19.08.2021 07:23

Vonast eftir jákvæðum niðurstöðum

 

         Birkir Bárðarsson Fiskifræðingur og Hafþór Jónsson skipst mynd þorgeir Baldursson 2021
                                                2836 Gefjun EA 310 mynd þorgeir Baldursson 2021

Vænt­ing­ar eru um já­kvæðar niður­stöður úr loðnu­leiðangri sem hefst í byrj­un sept­em­ber. Mæl­ing­ar á ung­loðnu haustið 2020 leiddu til þess að gef­inn var út upp­hafskvóti fyr­ir vertíðina 2022 upp á 400 þúsund tonn.

Vísi­tala ung­loðnu í leiðangr­in­um fyr­ir ári var sú næst­hæsta frá upp­hafi slíkra mæl­inga. Ef ekki væri varúðarnálg­un í afla­reglu upp á fyrr­nefnd 400 þúsund tonn hefði upp­hafskvót­inn verið yfir 700 þúsund tonn.

Birkir Bárðarson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun.

Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur á Haf­rann­sókna­stofn­un. Ljós­mynd/?Haf­rann­sókna­stofn­un

Venju sam­kvæmt verður upp­hafskvót­inn end­ur­skoðaður að lokn­um leiðangr­in­um í sept­em­ber. Lokaráðgjöf verður gef­in út að lokn­um mæl­ing­um í janú­ar og fe­brú­ar. Eft­ir mikla leit og mæl­ing­ar á loðnu­stofn­in­um var gef­inn út kvóti upp á sam­tals 127.300 tonn fyr­ir vertíðina síðasta vet­ur, en árin tvö á und­an voru eng­ar loðnu­veiðar heim­ilaðar.

Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur, seg­ir að í byrj­un sept­em­ber verði lagt af stað í hefðbund­inn tæp­lega 20 daga haust­leiðang­ur á tveim­ur rann­sókna­skip­um. Bjarni Sæ­munds­son fer á veg­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og Árni Friðriks­son hef­ur verið leigður af Græn­lend­ing­um til loðnu­rann­sókna á sama tíma. Sam­vinna verður um rann­sókn­ir og verður rann­sókna­svæðið hafið norður af Íslandi og land­grunnið við Aust­ur-Græn­land. Farið verður vest­ur fyr­ir Ang­maksalik og norður fyr­ir Shannon-eyju og 75. gráðu ef ís og veður hamla ekki mæl­ing­um.

Kynþroska loðna á ferðinni

Birk­ir seg­ir ekki óeðli­legt að vænt­ing­ar séu bundn­ar við leiðang­ur­inn miðað við mæl­ing­ar á ung­loðnu haustið 2020, en sá ár­gang­ur ber uppi veiði næsta vetr­ar. Þá mæld­ust um 146 millj­arðar ein­stak­linga eða 734 þúsund tonn af ókynþroska loðnu en sam­kvæmt afla­reglu þarf yfir 50 millj­arða til að mæla með upp­hafsafla­marki.

Í ár­leg­um mak­ríl­leiðangri Árna Friðriks­son­ar í júlí varð vart við kynþroska loðnu fyr­ir norðan land, m.a. meðfram land­grunns­brún­inni. Birk­ir seg­ir að ekki sé óvana­legt að á þessu svæði sé eitt­hvað af ókynþroska loðnu en óvana­legt sé að þarna sé stór kynþroska loðna. Hann seg­ir að eft­ir sé að vinna nán­ar úr gögn­um um það hversu langt þessi loðna hafi verið kom­in í þroska með til­liti til hrygn­ing­ar.

Makríllinn er á víð og dreif

Frétt af mbl.is

Mak­ríll­inn er á víð og dreif

Hann seg­ir viðbúið að miðað við sterk­an ár­gang sem von­andi sé á leiðinni sé loðnu víðar að finna en síðustu ár. Lík­leg­ast seg­ir hann að þessi loðna komi til hrygn­ing­ar á hefðbundn­um tíma næsta vet­ur og gefi þá fyr­ir­heit um að vel sé að ræt­ast úr með þenn­an ár­gang.

Kynþroska loðna sem fannst í þorskmögum í Eyjafirði í sumarbyrjun, .

