02.05.2021 03:55Hringur Ís 305
Skrifað af Þorgeir 21.04.2021 23:57Snekkjan A i Krossanesi i kvöld
Ein stærsta snekkja í heimi sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og verður í Krossanesvíkinni á næstunni. Hún kallast einfaldlega A, er í eigu rússnesks viðskiptajöfurs, Andrey Melnichenko, og verður hér um tíma – jafnvel nokkrar vikur, eftir því sem næst verður komist. Snekkjan er 142 metra löng og möstrin ná 100 metra hæð, sem er ástæða þess að A siglir ekki inn á Pollinn; möstrin gætu truflað flugumferð. Til gamans má geta til samanburðar að Hallgrímskirkjuturn er 75 metra hár!
Andrey Igorevich Melnichenko er 49 ára milljarðamæringur. Samkvæmt viðskiptaritinu Forbes var hann 95. ríkasti maður heims í síðasta mánuði og sjöundi ríkasti Rússinn. Hann er ekki um borð í A skv. heimildum Akureyri.net en er sagður væntanlegur. Melnichenko á aðra snekkju sem hann kallar A; til aðgreiningar er þessi nefnd seglsnekkjan A, þótt hún gangi einnig fyrir vélarafli, en hin vélsnekkjan A. Sú síðarnefnda kom til Akureyrar 2016 og var á Pollinum um tíma. Vakti hún mikla athygli fyrir óvenjulegt útlit. Heimild Akureyri.net Skrifað af Þorgeir 20.04.2021 11:11Grásleppuveiðar i Skjálfandaflóa
Afli á grásleppuvertíðinni sem hófst 23. mars sl. var kominn í 1.396 tonn eftir löndun í gær 14. apríl. Góðar gæftir hafa verið undanfarna daga og mokveiði. 105 bátar eru byrjaðir veiðar og má búast við að þeim eigi eftir að fjölga töluvert en á síðustu vertíð stunduðu veiðar 201 bátur, um 50 færri en í meðalári. Ástæður þess voru að um mánaðamótin apríl / maí var leyfilegum heildarafla náð og veiðar því stöðvaðar. Veiðidagar á vertíðinni eru 40, sem taka mið af tillögu Hafrannsóknastofnunar að veiði fari ekki umfram 9.040 tonn. Miðað við metveiði í fyrra kom mælingin ekki á óvart þó fæstir hafi búist við 74% sveiflu milli ára. Meðaltal ráðgjafar stofnunarinnar á átta ára tímabili [2013-2020] er 5.386 tonn.
Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að markaðurinn hiksti við slíkum tíðindum og ekki hefur Covid-19 haft áhrif til góðs. Kaupendur tilkynntu um eitt hundrað króna verðlækkun á hvert kíló og greiða nú 130 kr/kg fyrir óskorna grásleppu. Ekki liggur fyrir hversu mikið magn verður hægt að selja á því verði. Að óbreyttu er ekki markaður fyrir þann heildarafla sem nú er leyfilegt að veiða. Samanburður nú við síðasta ár sýnir að met verður slegið á yfirstandandi vertíð.
Vertíðin í fyrra skilaði dagsveiði upp á 995 kg, en sambærileg tala á vertíðinni nú þegar staðan var tekin 14. apríl var fjórðungi hærri - 1.258 kg.
Skrifað af Þorgeir 18.04.2021 23:11Skipverjar á Aþenu Þh 505 draga netin
Skrifað af Þorgeir 05.04.2021 09:32Þinganes SF 25
Skrifað af Þorgeir 04.04.2021 09:04Gamli Börkur og Vilhelm Þorsteinsson EA11
Skrifað af Þorgeir 03.04.2021 20:56Nýr Vilhelm þorsteinsson EA11 kom til Akureyrar i dag
Vilhelm Þorsteinsson EA 11, nýtt skip til uppsjávarveiða sem var smíðað sérstaklega fyrir Samherja, sigldi inn Eyjafjörðinn í fyrsta sinn í gær. Vilhelm Þorsteinsson er stórt, glæsilegt og fullkomið skip, 89 metrar á lengd og 16,6 metrar á breidd. Burðargetan er vel yfir þrjú þúsund tonn í þrettán lestartönkum þar sem aflinn verður kældur niður til að sem best hráefni komi að landi. Karstensens skipasmíðastöðin í Skagen Danmörku hannaði og smíðaði skipið eftir þörfum Samherja og naut ráðgjafar starfsfólks Samherja við verkið. Beðið hefur verið eftir skipinu með nokkurri eftirvæntingu en samningar um smíði þess voru undirritaðir 4. september 2018. Þann dag hefðu tvíburarnir Baldvin og Vilhelm Þorsteinssynir orðið 90 ára.
