28.03.2021 01:56Stóð ekki á sama við eftirlit Norðmanna
Sigþóri Kjartanssyni, skipstjóra á Sólbergi ÓF-1, stóð ekki á sama þegar norska landhelgisgæslan kom um borð í bátinn í eftirlitsferð í síðasta túr skipsins í Barentshafi. Hann sagði óþægilegt að vita til þess að þeir kæmu um borð í miðjum Covid-19-faraldri, lagði ekki í tilhugsunina um smit um borð, sérstaklega þar sem heimstímið er þrír til fjórir dagar. „Það voru mjög miklar varúðarráðstafanir, að fjarlægð yrði haldin, að mennirnir sem komu um borð væru með grímur og hanska og sprittuðu sig í bak og fyrir. Þeir voru ekkert að kjassast í okkar mannskap og við ekkert í þeim,“ sagði Sigþór í samtali við 200 mílur. Hann bætti því við hann hann hefði vonast til þess að þeir kæmu ekki um borð en hjá því hafi víst ekki verið komist. Honum hafi ekki staðið á sama. Safna saman í einn túrSólbergið gerði ágætistúr í Barentshafið og landaði um 1.700 tonnum, mest þorski, um síðustu helgi. Sigþór segir að þar með hafi kvótinn í Barentshafi klárast. „Við förum þarna út með vissan kvóta. Þessu er svona smalað saman af íslenskum útgerðum, það eru margir sem eiga slettur hingað og þangað. Við höfum reynt að safna þessu saman til að gera einn góðan túr.“ Fært sé á milli skipa sem eiga ekki nægan kvóta til að það borgi sig að senda skip. „Við förum þarna út með það fyrir augum að vera sem fljótastir og koma okkur heim til Íslands.“ Sigþór segir túrinn hafa verið 36 daga alls, þar af er stímið um 6-7 dagar. Skrifað af Þorgeir 28.03.2021 01:17Landað úr Verði ÞH 44 á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 27.03.2021 22:09Áhöfnin á Vestmannaey Ve 54
Skrifað af Þorgeir 27.03.2021 09:02Bergey og Vestmannaey Mokfiska við EyjarHeldur betur mokveiði hjá togurunum
núna eru tveir togarar að nálgast 1000 tonnin og búast má við að jafnvel 3 togarar fari yfir 1000 tonn í mars
Viðey RE var með 154 tonn í einni löndun eftir um 2 daga túr
Björgvin EA 145 tonn í 1 eftir um 4 daga túr
Akurey AKJ 182 tonn í 1
Bergey VE er hæstur 29 metra bátanna og var með 254 tonn í 3 róðrum
Björgúlfure EA 267 tonn í 2
Harðbakur eA 192 tonn í 2
Drangavík VE 177 tonn í 4
Sturla GK 193 tonn í 2
Þórunn SVeinsdóttir VE 155 tonn í 1
Vestmanney VE 222 tonn í 3 Skrifað af Þorgeir 26.03.2021 23:44Valþór Gk 123
Skrifað af Þorgeir 26.03.2021 23:28Málmey Sk 1
Skrifað af Þorgeir 26.03.2021 23:19Togað i kaldaskit á Reykjanesgrunni
Skrifað af Þorgeir 24.03.2021 05:12Friðrik Sigurðsson Ár heldur í róður
Skrifað af Þorgeir 19.03.2021 20:21IIviD GR-18-318
Skrifað af Þorgeir 19.03.2021 20:14Sólborg Re og Elding í Reykjavikurhöfn
Skrifað af Þorgeir 18.03.2021 15:42Kleifarberg Re 70 í pottinn alræmdatalsverður skipfloti var víð bryggju í Reykjavík í dag þegar Ljósafell Su hélt til veiða um Hádegi í dag
Skrifað af Þorgeir 12.03.2021 15:47Traffik i þorlákshöfn i dag
Skrifað af Þorgeir 12.03.2021 00:25Ljósafell Su 70 með fullfermi til Þorlákshafnar
Skrifað af Þorgeir 09.03.2021 14:15Þorlákshöfn i gærmikið skipatraffik i þorlákshöfn i gær hérna kemur smá sýnishorn þetta verður uppfært i nótt
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 918 Gestir í dag: 7 Flettingar í gær: 2280 Gestir í gær: 46 Samtals flettingar: 1370459 Samtals gestir: 57336 Tölur uppfærðar: 12.4.2025 07:28:17 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is