Kynþroska loðna sem fannst í þorsk­mög­um í Eyjaf­irði í sum­ar­byrj­un, en þá var farið í nokkr­ar rann­sókn­ar­ferðir á minni bát­um. Ljós­mynd/?Haf­rann­sókna­stofn­un

Minna var af hrognaloðnu nyrðra

Und­an­far­in ár hafa borist frétt­ir af síðbú­inni hrygn­ingu loðnu fyr­ir norðan land. Til að meta stöðuna í ár fóru starfs­menn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í nokkra túra á minni bát­um í maí og júní. Birk­ir Bárðar­son seg­ir að erfitt sé með sam­an­b­urð, en það sé sam­hljóm­ur meðal heima­manna, sem rætt var við, um að minna hafi verið af hrognaloðnu við Norður­land í ár en nokk­ur ár þar á und­an. Könnuð voru svæði frá Sigluf­irði aust­ur í Þistil­fjörð.

Birk­ir seg­ist að gerðar hafi verið til­raun­ir til að berg­máls­mæla hvort mark­tækt magn væri á ferðinni. Skoðaðir voru lík­leg­ir hrygn­ing­ar­blett­ir, mynda­vél­ar voru notaðar til að mynda fisk í torf­um og hugs­an­leg loðnu­hrogn á botn­in­um og háf­ar notaðir til að ná loðnu og öðrum sýn­um. Mynd­irn­ar til hliðar eru tekn­ar í ein­um þess­ara rann­sókn­ar­róðra.

Þá voru tek­in sýni úr fisk­mög­um og annað slagið var þar að finna loðnu. Í Eyjaf­irði fannst í slík­um sýn­um óhrygnd loðna sem hefði að lík­ind­um hrygnt í júní. Þá voru tek­in húðsýni úr hnúfu­bök­um, en með efna­grein­ingu er von­ast til að hægt verði að sjá hvað hval­irn­ir höfðu verið að éta.

Birk­ir seg­ir að með þess­um mæl­ing­um hafi ekki sést af­ger­andi magn af loðnu, hvorki til veiða né til að hafa áhrif á stofn­mat.

AF 200 milum mbl.is 

Myndir Þorgeir Baldursson og Hafrannsóknarstofnun 2021

19.08.2021 06:33

Strandveiðum 2021 lokið

                   Sævar Þór Ásgeirsson Skipst á Slyng EA74 landaði á Dalvik i Gær mynd þorgeir Baldursson 

                         Dng Rúllur eru mjög Afkasta mikil vinnutæki mynd þorgeir Baldursson 

                                               Góður Strandveiði afli mynd þorgeir Baldursson 
                 

Heim­ilt verður að veiða 11.100 tonn í strand­veiðum árs­ins, s.s. maí, júní, júlí og ág­úst 2021. Þar af 10 þúsund tonn af þorski, þúsund tonn af ufsa og 100 tonn af gull­karfa.

Reglu­gerð um strand­veiðar árs­ins hef­ur verið birt á vef Stjórn­artíðinda og hef­ur Fiski­stofa opnað fyr­ir um­sókn­ir um strand­veiðileyfi.

Í reglu­gerðinni seg­ir jafn­framt að hverj­um strand­veiðibát verði heim­ilt að veiða í 12 daga í hvern mánuð eða 48 daga á tíma­bil­inu. Óheim­ilt er að stunda strand­veiðar föstu­daga, laug­ar­daga og sunnu­daga. Hver veiðiferð má eigi standa yfir leng­ur en 14 klukku­stund­ir og má afli ekki vera um­fram 650 kíló í hverri ferð. Óheim­ilt er að hafa fleiri en fjór­ar hand­færar­úll­ur um borð.

Heild­ar­veiðiheim­ild­irn­ar eru ein­ung­is í ein­um potti en veiðileyf­in skipt­ast á fjög­ur svæði: Eyja- og Mikla­holts­hrepp­ur – Súðavík­ur­hrepp­ur, Stranda­byggð – Grýtu­bakka­hrepp­ur, Þing­eyj­ar­sveit – Djúpa­vogs­hrepp­ur og Sveit­ar­fé­lagið Horna­fjörður – Borg­ar­byggð.

Ljóst var í júlí að heim­ild­ir til strand­veiða myndu ekki duga og ákvað Kristján Þór Júlí­uss­in, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, að auka þær um 1.171 tonn. Við það varð heild­ar­magn veiðiheim­ilda strand­veiða í þorski 11.171 tonn. Talið var að aflaviðmiðun myndi duga út ág­úst þegar tekið var mið af þró­un­inni á þessu ári og gang strand­veiða í ág­úst í fyrra þegar dagsafl­inn nam 175 tonn að meðaltali.