Nýsmíðin leysir af hólmi eldri Vilhelm Þorsteinsson EA 11 sem kom nýr til landsins um síðustu aldamót. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir að allur aðbúnaður í nýja skipinu sé eins og best verður á kosið. „Skipið er stórt og það er mjög vel útbúið. Um borð er öll sú nýjasta tækni sem er fáanleg við meðferð afla og besta gerð af veiðarfærum sem við þekkjum. Skip af eins og þetta, sem er bæði með troll og nót, er með breytilega notkun á vélarafli. Þannig að við erum með tvær vélar í skipinu. Á heimasiglingunni notuðum við aðeins aðra þeirra og við þær aðstæður eyðir skipið mun minna,“ segir Kristján. Í skipinu eru klefar fyrir fimmtán manns auk sjúkraklefa. Þá er skipið einstaklega rúmgott og má þar nefna borðsal og tvær setustofur. Um borð er einnig líkamsræktaraðstaða og gufubað fyrir skipverja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sigldi með skipinu heim til Íslands frá Skagen. „Þetta er þriðja kynslóð uppsjávarskipa sem maður tekur þátt í að reka. Við ákváðum að fela Karstensens skipasmíðastöðinni þetta verkefni. Aðalhönnuðir skipsins starfa hjá stöðinni en starfsfólk Samherja hefur komið að þessu ferli með sínar hugmyndir, meðal annars varðandi orkunýtingu. Þannig má segja að skipið sé afrakstur samstarfs stöðvarinnar og okkar starfsfólks. Ég held að útkoman sé mjög góð og það var frábært að sigla með skipinu heim. Tímanum var vel varið með áhöfninni,“ segir Þorsteinn Már.
Samherji hefur lagt höfuðáherslu á að fjárfesta eins og kostur er í nýjum skipum, búnaði og tækni. Á síðustu árum hefur skipafloti Samherja verið endurnýjaður mikið. Á síðasta ári var nýtt hátæknivinnsluhús á Dalvík tekið í notkun og þá hafa húsnæði og tæki bolfiskvinnslunnar á Akureyri verið endurnýjuð.
Samherji ræðst í slíka fjárfestingu til að tryggja að fyrirtækið sé ávallt í stakk búið að mæta ýtrustu kröfum viðskiptavina sinna en einnig svo starfsfólk Samherja vinni við bestu mögulegu aðstæður hverju sinni. Endurnýjun af þessu tagi þarf reglulega að eiga sér stað í íslenskum sjávarútvegi svo fyrirtæki í greininni séu samkeppnishæf. Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, segir að skipið sé framúrskarandi vel hannað. „Á siglingunni heim prófuðum við að lesta skipið með sjó og prófuðum að snúa því á fullri ferð og hallinn var mjög lítill.
Skipið kom einstaklega vel út úr þessari siglingu heim. Ég hef verið skipstjóri í um þrjátíu ár og ég held að það sé óhætt að fullyrða að þetta er eitt besta skip sem ég hef stýrt á mínum ferli,“ segir Guðmundur.
Dagskrárgerðar- og kvikmyndatökumenn frá sjónvarpsstöðinni N4 sigldu með Vilhelm Þorsteinssyni EA 11 frá Skagen og tóku upp efni um borð. Vegna sóttvarnarráðstafana var ekki mögulegt að bjóða Akureyringum og öðrum gestum að líta um borð eins og venjan er þegar ný skip koma heim en Ásthildur Sturludóttir, bæjarstóri Akureyrarbæjar, færði Guðmundi Jónssyni skipstjóra blómvönd við látlausa athöfn eftir komuna til heimahafnar í morgun. Öll áhöfn skipsins og gestir um borð fóru í skimun vegna Covid-19 áður en lagt var af stað frá Skagen og svo að nýju þegar komið var til landsins í gær. Áætlað er að skipið haldi til veiða á fimmtudaginn í næstu viku. Mun N4 sýna sérstakan þátt um skipið sem verður á dagskrá stöðvarinnar á annan í páskum, mánudaginn 5. apríl kl. 20:00. Í þættinum verður fjallað ítarlega um skipið, tæknina um borð og aðbúnað skipverja. Frétt af heimasiðu Samherja www.samherji.is myndir Þorgeir Baldursson Skrifað af Þorgeir 01.04.2021 23:29Stubbarnir mokfiska á Selvogsbankanum
Heldur betur búið að vera mokveiði hjá togbátunum núna í mars.
