem á bátinn og gerir út.
Skrifað af Þorgeir 23.12.2021 11:00"Gamall kunningi" að hefja loðnuveiðar22. desember 2021 kl. 12:40
Polar Ammasak bar nafnið Beitir á árunum 2013-2015. Hér er hann við að leggjast að bryggju Hampiðjunnar í Neskaupstað. Mynd/Jón Einar Marteinsson Polar Ammasak kom til Neskaupstaðar í fyrrinótt til að taka veiðarfæri hjá Hampiðjunni en það mun halda til loðnuveiða á morgunSkipið var áður í eigu Síldarvinnslunnar og bar nafnið Beitir á árunum 2013-2015.Grænlenska skipið Polar Ammasak kom til Neskaupstaðar í fyrrinótt til að taka veiðarfæri hjá Hampiðjunni en það mun halda til loðnuveiða á morgun. Grænlenska félagið Polar Pelagic festi nýverið kaup á skipinu en fyrir gerir það út uppsjávarskipið Polar Amaroq. Frá þessu segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar sem á 33% eignarhlut í Polar Pelagic. Skipið var keypt af danska útgerðarfélaginu Gitte Henning A/S og bar nafnið Gitte Henning. Í fréttinni segir að Polar Ammasak sé gamall kunningi því skipið var í eigu Polar Pelagic og bar nafnið Polar Amaroq á árinu 2013. Í lok þess árs festi Síldarvinnslan síðan kaup á því og fékk það þá nafnið Beitir. Skipið var í eigu Síldarvinnslunnar fram á árið 2015 en þá gekk það upp í kaupin á núverandi Beiti sem keyptur var af danska útgerðarfélaginu Gitte Henning og hafði einmitt borið það nafn. Þegar danska útgerðarfélagið hafði tekið við skipinu í skiptum fékk það nafnið Gitte Henning. Polar Ammasak bar nafnið Beitir á árunum 2013-2015. Ljósm. Hákon Ernuson Polar Ammasak var smíðað árið 1997 og er 2.148 brúttótonn að stærð. Skipið er búið tveimur aðalvélum og er hvor þeirra 3.260 hestöfl. Burðargetan er 2.200 tonn. Skipið hefur verið mikið endurnýjað á síðustu árum. Skipstjóri á Polar Ammasat verður Geir Zoëga. Geir segist vera afar ánægður með þessi skipakaup og spenntur fyrir komandi loðnuvertíð. Polar Amaroq kemur til Neskaupstaðar í nótt og er ráðgert að bæði skipin veiði loðnu um hátíðirnar, segir í fréttinni.
Skrifað af Þorgeir 23.12.2021 10:41Góður túr hja Arnari Hu 1
Skrifað af Þorgeir 22.12.2021 23:22Morgunkaffi um borð i HúnaÞað var góð og notalega stemming i Húnakaffinu i morgun og við fengum góðan gest Pétur Sigurgeir Sigurðsson Sölustjóri hjá Skeljungi kom i kaffi og við buðum honum uppá kaffi og Rúgbrauð ásamt hátiðarsild frá Neskaupstað og luku menn miklu lofi á þetta framtak og fóru allir saddir og ánægðir frá borði þennan morguninn
Skrifað af Þorgeir 22.12.2021 14:42Lerkur og Rókur FD við bryggju á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 21.12.2021 20:39Sólberg ÓF 1 á leið i jólafriI morgun kom Frystitogarinn Sólberg ÓF1 i eigu Ramma Á siglufirði i oliutöku i krossanes við Akureyri og var afli Togarans um 30000 kassar ásamt 60 tonnum af mjöli og 35 tonn af lýsi Áhöfn Trausta Kristinssonar fer nú i jólafrii og næst tekur Sigþór Kjartansson og hans gengi við keflinu þann 2 janúar 2022
Skrifað af Þorgeir 20.12.2021 23:03Bótin i kvöld jólastemming
Skrifað af Þorgeir 20.12.2021 22:48Cuxhaven Nc 100 af Grænlandsmiðum
Skrifað af Þorgeir 20.12.2021 11:27Vilhelm Þorsteinsson EA11 i jólabúningI morgun kom til Akureyrar uppsjávarveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA 11 i eigu Samherja og þá voru þessar myndir teknar skipverjar eru nú komnir i jólafri og verður ekki farið aftur á sjó fyrr en eftir Áramót
Skrifað af Þorgeir 20.12.2021 00:50Bjarni ólafsson Ak 70
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 3022 Gestir í dag: 46 Flettingar í gær: 2016 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1388387 Samtals gestir: 57560 Tölur uppfærðar: 17.4.2025 15:13:42 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is