„En fisk­veiðar falla ekki alltaf inn í exc­elskjöl­in þó það sé óbrigðult hjá Haf­rann­sókna­stofn­un.  Strand­veiðarn­ar nú eru gott dæmi um þetta.  Sam­an fer ein­muna tíð og mokafli, þrátt fyr­ir að Haf­rann­sókna­stofn­un mæli stöðuga lækk­un á viðmiðun­ar­stofni þorsks,“ seg­ir í færslu LS.

„Ein­hverj­um dytti til hug­ar að segja að hér fari hljóð og mynd ekki sam­an.  Afli strand­veiðiflot­ans hef­ur hald­ist ótrú­lega stöðugur ásamt fjölda báta, en vísi­tala Haf­rann­sókna­stofn­un­ar lít­ur út eins og rúss­íbani.“

Fram kom í kynn­ingu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar á veiðiráðgjöf vegna fisk­veiðiárs­ins 2021/?2022 (sem hefst 1. sept­em­ber) að stærð ís­lenska þorsk­stofn­ins hafi verið of­met­in und­an­far­in ár. Var viðmiðun­ar­stofn þorsks í fyrra raun­veru­lega 982 þúsund tonn en ekki 1.208 þúsund tonn eins og áður var talið, eða tæp­lega 19% minni. Viðmiðun­ar­stofn þorsks í ár er tal­inn nema 941 þúsund tonn.

 

15.08.2021 11:19

Nær alltaf með hámarksskammt

                                        7097 Loftur Hu 717 mynd þorgeir Baldursson 5 ágúst 2021 

                        Landað úr Lofti HU Halldór Gunnar er bak við löndunnarmálið Mynd þorgeir Baldursson 

                               Vænn fiskur hjá Halldóri á Lofti HU mynd þorgeir Baldursson 5 ágúst 2021

                                       Löndun á Skagaströnd 5 ágúst 2021 mynd þorgeir Baldursson 

                                                Löndun úr Lofti HU mynd þorgeir Baldursson 
                        Halldór Gunnar ólafsson og Ólafur Bernódusson mynd þorgeir Baldursson 

Sígur á seinni hluta strandveiða.

Strandveiðar hafa gengið með miklum ágætum í sumar á flestum svæðum en áberandi mestur hefur aflinn verið á svæði A þar sem hann var kominn yfir fimm þúsund tonn í byrjun vikunnar. Þar eru líka flest útgefin leyfi, 264 alls. Í byrjun vikunnar nam heildaraflinn á öllum svæðunum fjórum rúmum tíu þúsund tonnum. Óveidd eru því ekki nema rétt rúmlega tvö þúsund tonn.

Halldór Gunnar Ólafsson, skipstjóri á Lofti HU á Skagaströnd, var úti á spegilsléttum Húnafirðinum í 18 gráðu hita að draga þegar Fiskifréttir slógu á þráðinn.

„Það er heitt í veðri og stundum lítið rek en þetta hefur gengið ágætlega til þessa og verið mjög gott að undanförnu. Ég byrjaði strax á strandveiðunum í maí og náði tólf róðrum í þeim mánuði. Í júní voru róðrarnir 11, 12 í júlí og svo er spurningin sú hvað teygist úr þessu núna. Það er ekki mikið eftir í pottinum og ég er vonast til þess að ná kannski fjórum til fimm dögum til viðbótar áður en þessu lýkur,“ segir Halldór Gunnar.

Upphaflegi potturinn var 11.100 tonn en svo var bætt í hann 1.171 tonni af þorski 20. júlí sl. Alls eru útgefin leyfi núna 688 talsins en voru 676 í fyrra. Meðaltalsafli á bát það sem af er á þessu ári er 15,2 tonn og meðalafli í róðri 673 kg.

Þetta er fjórða sumarið sem Halldór Gunnar er á strandveiðum.

„Það hefur verið fínn fiskur hérna í flóanum að undanförnu. Þetta hefur mjög mikið verið 5 kg plús fiskur, allt að 400 kg í róðri og kannski um 100 kg af 8 kg fiski og þaðan af þyngri og restin eithvað bland. Þetta hefur annars að langmestu leyti verið þorskur og eittvað lítið af ufsa með.“

Ufsinn er utan kvóta og strandveiðimenn mega veiða hann eins og þá lystir. Útgerðin fær 80% af andvirði ufsans sem seldur er á markaði og 20% rennur til verkefnasjóðs sjávarútvegsins þegar uppboðskostnaður og hafnagjöld hafa verið dregin frá.