flestir togaranna hafa verið á veiðum á svæðinu frá Þorlákshöfn og að Reykjanesvita og þar utan við
t.d á Selvogsbankanum,
29 metra bátarnir eða togarnir sem mega veiða upp að 3 sjómílum hafa ekki farið varhluta af þessu moki
og hafa náð að fylla bátanna sína á einum til 2 dögum,
einn af þeim er Harðbakur EA.
þegar þetta er skrifað þá er Harðbakur EA komin með yfir 900 tonna afla í mars og á möguleika á að ná yfir 1000 tonnin í mars
á síðustu 7 dögum þá hefur Harðbakur EA heldur betur mokveitt
því samtals hefur hann landað 378 tonnum í 5 löndunum á aðeins um 6,5 dögum. það gerir um 58 tonn á dag
bestu túrinn var 92 tonn eftir aðeins rúman einn sólarhring á veiðum,
Mest öllum þessum afla er síðan ekið til vinnslu á Dalvík og þetta eru gríðarlega margir flutningabílar,
um 36 trukkar þarf til þess að keyra um 900 tonnum af fiski norður til Dalvíkur.
Skrifað af Þorgeir 31.03.2021 23:40HORDAFOR V11 á leið til Fáskrúðsfjarðar
Skrifað af Þorgeir 31.03.2021 09:14Ný Hulda GK frá Trefjum
Skrifað af Þorgeir 31.03.2021 00:27"Þorskurinn sennilega kominn upp í fjörur"
Þorskurinn sást ekki á togaraslóð í síðasta túr Akureyjar, en skipið kom til hafnar í Reykjavík í dag með 130 tonna afla. Þar af voru tæp 58 tonn af ufsa, 31 tonn af gullkarfa, 12 tonn af djúpkarfa, rúmlega 14 tonn af ýsu og rúmlega 14 tonn af þorski. „Markmiðið hjá okkur var aðallega að leita að ufsa og þorski í veiðanlegu magni,“ er haft eftir Magnúsi Kristjánssyni, skipstjóra á Akurey, á vef Brims sem gerir skipið út. „Það gekk upp með ufsann en þorskurinn er allur kominn inn fyrir línu og sennilega allt upp í fjörur og byrjaður að hrygna þar,“ segir hann. Veiðiferðin hófst á Eldeyjarbankanum en þar hafi lítið veiðst. „Við færðum okkur því yfir á Selvogsbankann. Þar var mokveiði á ýsu en þorskurinn sást ekki á togaraslóð. Næst var ferðinni heitið á Fjöllin. Þar var að vanda nóg af gullkarfa en við fundum líka töluvert af ufsa og heilt yfir var aflinn mjög góður,“ segir Magnús. Hann kveðst ekki eiga von á að þorskveiðin glæðist suðvestanlands fyrr en að aflokinni hrygningu. Þorskurinn hafi alls staðar gengið upp að ströndinni til hrygningar. Þá sé allur þorskur horfinn úr Jökuldýpi þar sem var góð veiði fyrir skömmu. Akurey heldur aftur til veiða annað kvöld en fyrst þarf áhöfnin að taka nýjan togvír um borð. Skrifað af Þorgeir 30.03.2021 00:52Hefur landað 110 tonnum í Þorlákshöfn.