Halldór Gunnar er sáttur við verðið sem hefur fengist á mörkuðum. Fyrir blandað þorskkóð hafi fengist á milli 350-360 krónur á kílóið og frá 400-440 kr. fyrir 5 kg+ fiskinn. 8 kg+ fiskur hafi hæst farið á 560-570 kr. kílóið.

„Ég hef verið heppinn á þessu sumri. Þeir eru ekki nema tveir róðrar sem mig vantaði einhver 100 kg upp á að ná 770 kg af óslægðu. Aðrir róðrar hafa skilað mér hámarksskammtinum. Ég er með fjórar rúllur og það er alveg hægt að svitna yfir þessu þegar maður hittir á blettinn og fiskurinn bítur ört á krókana. Ég hef verið að fara út um klukkan hálffjögur á næturna og yfirleitt verið kominn aftur í land um klukkan tvö eða þrjú síðdegis. Maímánuður var alveg einstaklega góður og þá var ég oft að koma í land í kringum hádegi.“

Halldór Gunnar er einnig framkvæmdastjóri Bio Pol sjávarlíftækniseturs á Skagaströnd sem stundar rannsóknir á lífríki Húnaflóa og stuðlar að nýsköpun innan sjávarútvegs á svæðinu.

Bio Pol rekur einnig vottað vinnslueldhús þar sem smáframleiðendur geta leigt sér aðstöðu og unnið úr sínum hráefnum í neytendapakkningar.

Heimild Fiskifrettir 

Myndir Þorgeir Baldursson 

15.08.2021 07:53

Lif og fjör á Pollinum á Akureyri

                         Mikið lif á pollinum i Gærkveldi mynd þorgeir Baldursson 14 ágúst 2021

14.08.2021 19:52

Helga María RE 1 landaði 170 tonnum í vikunni

                                                                                                                       1868 Helga Maria RE 1 Mynd þorgeir Baldursson 2021

Ísfisktogarinn Helga María AK hefur verið að veiðum á Vestfjarðamiðum í allt sumar og hafa aflabrögð verið með ágætum að sögn Friðleifs Einarssonar, skipstjóra.

Frá því segir á heimasíðu Brims að um mikil viðbrigði frá nokkrum síðustu sumrum sé að ræða þegar skipin þurftu að fara norður fyrir land til að fá afla vegna ördeyðu á Vestfjarðamiðum.

Aflinn í síðustu veiðiferð var um 170 tonn. Uppistaðan var þorskur en einnig veiddist töluvert af karfa. Aðrar tegundir voru ufsi og ýsa.

„Við byrjuðum á grunnslóðinni, Látragrunni og þar um kring, tókum svo karfaskammtinn okkar í Víkurálnum og enduðum svo í þorski á Kögurgrunni,” segir Friðleifur en hann segir ufsann hafa gert vart við sig af og til.

„Við reynum að forðast ýsuna eftir megni og svo er karfi alls staðar. Reyndar hefur karfinn verið að gefa eftir á Halanum en þangað var ekki farandi fyrr í sumar vegna mikillar karfagengdar. Það hefur ekki verið mikið af fiski í kantinum norður af Patreksfirði nú seinni partinn í sumar en það á væntanlega eftir að lagast.”

Nú líður að lokum kvótaársins en Friðleifur býst ekki við miklum áherslubreytingum þótt nýtt kvótaár gangi í garð.

„Markaðurinn ræður veiðum og vinnslu og við náum í þann afla sem vantar hverju sinni,” segir Friðleifur.

14.08.2021 08:28

Aflýsa sjávarútvegssýningunni IceFish

                                 Frá syningunni 2017 Slippurinn og Dng  Morgunblaðið Ómar Óskarsson

Búið er að af­lýsa alþjóðlegu sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni Icelandic Fis­heries Exhi­biti­on (IceF­ish) sem átti að fara fram 15. til 17. sept­em­ber í Fíf­unni í Kópa­vogi vegna sam­komutak­mark­anna.

Mari­anne Rasmus­sen Coull­ing, fram­kvæmda­stjóri sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­ar­inn­ar, seg­ir í til­kynn­ingu að ákvörðunin sé þung­bær og að sýn­ing­unni verði frestað til þess að tryggja ör­yggi allra sem kom að henni.

IceF­ish hef­ur verið hald­in á þriggja ára fresti og býður gest­um tæki­færi til að hitta bæði inn­lenda og alþjóðlega kaup­end­ur og birgja á sviði at­vinnu­veiða. 