Ljósafell SU-70, sem nú er statt suður af Selvogsvita, hélt á miðin á ný eftir að hafa landað 70 tonnum í Þorlákshöfn morgun. Skipið landaði einnig 40 tonnum á sama stað á fimmtudag og nemur því heildaraflinn 110 tonnum. Aflinn er blandaður og er uppistaðan 50 tonn af ýsu, 30 tonn af þorski, 20 tonn af ufsa og 10 tonn af ýmsum tegundum. Fram kemur á vef Loðnuvinnslunnar, sem gerir Ljósafell út, að fiskurinn er fluttur landleiðina til Fáskrúðsfjarðar til vinnslu.?????? Skrifað af Þorgeir 28.03.2021 10:04Hannaði stórfiskaskilju fyrir veiðar í ÓmanVerksmiðjutogarinn Gloria er við veiðar í Arabíuhafi undan ströndum Ómans. Þar er sótt í makríl og hrossamakríl.Fjórir Íslendingar sem eru yfirmenn á verksmiðjutogaranum Gloria láta vel af stórfiskaskilju sem þeir hafa nýtt við veiðar á makríl og hrossamakríl við veiðar í Arabíuhafi undan ströndum Ómans. Skiljan var sett upp af Hampiðjunni en skipið er eitt af þremur verksmiðjuskipum útgerðarfélagsins Al Wusta Fisheries Industries. Skipstjórar eru þeir Ásgeir Gíslason og Hafsteinn Stefánsson. Stórfiskaskiljan um borð i Gloriu mynd Hampiðjan
Skilur tunglfiskinn frá Í frétt Hampiðjunnar er rætt við Ásgeir en skipið er á veiðum með flottrolli.
Á þessum slóðum hefur aukaafli á borð við stærri fiska eins og tunglfiska, valdið áhöfninni vandræðum við veiðarnar.
Við þessu var brugðist með því að fá Vernharð Hafliðason, veiðarfærameistara hjá Hampiðjunni, til að hanna og setja upp sérstaka stórfiskaskilju í trollin að beiðni Hauks Inga Jónssonar, trollmeistara í veiðarfærum á skipinu. Hefur skiljan skilið út stórfiskategundir með mjög góðum árangri.
Hrossamakríll og makríll, sem nú er verið að veiða, svipar til þess sem veiddur er í Atlantshafinu. Honum er dælt beint um borð úr pokanum frá skut til fullvinnslu.
Með þessu móti er hámarks ferskleiki hráefnisins tryggður. Umhverfisáhrif skiljunnar skila sér afar vel til lífríkisins með því að skilja lifandi stórfisk út úr veiðarfærinu aftur til uppvaxtar í framtíðinni.
Í bréfi til útgerðarinnar um gagnsemi stórfiskaskiljunnar um borð í Gloria, og sagt er frá í frétt Hampiðjunnar, verður ekki betur séð en að skiljan leysi að öllu leyti þau vandamál sem aukaaflinn hefur haft í för með sér. Fréttin birtist upphaflega í Nýsköpunarblaði Fiskifrétta 18. febrúar Skrifað af Þorgeir 28.03.2021 01:56Stóð ekki á sama við eftirlit Norðmanna
Sigþóri Kjartanssyni, skipstjóra á Sólbergi ÓF-1, stóð ekki á sama þegar norska landhelgisgæslan kom um borð í bátinn í eftirlitsferð í síðasta túr skipsins í Barentshafi. Hann sagði óþægilegt að vita til þess að þeir kæmu um borð í miðjum Covid-19-faraldri, lagði ekki í tilhugsunina um smit um borð, sérstaklega þar sem heimstímið er þrír til fjórir dagar. „Það voru mjög miklar varúðarráðstafanir, að fjarlægð yrði haldin, að mennirnir sem komu um borð væru með grímur og hanska og sprittuðu sig í bak og fyrir. Þeir voru ekkert að kjassast í okkar mannskap og við ekkert í þeim,“ sagði Sigþór í samtali við 200 mílur. Hann bætti því við hann hann hefði vonast til þess að þeir kæmu ekki um borð en hjá því hafi víst ekki verið komist. Honum hafi ekki staðið á sama. Safna saman í einn túrSólbergið gerði ágætistúr í Barentshafið og landaði um 1.700 tonnum, mest þorski, um síðustu helgi. Sigþór segir að þar með hafi kvótinn í Barentshafi klárast. „Við förum þarna út með vissan kvóta. Þessu er svona smalað saman af íslenskum útgerðum, það eru margir sem eiga slettur hingað og þangað. Við höfum reynt að safna þessu saman til að gera einn góðan túr.“ Fært sé á milli skipa sem eiga ekki nægan kvóta til að það borgi sig að senda skip. „Við förum þarna út með það fyrir augum að vera sem fljótastir og koma okkur heim til Íslands.“ Sigþór segir túrinn hafa verið 36 daga alls, þar af er stímið um 6-7 dagar. Skrifað af Þorgeir 28.03.2021 01:17Landað úr Verði ÞH 44 á Akureyri
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 236 Gestir í dag: 7 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1119362 Samtals gestir: 52248 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:27:59 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is