 

14.08.2021 00:05

Stakkur SU 200

                             6220 Stakkur SU 200 á Borgarfirði Eystra Mynd þorgeir Baldursson Ágúst 2021

12.08.2021 06:35

Dragnótabátar i Sandgerði

                            Dragnótabátar Nesfisks H/F við Bryggju i Sandgerði  2430 Benni Sæm Gk 26  2454 Siggi Bjarna GK 5  OG 2403 Sigurfari Gk 138  mynd þorgeir Baldursson 6 ágúst 2021 

11.08.2021 21:08

Börkur og Beitir til heimahafnar

  Börkur Nk 122 og Beitir Nk 123 sigla inn til Neskaupstaðar 3 júní 2021 mynd þorgeir Baldursson 

10.08.2021 21:37

Akranes og Drangur á leið til Danmerkur

I siðustu viku hélt tvibytnan Akranes úr höfn á stöðvarfirði með togbátinn Drang ÁR 307 sem að sökk i höfninni á stöðvarfirði 

i október 2020 og mun ferðinni heitið til Fornes i Danmörku þar sem að skipið verður rifið i brotaján að sögn Garðars Valberg skipstjóra 

á Akranesi ve en hann var ekki viss um hvað yrið um það skip mögulega verður það selt áfram 

 

                          1686 Drangur Ár 307 sökk á stöðvarfirði i okt 2020 mynd þorgeir Baldursson 

 

                                     Drangur og Akranes á stöðvarfirði mynd Eddi Gretars 3 ágúst 2021

                                               Drangur við Bryggju á Stöðvarfirði mynd Eddi Gretars

  Garðar Valberg skipst á Akranesi mynd Eddi Gretars

09.08.2021 23:02

Jenný Hu 40

    

                          7377  Jenný Hu 40 mynd þorgeir Baldursson 5 ágúst 2021

08.08.2021 23:20

Byggðarsafnið á Garðskaga

 

                                   Garðskagavitar og Byggðasafn mynd þorgeir Baldursson 6 ágúst 2021

Byggðasafnið á Garðskaga er staðsett í miðri náttúruparadís þar sem fjölbreytt fuglalíf, náttúrufergurð og dýrarlíf skarta sínu fegursta.

Safnið var fyrst opnað 1995 og hefur verið starfrækt síðan. Safnið er alhliða byggða og sjóminjasafn og er sérstaða safnsins einstakt vélasafn þess.

60 vélar eru á safninu sem eru allar uppgerðar af Guðna Ingimundarsyni í Garði, flestar eru þær gangfærar.

Safnið hefur til sýnis ýmsa muni sem tengdust búskaparháttum til sjós og lands, elstu munir eru orðnir yfir eitthundrað ára gamlir.

Fallegt safn af gömlum útvörpum og ýmsum tækjum og tólum sem notuð voru á heimilum á fyrri árum, skólastofa, skóvinnustofa og verslun Þorláks Benediktssonar svo fátt eitt sé nefnt.

Stór hluti af safninu eru sjóminjar, ýmsir hlutir sem notaðir voru við fiskveiðar og til verkunar fisks á landi. Á safninu er sexæringur, níu metra langur bátur með Engeyjarlagi smíðaður 1887.

Á staðnum er veitingahús með útsýnissvölum þar sem möguleiki er að koma auga á hvali í sínum náttúrulegu umhverfi.

Stóri vitinn, sá stærsti á Íslandi, geymir tvær sýningar sem eru innifaldar í aðgangi að safninu. Norðurljósasýningu og Hvalasýningu. Af topp svölum hans er frábært útsýni.

Gott tjaldstæði er á svæðinu.

Opnunartími: alla daga kl. 12-20.

Fyrir hópa hafið samband við safnstjóra í síma 893-8909 eða með tölvupósti: johann@gardskagi.com.

08.08.2021 22:49

Björgvin Ns 1

                                    6588 Björgvin Ns 1 á Borgarfirði Eystri  Mynd þorgeir Baldursson 2 ágúst 2021

07.08.2021 16:26

Sandgerðishöfn i Gærkveldi

                                                                                                    Veðurbliða i Sandgerðishöfn i Gærkveldi 6 ágúst 2021 mynd þorgeir Baldursson 

07.08.2021 14:21

Garðskagavitar að kveldi 6 ágúst

                            Garðskagi í gærkvöldi 6 ágúst 2021 mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2754
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 2060
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 1504109
Samtals gestir: 59767
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 21:57:12
www.mbl.is